Svona lítur meðvirkni út Drífa Snædal skrifar 11. apríl 2024 08:00 Í lok mars hleyptu Stígamót, í samstarfi við stjórnvöld, af stað sínu árlega forvarnarátaki „Sjúkást“ þar sem jafnvægi í samskiptum eru til skoðunar út frá mismunandi einkennum, samfélagsstöðu og eiginleikum fólks. Átakið fer um allt land, í félagsmiðstöðvar, samfélagsmiðla, sem kennsluefni í skóla og víðar. Þetta gerum við til að varna því að ungt fólk (aðallega drengir) misbeiti valdi sínu gagnvart öðru ungu fólki (aðallega stúlkum) eða beiti jafnvel ofbeldi. Ekkert bendir til þess að kynbundið- og kynferðislegt ofbeldi sé að minnka, því miður. Það mun sennilega ekki gerast fyrr en staðið er með brotaþolum og það að beita ofbeldi hafi raunverulegar afleiðingar. Á sama tíma og átakið fór af stað var annað í gangi í samfélaginu. KSÍ ákvað að fara gegn eigin stefnu og velja í landsliðið leikmann sem er kærður fyrir kynferðisbrot. Leikmanninum var hampað og landsliðsþjálfarinn gekk svo langt að segjast vonast til að brotaþolinn myndi nú ekki gera meira mál úr þessu. Stjórnmálafólk, forsetaframbjóðendur og fleiri mættu á leiki í útlöndum til að hvetja grunaðan kynferðisbrotamann áfram, stuðningsaðilar KSÍ létu hvergi bilbug á sér finna og nýkjörinn formaður KSÍ varði ákvörðunina. Fjölmiðlar ræddu fæstir þessa ákvörðun og ræður þar væntanlega einhverju að faðir viðkomandi leikmanns er íþróttafréttamaður sem fáir vilja styggja, maðurinn sem var fenginn til að lýsa landsleikjunum. Það greip einfaldlega um sig múgmeðvirkni gagnvart manni sem er kærður fyrir kynferðisbrot. Á sama tíma kepptist formaður KSÍ við að segja að samtökin styddu brotaþola. Það sama hafa styrktaraðilar KSÍ hvern um annan lýst yfir þegar Stígamót hafa gert athugasemdir við stuðning þeirra við svo skipað landslið. Það virðist vera í lagi að styðja brotaþola þangað til það þarf í alvöru að kosta einhverju til, þangað til það þarf að taka afstöðu og ákvarðanir til að sýna raunverulegan stuðning í verki. Það er víst í lagi að vera grunaður um kynferðisbrot ef þú ert góður í fótbolta – það trompar allt. Skilaboðin til unga fólksins og þjóðarinnar allrar eru þau að brotaþolar eigi helst ekki að gera vesen ef mikið er í húfi. Það er líka í lagi að beita ofbeldi ef þú ert góður í íþróttum – þá er ofbeldishegðun sópað undir teppi. Þessi skilaboð eru styrkt af hverju stórfyrirtækinu af öðru og hverjum valdhafanum af öðrum. Þetta er meðvirkni í hnotskurn, ofbeldi er fordæmt alveg þangað til það er orðið eitthvað vesen. Stígamót hamast í forvörnum á meðan grunuðum kynferðisbrotamanni er hampað sem fyrirmynd. Þessi skilaboð geta beinlínis ógnað öryggi ungs fólks (aðallega stúlkna). Við förum fram á að KSÍ og styrktaraðilar þeirra geri betur og standi sannanlega með þolendum. Við förum fram á að fólk sem hefur áhrif og völd í samfélaginu standi raunverulega með brotaþolum og fordæmi ofbeldishegðun. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal KSÍ Kynferðisofbeldi Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Í lok mars hleyptu Stígamót, í samstarfi við stjórnvöld, af stað sínu árlega forvarnarátaki „Sjúkást“ þar sem jafnvægi í samskiptum eru til skoðunar út frá mismunandi einkennum, samfélagsstöðu og eiginleikum fólks. Átakið fer um allt land, í félagsmiðstöðvar, samfélagsmiðla, sem kennsluefni í skóla og víðar. Þetta gerum við til að varna því að ungt fólk (aðallega drengir) misbeiti valdi sínu gagnvart öðru ungu fólki (aðallega stúlkum) eða beiti jafnvel ofbeldi. Ekkert bendir til þess að kynbundið- og kynferðislegt ofbeldi sé að minnka, því miður. Það mun sennilega ekki gerast fyrr en staðið er með brotaþolum og það að beita ofbeldi hafi raunverulegar afleiðingar. Á sama tíma og átakið fór af stað var annað í gangi í samfélaginu. KSÍ ákvað að fara gegn eigin stefnu og velja í landsliðið leikmann sem er kærður fyrir kynferðisbrot. Leikmanninum var hampað og landsliðsþjálfarinn gekk svo langt að segjast vonast til að brotaþolinn myndi nú ekki gera meira mál úr þessu. Stjórnmálafólk, forsetaframbjóðendur og fleiri mættu á leiki í útlöndum til að hvetja grunaðan kynferðisbrotamann áfram, stuðningsaðilar KSÍ létu hvergi bilbug á sér finna og nýkjörinn formaður KSÍ varði ákvörðunina. Fjölmiðlar ræddu fæstir þessa ákvörðun og ræður þar væntanlega einhverju að faðir viðkomandi leikmanns er íþróttafréttamaður sem fáir vilja styggja, maðurinn sem var fenginn til að lýsa landsleikjunum. Það greip einfaldlega um sig múgmeðvirkni gagnvart manni sem er kærður fyrir kynferðisbrot. Á sama tíma kepptist formaður KSÍ við að segja að samtökin styddu brotaþola. Það sama hafa styrktaraðilar KSÍ hvern um annan lýst yfir þegar Stígamót hafa gert athugasemdir við stuðning þeirra við svo skipað landslið. Það virðist vera í lagi að styðja brotaþola þangað til það þarf í alvöru að kosta einhverju til, þangað til það þarf að taka afstöðu og ákvarðanir til að sýna raunverulegan stuðning í verki. Það er víst í lagi að vera grunaður um kynferðisbrot ef þú ert góður í fótbolta – það trompar allt. Skilaboðin til unga fólksins og þjóðarinnar allrar eru þau að brotaþolar eigi helst ekki að gera vesen ef mikið er í húfi. Það er líka í lagi að beita ofbeldi ef þú ert góður í íþróttum – þá er ofbeldishegðun sópað undir teppi. Þessi skilaboð eru styrkt af hverju stórfyrirtækinu af öðru og hverjum valdhafanum af öðrum. Þetta er meðvirkni í hnotskurn, ofbeldi er fordæmt alveg þangað til það er orðið eitthvað vesen. Stígamót hamast í forvörnum á meðan grunuðum kynferðisbrotamanni er hampað sem fyrirmynd. Þessi skilaboð geta beinlínis ógnað öryggi ungs fólks (aðallega stúlkna). Við förum fram á að KSÍ og styrktaraðilar þeirra geri betur og standi sannanlega með þolendum. Við förum fram á að fólk sem hefur áhrif og völd í samfélaginu standi raunverulega með brotaþolum og fordæmi ofbeldishegðun. Höfundur er talskona Stígamóta.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun