Kirkja sem þorir Erna Kristín Stefánsdóttir og Sindri Geir Óskarsson skrifa 11. apríl 2024 10:01 Í aðdraganda biskupskjörs hafa ýmis sjónarmið komið fram, ýmist um kosti þeirra ólíku kandídata sem í boði eru, eða þá að fólk veltir hreinlega fyrir sér af hverju það sé þörf á að hafa biskup. Hvort það þurfi virkilega silkihúfu í punt embætti til að stjórna kirkjunni. Sem betur fer er það ekki lengur svo að biskup stjórni kirkjunni eða sé í forstjóra hlutverki. Biskup hefur hins vegar það mikilvæga hlutverk að vera hirðir kirkjunnar, vera leiðtogi sem setur tóninn fyrir þá stefnu sem þjóðkirkjan tekur og vera andlit þjóðkirkjunnar. Nú styttist í að nýr biskup verði kjörinn. Rúmlega 2000 manns af landinu öllu fá frá og með deginum í dag og næstu daga að velja þann biskup sem líklega mótar þjóðkirkjuna næsta áratuginn ef ekki lengur. Þau sem að valinu koma verða að horfa fram á veginn og eftir að hafa kynnt okkur vel þau þrjú sem eru í kjöri erum við sannfærð um að Guðrún Karls Helgudóttir sé sá biskup sem kirkjan þarfnast. Þjóðkirkjan þarf að eiga samfylgd með þjóðinni og því mikilvægt að huga að því hvernig við viljum að kirkjan birtist fólki og hvernig við þjónum fólkinu í landinu sem best. Kirkjan þarf því biskup sem er framsækinn og fær um að halda á lofti jákvæðri ásýnd kirkjunnar. Guðrún hefur sýnt að hún þorir að mæta samfélaginu eins og það er, hún notar samfélagsmiðla til að opna kirkjuna og leyfir sér að orða boðskapinn á skiljanlegri íslensku. Hún kemur til dyrana eins og hún er og brennur fyrir því að kirkjan sé samferða samfélaginu á þeirri vegferð að vaxa í kærleika og von. Það er algjörlega undir kirkjunni sjálfri komið hvort að sá dýrmæti boðskapur sem við viljum bera áfram komist til skila. Við þurfum að vera í sókn, og þar treystum við Guðrúnu til að leiða okkur. Ekki bara af því að hún hefur hæfileika og metnað til að nýta nýjar leiðir til að ná til fólks, heldur vegna þess að hún hefur ríka yfirsýn yfir málefnum kirkjunnar og þekkingu á innviðum hennar. Ekki síst er ljóst að hún hefur trú á kirkjunni og býr yfir þeim kjarki að vera tilbúin að mæta þeim áskorunum sem fylgja að vera kristin kirkja í samtímanum. Kristinn boðskapur er ummyndandi og á fullt erindi við íslenskt samfélag sem er klárlega andlega leitandi. En það þarf að bjóða upp á fjölbreytni í kirkjunni, við þurfum að þora að gera tilraunir, prófa okkur áfram, bjóða upp á ólíkar leiðir fyrir ólíkt fólk, það hefur Guðrún leyft sér að gera sem sóknarprestur í Grafarvogi. Ef að kirkjan á að vera trúverðug þarf hún að geta staðið með sínum boðskapi þegar á reynir. Þegar okkur mæta mannúðarkrísur, þegar samfélagið tekst á við bakslag í réttindabaráttu minnihlutahópa, þá þarf biskup að þora að stíga fram og tala fyrir gildum Jesú Krists, kærleika, von, friði, náð og mannhelgi. Biskup þarf að vera óhræddur við að tala fyrir mannréttindum, tala fyrir friði og hvetja samfélagið til að feta friðar- og kærleiksveg. Þar vitum við að hjarta Guðrúnar er, orð hennar og verk hafa sýnt það þar sem hún hefur meðal annars beitt sér fyrir málefnum jaðarsamfélaga án þess að hika og staðið með þeim sem minna mega sín. Við þurfum biskup sem þorir, því samfélagið þarfnast kirkju sem þorir. Þorir að standa með sínum kjarnaboðskap þótt á móti blási, þorir að teygja sig í nýjar áttir og þorir að ganga í takti við samfélagið til móts við framtíðina. Friður Guðs sé með ykkur. Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur.Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Í aðdraganda biskupskjörs hafa ýmis sjónarmið komið fram, ýmist um kosti þeirra ólíku kandídata sem í boði eru, eða þá að fólk veltir hreinlega fyrir sér af hverju það sé þörf á að hafa biskup. Hvort það þurfi virkilega silkihúfu í punt embætti til að stjórna kirkjunni. Sem betur fer er það ekki lengur svo að biskup stjórni kirkjunni eða sé í forstjóra hlutverki. Biskup hefur hins vegar það mikilvæga hlutverk að vera hirðir kirkjunnar, vera leiðtogi sem setur tóninn fyrir þá stefnu sem þjóðkirkjan tekur og vera andlit þjóðkirkjunnar. Nú styttist í að nýr biskup verði kjörinn. Rúmlega 2000 manns af landinu öllu fá frá og með deginum í dag og næstu daga að velja þann biskup sem líklega mótar þjóðkirkjuna næsta áratuginn ef ekki lengur. Þau sem að valinu koma verða að horfa fram á veginn og eftir að hafa kynnt okkur vel þau þrjú sem eru í kjöri erum við sannfærð um að Guðrún Karls Helgudóttir sé sá biskup sem kirkjan þarfnast. Þjóðkirkjan þarf að eiga samfylgd með þjóðinni og því mikilvægt að huga að því hvernig við viljum að kirkjan birtist fólki og hvernig við þjónum fólkinu í landinu sem best. Kirkjan þarf því biskup sem er framsækinn og fær um að halda á lofti jákvæðri ásýnd kirkjunnar. Guðrún hefur sýnt að hún þorir að mæta samfélaginu eins og það er, hún notar samfélagsmiðla til að opna kirkjuna og leyfir sér að orða boðskapinn á skiljanlegri íslensku. Hún kemur til dyrana eins og hún er og brennur fyrir því að kirkjan sé samferða samfélaginu á þeirri vegferð að vaxa í kærleika og von. Það er algjörlega undir kirkjunni sjálfri komið hvort að sá dýrmæti boðskapur sem við viljum bera áfram komist til skila. Við þurfum að vera í sókn, og þar treystum við Guðrúnu til að leiða okkur. Ekki bara af því að hún hefur hæfileika og metnað til að nýta nýjar leiðir til að ná til fólks, heldur vegna þess að hún hefur ríka yfirsýn yfir málefnum kirkjunnar og þekkingu á innviðum hennar. Ekki síst er ljóst að hún hefur trú á kirkjunni og býr yfir þeim kjarki að vera tilbúin að mæta þeim áskorunum sem fylgja að vera kristin kirkja í samtímanum. Kristinn boðskapur er ummyndandi og á fullt erindi við íslenskt samfélag sem er klárlega andlega leitandi. En það þarf að bjóða upp á fjölbreytni í kirkjunni, við þurfum að þora að gera tilraunir, prófa okkur áfram, bjóða upp á ólíkar leiðir fyrir ólíkt fólk, það hefur Guðrún leyft sér að gera sem sóknarprestur í Grafarvogi. Ef að kirkjan á að vera trúverðug þarf hún að geta staðið með sínum boðskapi þegar á reynir. Þegar okkur mæta mannúðarkrísur, þegar samfélagið tekst á við bakslag í réttindabaráttu minnihlutahópa, þá þarf biskup að þora að stíga fram og tala fyrir gildum Jesú Krists, kærleika, von, friði, náð og mannhelgi. Biskup þarf að vera óhræddur við að tala fyrir mannréttindum, tala fyrir friði og hvetja samfélagið til að feta friðar- og kærleiksveg. Þar vitum við að hjarta Guðrúnar er, orð hennar og verk hafa sýnt það þar sem hún hefur meðal annars beitt sér fyrir málefnum jaðarsamfélaga án þess að hika og staðið með þeim sem minna mega sín. Við þurfum biskup sem þorir, því samfélagið þarfnast kirkju sem þorir. Þorir að standa með sínum kjarnaboðskap þótt á móti blási, þorir að teygja sig í nýjar áttir og þorir að ganga í takti við samfélagið til móts við framtíðina. Friður Guðs sé með ykkur. Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur.Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun