Stjórnarmaður í RÚV segir opinber hlutafélög fé án hirðis Árni Sæberg skrifar 18. apríl 2024 23:36 Ingvar Smári er stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu. Ingvar Smári Birgisson, lögmaður og fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, hlaut í dag endurkjör í stjórn Ríkisútvarpsins. Hann segir stofnunina reyna að hámarka auglýsingatekjur og hasla sér völl á sem flestum miðlum. Það hafi mikil ruðningsáhrif á markaði í ljósi mikillar fjárhagslegrar meðgjafar Ríkisútvarpsins. Í færslu á Facebook segir Ingvar Smári að hann hafi verið tilnefndur til stjórnarsetu af þingflokki Sjálfstæðisflokksins og hann þakki fyrir það traust sem honum hafi verið sýnt. Hann hafi nú setið í stjórn RÚV í tvö ár en þó með löngu hléi á meðan hann var aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Nýtti pásuna til að kenna ritstjórninni blaðamennsku Hann segir að á meðan hann var í pásu frá störfum sínum í stjórn RÚV hafi hann átt í ýmsum samskiptum við fréttastofu stofnunarinnar. Hann hafi reglulega reynt að kynna þá vinnureglu fyrir blaða- og fréttamönnum að það væri skynsamlegt að fá afrit af dómum og úrskurðum í málum fólks áður en skrifaðar eru fréttir sem byggja á einhliða frásögn þess. „Ég veit ekki hvort fréttastofan hafi tileinkað sér þetta en í þessum efnum vona ég að dropinn holi steininn.“ Ríkisútvarpið upplifi sig sem einkafyrirtæki Ingvar Smári segir engan skort góðu fólki innan stofnunarinnar sem og stjórnarinnar. Fólk vinni af miklu kappi við að framleiða framúrskarandi efni, hvort sem það er í sjónvarpi, útvarpi, á vef stofnunarinnar eða á TikTok-rás hennar. „Auglýsingadeildin vinnur einnig hörðum höndum að því að afla stofnuninni tekna og stofnunin upplifir sig held ég oft eins og einkafyrirtæki á markaði — eða það er mín tilfinning. Þessi leikgleði sem því fylgir hefur vissulega kosti og galla.“ Afleiðingarnar séu þær að stofnunin er í sífelldri skoðun á því hvernig hún geti stillt upp sjónvarpsdagskránni með það að leiðarljósi að hámarka áhorf og þar með auglýsingatekjur. Stofnunin hasli sér einnig völl á nýjum miðlum og noti þá til þess að kynna efni á hefðbundnu miðlunum sem og hreinlega framleiða efni á nýju miðlunum, svo sem hlaðvörp og fleira. Þegar einstaklingar finni sér nýja hillu í fjölmiðlun sé stofnunin fljót að breiða úr sér og taka sér sæti á hillunni þeim við hlið. „Þegar einn aðili hefur svo mikla fjárhagslega meðgjöf getur það verið mjög varhugavert og haft veruleg ruðningsáhrif á markaðnum, sem og er raunin tel ég.“ Lagabreytinga sé þörf ef leggjast eigi í breytingar Hann segir að ef leggjast eigi í breytingar á fyrirkomulagi Ríkisútvarpsins þurfi að gera það með lagabreytingum. Um stofnunina gildi ákveðin lög og það sé hlutverk stjórnar að hafa í senn eftirlit með rekstri stofnunarinnar og að hún fari að lögum, en ekki að breyta þeim. Hann hafi sínum störfum sem stjórnarmaður reynt að viðhafa það eftirlit sem hægt er og spyrja spurninga, leggja fram fyrirspurnir og þess háttar þegar mál koma upp í umræðunni. „Eftir sem áður þá fæ ég þá tilfinningu að ohf. fyrirkomulagið hafi skapað of mikla fjarlægð milli stofnunarinnar og eiganda hennar, ríkisins. Þetta á raunar einnig við um fleiri ríkisfyrirtæki held ég, t.d. Landsvirkjun. Stofnanirnar verða að fé án hirðis þar sem þær eru á sjálfsstýringu, bæði fjárhagslega og stjórnunarlega. Ég deili áhyggjum með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og fleirum um að þessi þróun hafi ekki verið til bóta.“ Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ný stjórn RÚV kjörin Alþingi hefur kosið níu manns og jafnmarga varamenn í stjórn RÚV til eins árs. Stjórn RÚV er kosin á aðalfundi í apríl ár hvert en Alþingi tilnefnir níu menn og jafnmarga til vara. Starfsmannasamtök RÚV tilnefna tíunda manninn. 15. apríl 2024 17:47 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Í færslu á Facebook segir Ingvar Smári að hann hafi verið tilnefndur til stjórnarsetu af þingflokki Sjálfstæðisflokksins og hann þakki fyrir það traust sem honum hafi verið sýnt. Hann hafi nú setið í stjórn RÚV í tvö ár en þó með löngu hléi á meðan hann var aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Nýtti pásuna til að kenna ritstjórninni blaðamennsku Hann segir að á meðan hann var í pásu frá störfum sínum í stjórn RÚV hafi hann átt í ýmsum samskiptum við fréttastofu stofnunarinnar. Hann hafi reglulega reynt að kynna þá vinnureglu fyrir blaða- og fréttamönnum að það væri skynsamlegt að fá afrit af dómum og úrskurðum í málum fólks áður en skrifaðar eru fréttir sem byggja á einhliða frásögn þess. „Ég veit ekki hvort fréttastofan hafi tileinkað sér þetta en í þessum efnum vona ég að dropinn holi steininn.“ Ríkisútvarpið upplifi sig sem einkafyrirtæki Ingvar Smári segir engan skort góðu fólki innan stofnunarinnar sem og stjórnarinnar. Fólk vinni af miklu kappi við að framleiða framúrskarandi efni, hvort sem það er í sjónvarpi, útvarpi, á vef stofnunarinnar eða á TikTok-rás hennar. „Auglýsingadeildin vinnur einnig hörðum höndum að því að afla stofnuninni tekna og stofnunin upplifir sig held ég oft eins og einkafyrirtæki á markaði — eða það er mín tilfinning. Þessi leikgleði sem því fylgir hefur vissulega kosti og galla.“ Afleiðingarnar séu þær að stofnunin er í sífelldri skoðun á því hvernig hún geti stillt upp sjónvarpsdagskránni með það að leiðarljósi að hámarka áhorf og þar með auglýsingatekjur. Stofnunin hasli sér einnig völl á nýjum miðlum og noti þá til þess að kynna efni á hefðbundnu miðlunum sem og hreinlega framleiða efni á nýju miðlunum, svo sem hlaðvörp og fleira. Þegar einstaklingar finni sér nýja hillu í fjölmiðlun sé stofnunin fljót að breiða úr sér og taka sér sæti á hillunni þeim við hlið. „Þegar einn aðili hefur svo mikla fjárhagslega meðgjöf getur það verið mjög varhugavert og haft veruleg ruðningsáhrif á markaðnum, sem og er raunin tel ég.“ Lagabreytinga sé þörf ef leggjast eigi í breytingar Hann segir að ef leggjast eigi í breytingar á fyrirkomulagi Ríkisútvarpsins þurfi að gera það með lagabreytingum. Um stofnunina gildi ákveðin lög og það sé hlutverk stjórnar að hafa í senn eftirlit með rekstri stofnunarinnar og að hún fari að lögum, en ekki að breyta þeim. Hann hafi sínum störfum sem stjórnarmaður reynt að viðhafa það eftirlit sem hægt er og spyrja spurninga, leggja fram fyrirspurnir og þess háttar þegar mál koma upp í umræðunni. „Eftir sem áður þá fæ ég þá tilfinningu að ohf. fyrirkomulagið hafi skapað of mikla fjarlægð milli stofnunarinnar og eiganda hennar, ríkisins. Þetta á raunar einnig við um fleiri ríkisfyrirtæki held ég, t.d. Landsvirkjun. Stofnanirnar verða að fé án hirðis þar sem þær eru á sjálfsstýringu, bæði fjárhagslega og stjórnunarlega. Ég deili áhyggjum með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og fleirum um að þessi þróun hafi ekki verið til bóta.“
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ný stjórn RÚV kjörin Alþingi hefur kosið níu manns og jafnmarga varamenn í stjórn RÚV til eins árs. Stjórn RÚV er kosin á aðalfundi í apríl ár hvert en Alþingi tilnefnir níu menn og jafnmarga til vara. Starfsmannasamtök RÚV tilnefna tíunda manninn. 15. apríl 2024 17:47 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Ný stjórn RÚV kjörin Alþingi hefur kosið níu manns og jafnmarga varamenn í stjórn RÚV til eins árs. Stjórn RÚV er kosin á aðalfundi í apríl ár hvert en Alþingi tilnefnir níu menn og jafnmarga til vara. Starfsmannasamtök RÚV tilnefna tíunda manninn. 15. apríl 2024 17:47