Leyndarmálin á Messenger muni síður líta dagsins ljós Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. apríl 2024 18:15 Atli Stefán heldur hér á hundinum Krumpu. Hann hvetur notendur Messenger til að samþykkja öryggisbreytinguna. vísir/einar árnason Tregða í samskiptaforritinu Messenger stafar af öryggisuppfærslu sem felur í sér dulkóðun samskipta. Þetta segir sérfræðingur sem hvetur fólk til hlaða niður forritinu í tölvunni í stað þess að nýta vafra, vilji það nota forritið snurðulaust. Messenger hefur undanfarið gert marga gráhærða. Sumir hafa lent í því að geta ekki flett upp manneskju sem viðkomandi er reglulega í sambandi við og þá virðast heilu samskiptasögurnar horfnar. Ástæðan er sú að Meta, félagið sem á Messenger, Facebook og fleiri smáforrit, keyrði nýlega í gegn öryggisbreytingu, svokallaða „end to end breytingu.“ „Þetta þýðir að skilaboðin eru ekki lengur aðgengileg starfsfólki Meta heldur ert þú, sem eigandi spjallsins, notandinn með lykil sitt hvoru megin. Þú átt gögnin og þau geta ekki komist í þau,“ segir Atli Stefán Yngvason, einn stjórnenda Tæknivarpsins. Með öryggisbreytingunni er búið að lágmarka áhættuna á stóra Facebook lekanum sem flestir óttast, enda kæmi það mörgum í vandræði ef einkasamskipti verða gerð opinber. „Þarna er verið að reyna að tryggja friðhelgi einkalífsins og gæta persónuverndar. Skilaboðin þín eru ekki bara þín persónuvernd heldur allra þeirra sem þú talar við.“ Netvafrinn oftast vandamálið Ástæða þess að Messenger hagar sér furðulega hjá sumum eftir breytinguna er sú að ekki allir sem viðkomandi notandi talar við hafa samþykkt dulkóðunina auk þess sem hún er ekki studd í öllum netvöfrum. Atli mælir með því að fólk hlaði niður Messenger smáforritinu í tölvunni í stað þess að nota það í gegnum vafra á borð við Chrome eða Safari. „Ég mæli með að fólk fari í gegnum þetta ferli og setji lykilorð sem enginn veit nema þú þannig þú sért farinn að dulkóða þína samskiptasögu.“ Með öryggisbreytingunni sé Meta einnig að tryggja að lenda ekki í skaðabótamáli leki samskipti út. „Nú ert þú með lykilinn. Þú ert með valdið þannig þú þarft að gæta þín líka. Ég mæli með að hafa þennan kóða ekki skrifaðan niður í Notes í símanum þínum.“ Þá minnir hann á að notandinn er varan þegar kemur að Messenger. „Þú ert varan þarna, það er verið að hagnast á þér og þínum upplýsingum og þá eru aðrir hagsmunir sem leiða þar. Signal er mjög gott dæmi um skilaboðaþjónustu sem er sjálfstætt starfandi og rekin af óhagnaðardrifnum samtökum sem gæta öryggis og hafa alltaf verið með dulkóðun alla leið, að minnsta kosti allt frá því að ég byrjaði að nota þjónustuna. Ég mæli eindregið með því að nota þannig þjónustur, hjá þeim sem eru ekki að reyna að selja þig einhverjum öðrum.“ Meta Facebook Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Messenger hefur undanfarið gert marga gráhærða. Sumir hafa lent í því að geta ekki flett upp manneskju sem viðkomandi er reglulega í sambandi við og þá virðast heilu samskiptasögurnar horfnar. Ástæðan er sú að Meta, félagið sem á Messenger, Facebook og fleiri smáforrit, keyrði nýlega í gegn öryggisbreytingu, svokallaða „end to end breytingu.“ „Þetta þýðir að skilaboðin eru ekki lengur aðgengileg starfsfólki Meta heldur ert þú, sem eigandi spjallsins, notandinn með lykil sitt hvoru megin. Þú átt gögnin og þau geta ekki komist í þau,“ segir Atli Stefán Yngvason, einn stjórnenda Tæknivarpsins. Með öryggisbreytingunni er búið að lágmarka áhættuna á stóra Facebook lekanum sem flestir óttast, enda kæmi það mörgum í vandræði ef einkasamskipti verða gerð opinber. „Þarna er verið að reyna að tryggja friðhelgi einkalífsins og gæta persónuverndar. Skilaboðin þín eru ekki bara þín persónuvernd heldur allra þeirra sem þú talar við.“ Netvafrinn oftast vandamálið Ástæða þess að Messenger hagar sér furðulega hjá sumum eftir breytinguna er sú að ekki allir sem viðkomandi notandi talar við hafa samþykkt dulkóðunina auk þess sem hún er ekki studd í öllum netvöfrum. Atli mælir með því að fólk hlaði niður Messenger smáforritinu í tölvunni í stað þess að nota það í gegnum vafra á borð við Chrome eða Safari. „Ég mæli með að fólk fari í gegnum þetta ferli og setji lykilorð sem enginn veit nema þú þannig þú sért farinn að dulkóða þína samskiptasögu.“ Með öryggisbreytingunni sé Meta einnig að tryggja að lenda ekki í skaðabótamáli leki samskipti út. „Nú ert þú með lykilinn. Þú ert með valdið þannig þú þarft að gæta þín líka. Ég mæli með að hafa þennan kóða ekki skrifaðan niður í Notes í símanum þínum.“ Þá minnir hann á að notandinn er varan þegar kemur að Messenger. „Þú ert varan þarna, það er verið að hagnast á þér og þínum upplýsingum og þá eru aðrir hagsmunir sem leiða þar. Signal er mjög gott dæmi um skilaboðaþjónustu sem er sjálfstætt starfandi og rekin af óhagnaðardrifnum samtökum sem gæta öryggis og hafa alltaf verið með dulkóðun alla leið, að minnsta kosti allt frá því að ég byrjaði að nota þjónustuna. Ég mæli eindregið með því að nota þannig þjónustur, hjá þeim sem eru ekki að reyna að selja þig einhverjum öðrum.“
Meta Facebook Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira