Raddir skólafólks í fyrirrúmi Magnús Þór Jónsson skrifar 9. apríl 2024 09:00 Umræða um skólamál er mikilvæg. Bæði í íslensku samhengi sem og því alþjóðlega enda menntun undirstöðuatriði farsældar í samfélagi. Hvort sem er á vettvangi fjölmiðla, stjórnmálanna, hagsmunasamtaka eða bara í fermingarveislum og öðrum viðburðum á meðal almennings. Oft og tíðum sprettur umræðan upp sem viðbrögð við einstökum þáttum skólastarfs, eða bara jafnvel einstöku atviki sem upp kann að koma á ákveðnu skólastigi eða í einstökum skóla. Mikilvægt er að raddir skólafólks séu í forgrunni umræðunnar. Það býr þekking í þeim mannauði sem valið hefur sér þann vettvang að tryggja gæðamenntun og efla farsæld á vettvangi ólíkra skólastiga og skólagerða. Á undanförnum árum hefur komið upp að í umræðu um málefni menntunar sé frekar talað um skólafólk en við það og þá einmitt út frá þröngu sjónarhorni hvers atviks. Kennarasamband Íslands eru heildarsamtök allra sem vinna við kennslu, ráðgjöf eða stjórnun í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum. Kennarasambandið stendur í dag fyrir ráðstefnunni Skóli nútíðar – vegvísir til framtíðar: Raddir skólafólks í fyrirrúmi. Grunnur ráðstefnunnar er byggður á viðhorfskönnun, sem gerð var meðal félagsfólks, þar sem horft var til þeirra áherslna sem þau vilja kalla eftir en einnig til að rýna nánar í einstaka þætti í okkar störfum þar sem við teljum okkur geta lagt til betri lausnir og útfærslur til framtíðar. Margt forvitnilegt er að finna í niðurstöðum könnunarinnar. Þar koma fram afgerandi skilaboð um að launakjör og starfsumhverfi ráði mestu fyrir umgjörð starfsins, skiptir þar engu máli eðli starfs eða skólagerð. Þar fara skýr skilaboð til launagreiðenda inn í þá kjarasamningsgerð sem er framundan. Í könnuninni kemur fram ákveðinn samhljómur um álagsþætti kennarastarfsins. Þar vill skólafólk rýna í hópastærðir og samsetningu þeirra á öllum skólastigum, þó með mismunandi áherslum. Umfang starfsins og ný verkefni eru líka stórir álagsþættir. Aðrir álagsþættir eru svo mismunandi eftir skólastigum; álag vegna umhverfisáreitis og hljóðvistar er sterkur þáttur í leik- og tónlistarskólum, skortur á stuðningi vegna einstaklingsmála í grunnskólum og skortur á námsgögnum í framhaldsskólum. Það er skýr vilji allra að starfsþróun sé fundinn staður innan hefðbundins vinnutíma skólanna. Þegar kemur að málefnum kennara leggur leikskólinn áherslu á starfsþróun tengda farsældarvinnu, grunnskólinn kallar eftir fræðslu um aga og samskipti en í tónlistar- og framhaldsskólum telja kennarar mesta þörf á að efla starfsþróun í faggrein sinni. Skólastjórnendur á öllum skólastigum eru afskaplega samstíga og leggja áherslu á að efla faglega forystu og mannauðs- og skipulagsmál. Það að starfa í skóla er álagsstarf. Í könnuninni kemur fram að almennt telur fólk sig ráða vel við álag í starfi en þó liggur nokkur munur þar á eftir skólastigum. Kennarar í leik- og grunnskóla eru líklegri til að telja sig ekki ráða nægilega vel við álagið en kennarar í framhaldsskólum, skólastjórnendur og þeir sem sinna ráðgjöf í öllum skólagerðum. Þá sýnir könnunin að 31% stjórnenda telja ólíklegt að þeir verði enn í sínu starfi eftir 5 ár, 27% kennara í leikskólum og 26% kennara í grunnskólum. Þegar horft er á svörin eftir skólagerðum sést að hlutfall þeirra sem telja sig ekki verða enn við störf eftir 5 ár er hæst í grunnskólanum. Hér er stiklað á stóru í könnun sem kynnt er frekar á ráðstefnunni. Í framhaldinu munu stjórn, aðildarfélög, nefndir og ráð KÍ vinna með þær vísbendingar og niðurstöður sem könnunin gefur. Raddir ráðstefnunnar verða raddir skólafólks. Þegar kemur að því að efla og bæta skólastarf, og auka gæði menntunar, verður hægt að sækja í könnunina; efni hennar er vegvísir til framtíðar. Fyrir liggja skólastefnur, námskrár, lög og reglugerðir um skólastarf. Við skólafólk vitum að vettvangur þeirra verkefna liggur víða um stjórnkerfið og fer um ólík svið samfélagsins. Það er á allra ábyrgð að í þeirri vinnu sem miðar að því að gera öflugt skólastarf enn betra verði raddir skólafólks í fyrirrúmi! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Umræða um skólamál er mikilvæg. Bæði í íslensku samhengi sem og því alþjóðlega enda menntun undirstöðuatriði farsældar í samfélagi. Hvort sem er á vettvangi fjölmiðla, stjórnmálanna, hagsmunasamtaka eða bara í fermingarveislum og öðrum viðburðum á meðal almennings. Oft og tíðum sprettur umræðan upp sem viðbrögð við einstökum þáttum skólastarfs, eða bara jafnvel einstöku atviki sem upp kann að koma á ákveðnu skólastigi eða í einstökum skóla. Mikilvægt er að raddir skólafólks séu í forgrunni umræðunnar. Það býr þekking í þeim mannauði sem valið hefur sér þann vettvang að tryggja gæðamenntun og efla farsæld á vettvangi ólíkra skólastiga og skólagerða. Á undanförnum árum hefur komið upp að í umræðu um málefni menntunar sé frekar talað um skólafólk en við það og þá einmitt út frá þröngu sjónarhorni hvers atviks. Kennarasamband Íslands eru heildarsamtök allra sem vinna við kennslu, ráðgjöf eða stjórnun í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum. Kennarasambandið stendur í dag fyrir ráðstefnunni Skóli nútíðar – vegvísir til framtíðar: Raddir skólafólks í fyrirrúmi. Grunnur ráðstefnunnar er byggður á viðhorfskönnun, sem gerð var meðal félagsfólks, þar sem horft var til þeirra áherslna sem þau vilja kalla eftir en einnig til að rýna nánar í einstaka þætti í okkar störfum þar sem við teljum okkur geta lagt til betri lausnir og útfærslur til framtíðar. Margt forvitnilegt er að finna í niðurstöðum könnunarinnar. Þar koma fram afgerandi skilaboð um að launakjör og starfsumhverfi ráði mestu fyrir umgjörð starfsins, skiptir þar engu máli eðli starfs eða skólagerð. Þar fara skýr skilaboð til launagreiðenda inn í þá kjarasamningsgerð sem er framundan. Í könnuninni kemur fram ákveðinn samhljómur um álagsþætti kennarastarfsins. Þar vill skólafólk rýna í hópastærðir og samsetningu þeirra á öllum skólastigum, þó með mismunandi áherslum. Umfang starfsins og ný verkefni eru líka stórir álagsþættir. Aðrir álagsþættir eru svo mismunandi eftir skólastigum; álag vegna umhverfisáreitis og hljóðvistar er sterkur þáttur í leik- og tónlistarskólum, skortur á stuðningi vegna einstaklingsmála í grunnskólum og skortur á námsgögnum í framhaldsskólum. Það er skýr vilji allra að starfsþróun sé fundinn staður innan hefðbundins vinnutíma skólanna. Þegar kemur að málefnum kennara leggur leikskólinn áherslu á starfsþróun tengda farsældarvinnu, grunnskólinn kallar eftir fræðslu um aga og samskipti en í tónlistar- og framhaldsskólum telja kennarar mesta þörf á að efla starfsþróun í faggrein sinni. Skólastjórnendur á öllum skólastigum eru afskaplega samstíga og leggja áherslu á að efla faglega forystu og mannauðs- og skipulagsmál. Það að starfa í skóla er álagsstarf. Í könnuninni kemur fram að almennt telur fólk sig ráða vel við álag í starfi en þó liggur nokkur munur þar á eftir skólastigum. Kennarar í leik- og grunnskóla eru líklegri til að telja sig ekki ráða nægilega vel við álagið en kennarar í framhaldsskólum, skólastjórnendur og þeir sem sinna ráðgjöf í öllum skólagerðum. Þá sýnir könnunin að 31% stjórnenda telja ólíklegt að þeir verði enn í sínu starfi eftir 5 ár, 27% kennara í leikskólum og 26% kennara í grunnskólum. Þegar horft er á svörin eftir skólagerðum sést að hlutfall þeirra sem telja sig ekki verða enn við störf eftir 5 ár er hæst í grunnskólanum. Hér er stiklað á stóru í könnun sem kynnt er frekar á ráðstefnunni. Í framhaldinu munu stjórn, aðildarfélög, nefndir og ráð KÍ vinna með þær vísbendingar og niðurstöður sem könnunin gefur. Raddir ráðstefnunnar verða raddir skólafólks. Þegar kemur að því að efla og bæta skólastarf, og auka gæði menntunar, verður hægt að sækja í könnunina; efni hennar er vegvísir til framtíðar. Fyrir liggja skólastefnur, námskrár, lög og reglugerðir um skólastarf. Við skólafólk vitum að vettvangur þeirra verkefna liggur víða um stjórnkerfið og fer um ólík svið samfélagsins. Það er á allra ábyrgð að í þeirri vinnu sem miðar að því að gera öflugt skólastarf enn betra verði raddir skólafólks í fyrirrúmi! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun