Taska stútfull af milljónum króna enn ófundin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. apríl 2024 11:45 Þjófarnir búnir að brjótast inn í lítinn sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar og að flytja peningatöskurnar inn í Toyota Yaris bílinn. Tvær fullar af peningum og fimm tómar. Ein af töskunum sjö sem þjófarnir í Hamraborg höfðu á brott með sér úr sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir tæpum fjórum vikum er ófundin. Sú var stúfull af peningum. Talið er að þjófarnir hafi haft upp úr krafsinu á milli tuttugu til þrjátíu milljónir króna þegar þeir brutust inn í bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborginni í Kópavogi. Lögregla segist vita upp á krónu hve miklum fjármunum var stolið en að svo stöddu verði upphæðin ekki gefin út með nákvæmari hætti. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru nýbúnir að tæma spilakassana hjá Videomarkaðnum í Hamraborg. Starfsmennirnir keyrðu yfir götuna, lögðu bílnum beint fyrir framan innganginn á veitingastaðnum Catalinu og skildu bílinn eftir mannlausan. Myndband af þjófnaðinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2 í gær. Á rúmum þrjátíu sekúndum brutust þjófarnir inn í bílinn, tóku sjö töskur og brunuðu í burtu. Tvær taskanna voru stútfullar af peningum en fimm þeirra tómar. Fyrstu fregnir af málinu hermdu að allar töskurnar sjö hefðu fundist en svo er ekki. „Þjófarnir höfðu með sér sjö töskur, þar af eru sex fundnar. Það þýðir að ein er ófundin.“ Þetta segir Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumaður. Töskurnar sex fundust á nokkrum stöðum í Mosfellsbæ. Búið var opna þær með slípirokk og skilja þær eftir tómar. Aðalsteinn Örn segir vísbendingar um að litasprengjur í töskunum hafi sprungið og biður fólk um að hafa auga með peningaseðlum með bláum merkjum. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson segir rannsókn lögreglu í fullum gangi. Hann hvetur fólk til að hafa augun hjá sér varðandi blámerkta peningaseðla og sömuleiðis gráan Toyota Yaris.Vísir/EinarÁrna Samkvæmt heimildum fréttastofu er taskan sem er ófundin önnur af peningatöskunum tveimur sem má áætla að hafi innihaldið á bilinu 10-15 milljónir króna úr spilakössunum í Videomarkaðnum. Rannsókn er í fullum gangi að sögn Aðalsteins sem fylgir eftir vísbendingum og ætlar sér að leysa málið. „Að eðlisfari er ég bjartsýnn maður. Við getum státað af því hér á Íslandi að við erum með hátt skor í að upplýsa mál, við viljum hafa það þannig og við gerum okkar besta.“ Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. 18. apríl 2024 19:15 Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Talið er að þjófarnir hafi haft upp úr krafsinu á milli tuttugu til þrjátíu milljónir króna þegar þeir brutust inn í bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborginni í Kópavogi. Lögregla segist vita upp á krónu hve miklum fjármunum var stolið en að svo stöddu verði upphæðin ekki gefin út með nákvæmari hætti. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru nýbúnir að tæma spilakassana hjá Videomarkaðnum í Hamraborg. Starfsmennirnir keyrðu yfir götuna, lögðu bílnum beint fyrir framan innganginn á veitingastaðnum Catalinu og skildu bílinn eftir mannlausan. Myndband af þjófnaðinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2 í gær. Á rúmum þrjátíu sekúndum brutust þjófarnir inn í bílinn, tóku sjö töskur og brunuðu í burtu. Tvær taskanna voru stútfullar af peningum en fimm þeirra tómar. Fyrstu fregnir af málinu hermdu að allar töskurnar sjö hefðu fundist en svo er ekki. „Þjófarnir höfðu með sér sjö töskur, þar af eru sex fundnar. Það þýðir að ein er ófundin.“ Þetta segir Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumaður. Töskurnar sex fundust á nokkrum stöðum í Mosfellsbæ. Búið var opna þær með slípirokk og skilja þær eftir tómar. Aðalsteinn Örn segir vísbendingar um að litasprengjur í töskunum hafi sprungið og biður fólk um að hafa auga með peningaseðlum með bláum merkjum. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson segir rannsókn lögreglu í fullum gangi. Hann hvetur fólk til að hafa augun hjá sér varðandi blámerkta peningaseðla og sömuleiðis gráan Toyota Yaris.Vísir/EinarÁrna Samkvæmt heimildum fréttastofu er taskan sem er ófundin önnur af peningatöskunum tveimur sem má áætla að hafi innihaldið á bilinu 10-15 milljónir króna úr spilakössunum í Videomarkaðnum. Rannsókn er í fullum gangi að sögn Aðalsteins sem fylgir eftir vísbendingum og ætlar sér að leysa málið. „Að eðlisfari er ég bjartsýnn maður. Við getum státað af því hér á Íslandi að við erum með hátt skor í að upplýsa mál, við viljum hafa það þannig og við gerum okkar besta.“
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. 18. apríl 2024 19:15 Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. 18. apríl 2024 19:15
Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11