Sigurður Ingi tekinn við af Þórdísi Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2024 09:54 Sigurður Ingi sæll með nýja starfsmannakortið að fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, lyklana að fjármálaráðuneytinu í morgun. Sigurður Ingi kemur úr innviðaráðuneytinu og Þórdís fer nú aftur í utanríkisráðuneytið. Þórdís hefur verið fjármálaráðherra frá því í október þegar Bjarni Benediktsson sagði af sér því embætti. Bjarni tók í morgun við lyklum að forsætisráðuneytinu af Katrínu Jakobsdóttur. Þórdís afhenti Sigurði starfsmannakort að ráðuneytinu. Hún sagði ekki tilefni til að hafa þessa athöfn langa. Þau væru buin að vinna lengi saman og Sigurður Ingi þekkti vel þær áskoranir sem eru í fjármálaráðuneytinu. Þangað komi nærri öll mál og hlaupabrettið sé hátt stillt. Hún sagði framúrskarandi fólk starfa í ráðuneytinu sem þekki það vel að hlaupa hratt. Þau viti bæði hver verkefnin séu. Það sé til dæmis fjármálaáætlunin. Þórdís segir það alltaf blendnar tilfinningar að skipta um ráðuneyti. Hún hafi verið rétt að byrja í fjármálaráðuneytinu og hafi aðeins verið þar í hálft ár. Hún hafi verið að vinna að fjármálaáætlun og svo hafi verið gerðir kjarasamningar og þeir samþykktir. Svo hafi málefni Grindvíkinga verið áberandi. Hún hafi ætlað sér að vera lengur í ráðuneytinu og hafi viljað það. „En þetta er pólitíkin og þetta er niðurstaðan“ sagði Þórdís. Hún sagði einnig áríðandi verkefni í utanríkisráðuneytinu og að hún takist á við þau af mikilli ábyrgð. Sigurður Ingi þakkaði Þórdísi fyrir lyklana. Hann sagðist vita að það væri framúrskarandi starfsfólk í ráðuneytinu og að hann hlakkaði til að kljást við verkefnin sem eru í ráðuneytinu. Þetta sé spennandi starf og hann hlakki til áframhaldandi samstarfs. Það sé ekki mikið eftir af kjörtímabilinu en að þau ætli að klára verkefnin á þeim tíma. Sigurður Ingi segir það góða tilfinningu að taka við nýju embætti og nýjum verkefnum. Það þurfi að sýna því auðmýkt þó hann komi ekki alveg nýr að verkefninu. Hann hafi verið í ráðherranefnd um ríkisfjármál frá árinu 2016. Það séu mikilvæg verkefni í ráðuneytinu og hann hlakki til. Sigurður Ingi segir líklegt að fjármálaáætlun verði lögð fram í næstu viku og svo verði umræður um hana. Hann segir áform ríkisstjórnarinnar metnaðarfull, sama á hvaða sviði það er. Það hafi verið lögð áhersla á húsnæðismál en líka fjárfestingar. Það verði áfram áskorun því hagvöxtur hafi farið minnkandi. Þetta jafnvægi þurfi þau í fjármálaráðuneytinu að gæta það og að það verði áfram gert. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59 Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Þórdís hefur verið fjármálaráðherra frá því í október þegar Bjarni Benediktsson sagði af sér því embætti. Bjarni tók í morgun við lyklum að forsætisráðuneytinu af Katrínu Jakobsdóttur. Þórdís afhenti Sigurði starfsmannakort að ráðuneytinu. Hún sagði ekki tilefni til að hafa þessa athöfn langa. Þau væru buin að vinna lengi saman og Sigurður Ingi þekkti vel þær áskoranir sem eru í fjármálaráðuneytinu. Þangað komi nærri öll mál og hlaupabrettið sé hátt stillt. Hún sagði framúrskarandi fólk starfa í ráðuneytinu sem þekki það vel að hlaupa hratt. Þau viti bæði hver verkefnin séu. Það sé til dæmis fjármálaáætlunin. Þórdís segir það alltaf blendnar tilfinningar að skipta um ráðuneyti. Hún hafi verið rétt að byrja í fjármálaráðuneytinu og hafi aðeins verið þar í hálft ár. Hún hafi verið að vinna að fjármálaáætlun og svo hafi verið gerðir kjarasamningar og þeir samþykktir. Svo hafi málefni Grindvíkinga verið áberandi. Hún hafi ætlað sér að vera lengur í ráðuneytinu og hafi viljað það. „En þetta er pólitíkin og þetta er niðurstaðan“ sagði Þórdís. Hún sagði einnig áríðandi verkefni í utanríkisráðuneytinu og að hún takist á við þau af mikilli ábyrgð. Sigurður Ingi þakkaði Þórdísi fyrir lyklana. Hann sagðist vita að það væri framúrskarandi starfsfólk í ráðuneytinu og að hann hlakkaði til að kljást við verkefnin sem eru í ráðuneytinu. Þetta sé spennandi starf og hann hlakki til áframhaldandi samstarfs. Það sé ekki mikið eftir af kjörtímabilinu en að þau ætli að klára verkefnin á þeim tíma. Sigurður Ingi segir það góða tilfinningu að taka við nýju embætti og nýjum verkefnum. Það þurfi að sýna því auðmýkt þó hann komi ekki alveg nýr að verkefninu. Hann hafi verið í ráðherranefnd um ríkisfjármál frá árinu 2016. Það séu mikilvæg verkefni í ráðuneytinu og hann hlakki til. Sigurður Ingi segir líklegt að fjármálaáætlun verði lögð fram í næstu viku og svo verði umræður um hana. Hann segir áform ríkisstjórnarinnar metnaðarfull, sama á hvaða sviði það er. Það hafi verið lögð áhersla á húsnæðismál en líka fjárfestingar. Það verði áfram áskorun því hagvöxtur hafi farið minnkandi. Þetta jafnvægi þurfi þau í fjármálaráðuneytinu að gæta það og að það verði áfram gert.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59 Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Katrín afhenti Bjarna lyklana að forsætisráðuneytinu Bjarni Benediktsson hefur nú tekið við lyklum að forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir afhendi honum lyklana í morgun. Katrín segist spennt fyrir nýjum verkefnum og Bjarni líka. 10. apríl 2024 08:59
Vaktin: Bjarni tekur við lyklunum úr hendi Katrínar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun taka við lyklunum að forsætisráðuneytinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur í Stjórnarráðshúsinu klukkan 8:30 í dag. Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan og á Stöð 2 Vísi. 10. apríl 2024 08:03