Áttaði sig ekki á atvikinu fyrr en hann sá vegfarandann falla í götuna Jón Þór Stefánsson skrifar 12. apríl 2024 13:27 Slysið átti sér stað á gatnamótum Strandgötu og Hofsbrautar á Akureyri. Vísir/Vilhelm Gangandi vegfarandi lést eftir umferðarslys á Akureyri í ágúst 2022. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur birt skýrslu um atvikið, en þar segir að megin ástæða slyssins hafi verið sú að ökumaðurinn hafi ekki gætt nægilega vel að umferð gangandi vegfarenda, sem átti forgang. Þó er tekið fram að orsakir slyssins hafi verið fleiri, og að mögulega væri bíllinn sem ekið var á manninn þannig hannaður að illa hafi mátt sjá vegfarandann. Ökumaðurinn ók Mercedes Benz fólksbíl um Strandgötu á Akureyri, og ætlaði að beygja inn á Hofsbraut. Í sömu andrá var gangandi vegfarandinn að fara fyrir Hofsbraut, og varð fyrir bílnum og slasaðist alvarlega við áreksturinn. Hann lést daginn eftir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Að sögn ökumannsins var hann með hugann við umferð úr gagnstæðri átt um Strandgötu þegar hann var að taka beygjuna. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við vegfarandann fyrr en áraksturinn varð, en taldi sig þá hafa ekið upp á kantstein umferðareyju. Hann hafi í raun ekki áttað sig á því hvað hafi átt sér stað fyrr en hann leit til vinstri og sá vegfarandann falla í götuna. Vettvangur slyssins.RNSA Myndbandsupptaka er til af árekstrinum. Þar segir að bílnum hafi verið ekið á fimmtán kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er fimmtíu kílómetrar. Fram kemur að í upptökunni sjáist ekki að stefnuljós hafi ekki verið notað. „Frá því að ökumaður byrjaði að beygja bifreiðinni þar til slysið varð, leið u.þ.b. ein sekúnda. Það er sá tími sem gangandi vegfarandinn hafði til að átta sig á stefnubreytingu bifreiðarinnar og bregðast við ef stefnuljós var ekki notað,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar. Ófullnægjandi merkingar Byggingaframkvæmdir voru í gangi skammt frá vettvangi slyssins, en í skýrslunni segir að færsla gatnamóta og merkingar þar hafi ekki verið fullnægjandi. „Aðgreining gangandi og akandi umferðar við byggingarframkvæmdir voru götumerktar með óbrotnum línum og engin hindrun eða vörn var fyrir óvarða gangandi vegfarendur við gatnamótin. Ekki var gert ráð fyrir að gangandi vegfarendur þveruðu Hofsbót við gatnamótin sem takmarkaði leiðarval gangandi vegfarenda við sunnanverða Hofsbót. Rangar merkingar voru á akbraut Hofsbótar sem gátu gefið til kynna að einstefna væri á Hofsbót til norðvesturs.“ Þar að auki vantaði öryggisáætlun fyrir framkvæmdir við veg. Fram kemur að hvorki hafi verið unnin formleg öryggisáætlun né skipaður eftirlitsmaður til að framfylgja henni af veghaldara. Illa sást úr Benzinum Á meðal þess sem er til umfjöllunar í skýrslunni er að svokallaður A-póstur Mercedes Benz bílsins, það er að segja bitinn milli framrúðu og hliðarrúðu ökumannssætis. Pósturinn er sagður þannig hannaður að „blinda svæðið við vinstra framhorn er stórt og minnkar útsýn ökumanns talsvert, sérstaklega þegar beygt er til vinstri.“ Jafnframt skyggi hliðarspegill bílsins á þá útsýn. Úr skýrslu rannsóknarnefndar.RNSA Sviðsettu atburðinn Lögreglan sviðssetti atvikið þar sem lögreglumaður gekk sömu leið og hinn látni um leið og Mercedes Benz bíl var ekið líkt og í slysinu. Í sviðsetningunni endaði gangandi vegfarandann í blinda svæðinu á bak við A-póstinn. „Því er mögulegt að ökumaður Mercedes Benz bifreiðarinnar hafi ekki orðið var við gangandi vegfarandann fyrr en árekstur varð,“ segir í skýrslunni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur Akureyrarbæ til að sjá til þess að bætt sé úr merkingum og gönguþverunum við vinnusvæði Hofsbótar, þar sem slysið varð, til að auka umferðaröryggi og þar með tryggja öryggi óvarinna vegfarenda um svæðið. Jafnframt er bæjarfélagið hvatt til þess að vinna öryggisáætlun og skipa eftirlitsmann þegar framkvæmdir hafa áhrif á umferð gangandi eða akandi. Akureyri Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Ökumaðurinn ók Mercedes Benz fólksbíl um Strandgötu á Akureyri, og ætlaði að beygja inn á Hofsbraut. Í sömu andrá var gangandi vegfarandinn að fara fyrir Hofsbraut, og varð fyrir bílnum og slasaðist alvarlega við áreksturinn. Hann lést daginn eftir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Að sögn ökumannsins var hann með hugann við umferð úr gagnstæðri átt um Strandgötu þegar hann var að taka beygjuna. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við vegfarandann fyrr en áraksturinn varð, en taldi sig þá hafa ekið upp á kantstein umferðareyju. Hann hafi í raun ekki áttað sig á því hvað hafi átt sér stað fyrr en hann leit til vinstri og sá vegfarandann falla í götuna. Vettvangur slyssins.RNSA Myndbandsupptaka er til af árekstrinum. Þar segir að bílnum hafi verið ekið á fimmtán kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er fimmtíu kílómetrar. Fram kemur að í upptökunni sjáist ekki að stefnuljós hafi ekki verið notað. „Frá því að ökumaður byrjaði að beygja bifreiðinni þar til slysið varð, leið u.þ.b. ein sekúnda. Það er sá tími sem gangandi vegfarandinn hafði til að átta sig á stefnubreytingu bifreiðarinnar og bregðast við ef stefnuljós var ekki notað,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar. Ófullnægjandi merkingar Byggingaframkvæmdir voru í gangi skammt frá vettvangi slyssins, en í skýrslunni segir að færsla gatnamóta og merkingar þar hafi ekki verið fullnægjandi. „Aðgreining gangandi og akandi umferðar við byggingarframkvæmdir voru götumerktar með óbrotnum línum og engin hindrun eða vörn var fyrir óvarða gangandi vegfarendur við gatnamótin. Ekki var gert ráð fyrir að gangandi vegfarendur þveruðu Hofsbót við gatnamótin sem takmarkaði leiðarval gangandi vegfarenda við sunnanverða Hofsbót. Rangar merkingar voru á akbraut Hofsbótar sem gátu gefið til kynna að einstefna væri á Hofsbót til norðvesturs.“ Þar að auki vantaði öryggisáætlun fyrir framkvæmdir við veg. Fram kemur að hvorki hafi verið unnin formleg öryggisáætlun né skipaður eftirlitsmaður til að framfylgja henni af veghaldara. Illa sást úr Benzinum Á meðal þess sem er til umfjöllunar í skýrslunni er að svokallaður A-póstur Mercedes Benz bílsins, það er að segja bitinn milli framrúðu og hliðarrúðu ökumannssætis. Pósturinn er sagður þannig hannaður að „blinda svæðið við vinstra framhorn er stórt og minnkar útsýn ökumanns talsvert, sérstaklega þegar beygt er til vinstri.“ Jafnframt skyggi hliðarspegill bílsins á þá útsýn. Úr skýrslu rannsóknarnefndar.RNSA Sviðsettu atburðinn Lögreglan sviðssetti atvikið þar sem lögreglumaður gekk sömu leið og hinn látni um leið og Mercedes Benz bíl var ekið líkt og í slysinu. Í sviðsetningunni endaði gangandi vegfarandann í blinda svæðinu á bak við A-póstinn. „Því er mögulegt að ökumaður Mercedes Benz bifreiðarinnar hafi ekki orðið var við gangandi vegfarandann fyrr en árekstur varð,“ segir í skýrslunni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur Akureyrarbæ til að sjá til þess að bætt sé úr merkingum og gönguþverunum við vinnusvæði Hofsbótar, þar sem slysið varð, til að auka umferðaröryggi og þar með tryggja öryggi óvarinna vegfarenda um svæðið. Jafnframt er bæjarfélagið hvatt til þess að vinna öryggisáætlun og skipa eftirlitsmann þegar framkvæmdir hafa áhrif á umferð gangandi eða akandi.
Akureyri Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira