Kane fær ekki að spila á Króknum Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2024 13:06 DeAndre Kane verður ekki með Grindavík á mánudaginn og það er vatn á myllu Tindastóls. vísir/Vilhelm Aga- og úrskurðanefnd KKÍ hefur samkvæmt upplýsingum Vísis dæmt DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur, í eins leiks bann. Bann hefur vofað yfir Kane allt frá því að hann þótti láta illa í garð dómara leiksins við Stjörnuna í Garðabæ fyrir hálfum mánuði, í næstsíðustu umferð Subway-deildarinnar í körfubolta. Niðurstaða í málinu tafðist hins vegar vegna þess að Grindvíkingum var ekki veittur kostur á að andmæla kæru, því tölvupóstur til þeirra fór ekki á rétt netfang. Upphaflega átti Kane að fara í tveggja leikja bann en nú þegar málið hefur dregist, og Grindvíkingar fengið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, er niðurstaðan eins leiks bann. Vegna þess að niðurstaða var ekki komin í málið í gær gat Kane spilað með Grindavík í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppninni, þegar það vann afar öruggan sigur á Íslandsmeisturum Tindastóls í Smáranum. Kane var atkvæðamikill með 21 stig, sex stoðsendingar og fimm fráköst í leiknum. Kane verður hins vegar ekki með í leik tvö í einvíginu, á Sauðárkróki á mánudaginn, en vinna þarf þrjá leiki í einvíginu til að komast í undanúrslit. Mögulega mætir hann því á Krókinn í leik fjögur. Samkvæmt reglum KKÍ geta Grindvíkingar ekki áfrýjað úrskurðinum, þar sem að bannið er styttra en þrír leikir. Kane var gefið að sök að hafa gengið ógnandi að dómara í leiknum við Stjörnuna á skírdag, 28. mars, eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan, eftir að hann taldi á sér brotið án þess að villa væri dæmd. Eftir að leiknum var lokið mun Kane einnig hafa látið niðurlægjandi orð falla í garð dómaranna, en eins og heyra má í myndbandinu segir hann þá vera „fokking skelfilega“ (e. fucking terrible). Grindavík tapaði leiknum gegn Stjörnunni, 91-90, og er það eina tap liðsins í Subway-deildinni síðan í desember. Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir „Er ekki einu sinni gult spjald í Bestu deildinni“ Leikbann vofir yfir DeAndre Kane, leikmanni Grindavíkur, vegna atviks sem átti sér stað í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á dögunum. 12. apríl 2024 12:01 „Lætur mann heyra það og er svo allt í einu hlæjandi“ Valur Orri Valsson segir mál liðsfélaga síns hjá Grindavík, DeAndre Kane, „furðulegt“. Hann sé frábær liðsfélagi og mikil tilfinningavera sem haldi öðrum á tánum. 12. apríl 2024 11:30 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
Bann hefur vofað yfir Kane allt frá því að hann þótti láta illa í garð dómara leiksins við Stjörnuna í Garðabæ fyrir hálfum mánuði, í næstsíðustu umferð Subway-deildarinnar í körfubolta. Niðurstaða í málinu tafðist hins vegar vegna þess að Grindvíkingum var ekki veittur kostur á að andmæla kæru, því tölvupóstur til þeirra fór ekki á rétt netfang. Upphaflega átti Kane að fara í tveggja leikja bann en nú þegar málið hefur dregist, og Grindvíkingar fengið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, er niðurstaðan eins leiks bann. Vegna þess að niðurstaða var ekki komin í málið í gær gat Kane spilað með Grindavík í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppninni, þegar það vann afar öruggan sigur á Íslandsmeisturum Tindastóls í Smáranum. Kane var atkvæðamikill með 21 stig, sex stoðsendingar og fimm fráköst í leiknum. Kane verður hins vegar ekki með í leik tvö í einvíginu, á Sauðárkróki á mánudaginn, en vinna þarf þrjá leiki í einvíginu til að komast í undanúrslit. Mögulega mætir hann því á Krókinn í leik fjögur. Samkvæmt reglum KKÍ geta Grindvíkingar ekki áfrýjað úrskurðinum, þar sem að bannið er styttra en þrír leikir. Kane var gefið að sök að hafa gengið ógnandi að dómara í leiknum við Stjörnuna á skírdag, 28. mars, eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan, eftir að hann taldi á sér brotið án þess að villa væri dæmd. Eftir að leiknum var lokið mun Kane einnig hafa látið niðurlægjandi orð falla í garð dómaranna, en eins og heyra má í myndbandinu segir hann þá vera „fokking skelfilega“ (e. fucking terrible). Grindavík tapaði leiknum gegn Stjörnunni, 91-90, og er það eina tap liðsins í Subway-deildinni síðan í desember.
Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir „Er ekki einu sinni gult spjald í Bestu deildinni“ Leikbann vofir yfir DeAndre Kane, leikmanni Grindavíkur, vegna atviks sem átti sér stað í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á dögunum. 12. apríl 2024 12:01 „Lætur mann heyra það og er svo allt í einu hlæjandi“ Valur Orri Valsson segir mál liðsfélaga síns hjá Grindavík, DeAndre Kane, „furðulegt“. Hann sé frábær liðsfélagi og mikil tilfinningavera sem haldi öðrum á tánum. 12. apríl 2024 11:30 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
„Er ekki einu sinni gult spjald í Bestu deildinni“ Leikbann vofir yfir DeAndre Kane, leikmanni Grindavíkur, vegna atviks sem átti sér stað í leik Stjörnunnar og Grindavíkur á dögunum. 12. apríl 2024 12:01
„Lætur mann heyra það og er svo allt í einu hlæjandi“ Valur Orri Valsson segir mál liðsfélaga síns hjá Grindavík, DeAndre Kane, „furðulegt“. Hann sé frábær liðsfélagi og mikil tilfinningavera sem haldi öðrum á tánum. 12. apríl 2024 11:30