Johnson leitaði á náðir Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2024 17:04 Mike Johnson og Donald Trump í Mar-a-Lago í gær. AP/Wilfredo Lee Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, leitaði í gær á náðir Donalds Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins. Johnson hefur átt í miklu basli með þingflokk sinn sem hefur mjög nauman meirihluta á þingi og nánir stuðningsmenn Trumps hafa unnið gegn honum. Má þar helst nefna Marjorie Taylor Greene, sem ætlar mögulega að reyna að velta honum úr sessi. Eftir fund Johnson og Trump í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trump í Flórída, lýsti Trump því yfir að Johnson hefði staðið sig vel í starfi og nyti stuðnings síns. Sjá einnig: Erfiðir dagar í vændum á óreiðukenndu þingi Saman lýstu þeir því yfir að leggja ætti fram nýtt frumvarp sem ætlað væri að koma í veg fyrir það að innflytjendur, sem ekki eru bandarískir ríkisborgarar, kjósi í Bandaríkjunum. Sem er eitthvað sem gerist ekki þar í landi. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar eru það lögbrot að taka þátt í kosningum í Bandaríkjunum án ríkisborgararéttar og er einkar sjaldgæft að fólki reyni það. Slík tilfelli hafa komið upp en sérfræðingar segja að í yfirgnæfandi meirihluta atvika sé um að ræða löglega innflytjendur sem hafi ranglega talið að þau væru komin með kosningarétt. Trump stofnaði eftir forstakosningarnar 2016 sérstaka nefnd sem átti að rannsaka slík tilfelli þar sem hann sagði að eina ástæðan fyrir því að hann hefði fengið færri atkvæði á landsvísu en Hillary Clinton, væri að fjöldi fólks sem væri ekki ríkisborgarar hefðu tekið þátt í kosningunum. Nefndin var á endanum lögð niður án þess að finna eitt dæmi um slíkt. Þrátt fyrir það lýstu Johnson og Trump yfir áhyggjum af flæði farand- og flóttafólks til Bandaríkjanna og því að þetta fólk gæti tekið þátt í kosningunum. Líktu þeir ástandinu við innrás. Trump kallaði eftir því að Joe Biden, forseti, lokaði landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Umferð farand- og flóttafólks um landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó hefur aukist verulega og hefur Trump farið hörðum orðum um Joe Biden, sitjandi forseta og mótframbjóðanda sinn, vegna ástandsins. Trump sjálfur kom þó í veg fyrir umfangsmiklar aðgerðir á landamærunum þegar hann skipaði Repúblikönum að samþykkja ekki frumvarp sem þingmenn beggja flokka hefðu komið að því að semja og sagði hann opinberlega að ástæðan væri sú að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden. Sjá einnig: Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Trump hefur ítrekað lýst farand- og flóttafólki sem dýrum á undanförnum vikum. Óttast að aðgerðir komi niður á borgurum Frumvarp sem Johnson og Trump lýstu í gær, myndi líklega aldrei fara í gegnum öldungadeildinar, þar sem Demókratar eru með nauman meirihluta. Því er að öllum líkindum eingöngu ætlað að vera notað gegn Demókrötum í kosningunum í nóvember. Ein af ástæðum þess að Demókratar óttast aðgerðir eins og þær sem Johnson og Trupm lýstu í gær er að þegar þær hafa verið reyndar áður hafa þær komið niður á fólki með kosningarétt. Þetta var til að mynda reynt í Texas árið 2019 og þá ætluðu Repúblikanar í leiðinni að meina tugum þúsunda manna með ríkisborgararrétt að taka þátt í kosningum. Tilraunin var stöðvuð af alríkisdómara og sagði innanríkisráðherra Texas af sér í kjölfarið. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump lætur reyna á þagnarskylduna Innan við tveimur vikum eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var meinað af dómara að tjá sig með niðrandi og æsandi hætti um dóttur dómarans, vitni, kviðdómendur og aðra sem að réttarhöldunum gegn honum í New York koma, hefur Trump gagnrýnt tvo líkleg og mikilvæg vitni á samfélagsmiðlum. 12. apríl 2024 14:11 Vill herja á Trump vegna þungunarrofs Miklar deilur mynduðust á þingi Arizona í Bandaríkjunum í gær þegar Repúblikanar komu í veg fyrir umræðu um að fella úr gildi 160 ára gömul lög um bann við þungunarrofi sem voru nýverið endurvakin af hæstarétti ríkisins. „Skömm, Skömm!“ var kallað í þingsalnum þegar umræðan var stöðvuð. 11. apríl 2024 16:17 „Ég nota orðið dýr því það er það sem þau eru“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, sagði farand- og flóttafólk aftur vera „dýr“ í kosningaræðu í Michigan í gær. Þá endurtók hann gömul ummæli um að ráðamenn annarra ríkja væru að senda glæpamenn til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti. 3. apríl 2024 10:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Má þar helst nefna Marjorie Taylor Greene, sem ætlar mögulega að reyna að velta honum úr sessi. Eftir fund Johnson og Trump í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trump í Flórída, lýsti Trump því yfir að Johnson hefði staðið sig vel í starfi og nyti stuðnings síns. Sjá einnig: Erfiðir dagar í vændum á óreiðukenndu þingi Saman lýstu þeir því yfir að leggja ætti fram nýtt frumvarp sem ætlað væri að koma í veg fyrir það að innflytjendur, sem ekki eru bandarískir ríkisborgarar, kjósi í Bandaríkjunum. Sem er eitthvað sem gerist ekki þar í landi. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar eru það lögbrot að taka þátt í kosningum í Bandaríkjunum án ríkisborgararéttar og er einkar sjaldgæft að fólki reyni það. Slík tilfelli hafa komið upp en sérfræðingar segja að í yfirgnæfandi meirihluta atvika sé um að ræða löglega innflytjendur sem hafi ranglega talið að þau væru komin með kosningarétt. Trump stofnaði eftir forstakosningarnar 2016 sérstaka nefnd sem átti að rannsaka slík tilfelli þar sem hann sagði að eina ástæðan fyrir því að hann hefði fengið færri atkvæði á landsvísu en Hillary Clinton, væri að fjöldi fólks sem væri ekki ríkisborgarar hefðu tekið þátt í kosningunum. Nefndin var á endanum lögð niður án þess að finna eitt dæmi um slíkt. Þrátt fyrir það lýstu Johnson og Trump yfir áhyggjum af flæði farand- og flóttafólks til Bandaríkjanna og því að þetta fólk gæti tekið þátt í kosningunum. Líktu þeir ástandinu við innrás. Trump kallaði eftir því að Joe Biden, forseti, lokaði landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Umferð farand- og flóttafólks um landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó hefur aukist verulega og hefur Trump farið hörðum orðum um Joe Biden, sitjandi forseta og mótframbjóðanda sinn, vegna ástandsins. Trump sjálfur kom þó í veg fyrir umfangsmiklar aðgerðir á landamærunum þegar hann skipaði Repúblikönum að samþykkja ekki frumvarp sem þingmenn beggja flokka hefðu komið að því að semja og sagði hann opinberlega að ástæðan væri sú að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden. Sjá einnig: Snerist hugur nokkrum tímum eftir að hann sagði aðgerðir nauðsynlegar Trump hefur ítrekað lýst farand- og flóttafólki sem dýrum á undanförnum vikum. Óttast að aðgerðir komi niður á borgurum Frumvarp sem Johnson og Trump lýstu í gær, myndi líklega aldrei fara í gegnum öldungadeildinar, þar sem Demókratar eru með nauman meirihluta. Því er að öllum líkindum eingöngu ætlað að vera notað gegn Demókrötum í kosningunum í nóvember. Ein af ástæðum þess að Demókratar óttast aðgerðir eins og þær sem Johnson og Trupm lýstu í gær er að þegar þær hafa verið reyndar áður hafa þær komið niður á fólki með kosningarétt. Þetta var til að mynda reynt í Texas árið 2019 og þá ætluðu Repúblikanar í leiðinni að meina tugum þúsunda manna með ríkisborgararrétt að taka þátt í kosningum. Tilraunin var stöðvuð af alríkisdómara og sagði innanríkisráðherra Texas af sér í kjölfarið.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Trump lætur reyna á þagnarskylduna Innan við tveimur vikum eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var meinað af dómara að tjá sig með niðrandi og æsandi hætti um dóttur dómarans, vitni, kviðdómendur og aðra sem að réttarhöldunum gegn honum í New York koma, hefur Trump gagnrýnt tvo líkleg og mikilvæg vitni á samfélagsmiðlum. 12. apríl 2024 14:11 Vill herja á Trump vegna þungunarrofs Miklar deilur mynduðust á þingi Arizona í Bandaríkjunum í gær þegar Repúblikanar komu í veg fyrir umræðu um að fella úr gildi 160 ára gömul lög um bann við þungunarrofi sem voru nýverið endurvakin af hæstarétti ríkisins. „Skömm, Skömm!“ var kallað í þingsalnum þegar umræðan var stöðvuð. 11. apríl 2024 16:17 „Ég nota orðið dýr því það er það sem þau eru“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, sagði farand- og flóttafólk aftur vera „dýr“ í kosningaræðu í Michigan í gær. Þá endurtók hann gömul ummæli um að ráðamenn annarra ríkja væru að senda glæpamenn til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti. 3. apríl 2024 10:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Trump lætur reyna á þagnarskylduna Innan við tveimur vikum eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var meinað af dómara að tjá sig með niðrandi og æsandi hætti um dóttur dómarans, vitni, kviðdómendur og aðra sem að réttarhöldunum gegn honum í New York koma, hefur Trump gagnrýnt tvo líkleg og mikilvæg vitni á samfélagsmiðlum. 12. apríl 2024 14:11
Vill herja á Trump vegna þungunarrofs Miklar deilur mynduðust á þingi Arizona í Bandaríkjunum í gær þegar Repúblikanar komu í veg fyrir umræðu um að fella úr gildi 160 ára gömul lög um bann við þungunarrofi sem voru nýverið endurvakin af hæstarétti ríkisins. „Skömm, Skömm!“ var kallað í þingsalnum þegar umræðan var stöðvuð. 11. apríl 2024 16:17
„Ég nota orðið dýr því það er það sem þau eru“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, sagði farand- og flóttafólk aftur vera „dýr“ í kosningaræðu í Michigan í gær. Þá endurtók hann gömul ummæli um að ráðamenn annarra ríkja væru að senda glæpamenn til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti. 3. apríl 2024 10:15