Cox segir Phoenix ömurlegan sem Napóleon Jón Þór Stefánsson skrifar 19. apríl 2024 12:30 Leikaraslagur: Brian Cox telur sjálfan sig hafa getað staðið sig betur en Joaquin Phoenix. EPA Skoski leikarinn Brian Cox gefur lítið fyrir frammistöðu Joaquin Phoenix í kvikmynd Ridley Scott um Napóleon, sem var sýnd á síðasta ári. Cox ,sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn sem fjölskyldufaðirinn Logan Roy í sjónvarpsþáttunum Succession og hefur einnig gert garðinn frægan í leikhúsi, telur sjálfan sig hafa geta gengið betur frá hlutverki franska þjóðarleiðtogans Napóleons Bónaparte. „Hræðileg. Hún er hræðileg. Svo sannarlega hræðileg frammistaða hjá Joaquin Phoenix. Hún var alveg voðaleg. Ég veit ekki hvað hann var að hugsa. Ég held að það sé honum sjálfum að kenna, og ég held að Ridley Scott hafi ekki hjálpað honum,“ sagði Cox í pallborðsumræðumá ráðstefnunni HistFest sem fer fram í London, en Evening Standard greinir frá. „Ég held að ég hefði staðið mig talsvert betur en Joaquin Phoenix, ég get sagt ykkur það. Þið getið sagt að þetta hafi verið gott drama. Nei – þetta eru lygar.“ Þá hefur Evening Standard einnig eftir Cox að Napóleon hans Phoenix hafi verið kjánaleg. Hann ræddi einnig um sögulega nákvæmni í kvikmyndum, og gaf til kynna að henni væri oft fórnað fyrir betri dramtík. „Braveherart er algjört rugl,“ sagði Cox. „Mel Gibson var æðislegur en þetta var haugalygi. Hann barnaði aldrei frönsku prinsessuna. Sú mynd er bull.“ Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Cox ,sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn sem fjölskyldufaðirinn Logan Roy í sjónvarpsþáttunum Succession og hefur einnig gert garðinn frægan í leikhúsi, telur sjálfan sig hafa geta gengið betur frá hlutverki franska þjóðarleiðtogans Napóleons Bónaparte. „Hræðileg. Hún er hræðileg. Svo sannarlega hræðileg frammistaða hjá Joaquin Phoenix. Hún var alveg voðaleg. Ég veit ekki hvað hann var að hugsa. Ég held að það sé honum sjálfum að kenna, og ég held að Ridley Scott hafi ekki hjálpað honum,“ sagði Cox í pallborðsumræðumá ráðstefnunni HistFest sem fer fram í London, en Evening Standard greinir frá. „Ég held að ég hefði staðið mig talsvert betur en Joaquin Phoenix, ég get sagt ykkur það. Þið getið sagt að þetta hafi verið gott drama. Nei – þetta eru lygar.“ Þá hefur Evening Standard einnig eftir Cox að Napóleon hans Phoenix hafi verið kjánaleg. Hann ræddi einnig um sögulega nákvæmni í kvikmyndum, og gaf til kynna að henni væri oft fórnað fyrir betri dramtík. „Braveherart er algjört rugl,“ sagði Cox. „Mel Gibson var æðislegur en þetta var haugalygi. Hann barnaði aldrei frönsku prinsessuna. Sú mynd er bull.“
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira