Þjófunum yfirsást taska með milljónum króna Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2024 18:59 Þjófarnir stálu tuttugu til þrjátíu milljónum króna í reiðufé úr bílnum. Þjófarnir í Hamraborgarmálinu tóku ekki eftir poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið. Þjófarnir komust á brott með tugi milljóna króna úr peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Aðgerðin var þaulskipulögð og eins og sjá má á myndbandi af verknaðinum virðast þjófarnir vel undirbúnir. Þetta tók þá rétt rúma hálfa mínútu og lögreglan er engu nær um hver var að verki. Hingað til hefur þeim tekist að fela slóð sína. Þeir naga sig þó eflaust örlítið í handarbakið. Ástæðan er sú að þeir skildu eftir poka í bílnum stútfullan af seðlum. Pokinn leit öðruvísi út en töskurnar enda ekki fullur af peningum úr spilakassasal heldur hraðbanka. Klippa: Tóku ekki eftir poka í bílnum Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson, rannsóknarlögreglufulltrúi, gat ekki tjáð sig um þann hluta þegar fréttastofa ræddi við hann í gær. Varð einhver taska eftir í bílnum? „Ég tjái mig ekki um það,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson er rannsóknarlögreglumaður.Vísir/Einar Þannig er möguleiki á að þjófarnir hafi ekki haft á brott með sér alla fjármunina sem voru í bílnum? „Rannsóknarhagsmunir krefjast þess að ég tjái mig ekki um það.“ Mörgum spurning er ósvarað og ekki síst eftir birtingu myndbandsins. Fréttastofa hefur leitað viðbragða hjá forsvarsmönnum Öryggismiðstöðvarinnar án árangurs. Hvers vegna var svona auðvelt að brjótast inn í bíl með tugi milljóna í reiðufé? Hvers vegna voru töskurnar lausar í bílnum? Er eðlilegt að bíll með svo mikil verðmæti sé mannlaus? Og hvernig má það vera að ekkert þjófavarnarkerfi fór í gang til að vekja athygli á þjófnaðinum. Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir brunuðu í burtu með peningana og þar til upp komst um þjófnaðinn. Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Fjárhættuspil Tengdar fréttir Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11 Sjá peningana úr Hamraborg ekki í umferð Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þjófnaði á tugum milljóna króna í reiðufé í Hamraborg í Kópavogi í mars síðastliðnum. 11. apríl 2024 11:01 Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Þjófarnir komust á brott með tugi milljóna króna úr peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Aðgerðin var þaulskipulögð og eins og sjá má á myndbandi af verknaðinum virðast þjófarnir vel undirbúnir. Þetta tók þá rétt rúma hálfa mínútu og lögreglan er engu nær um hver var að verki. Hingað til hefur þeim tekist að fela slóð sína. Þeir naga sig þó eflaust örlítið í handarbakið. Ástæðan er sú að þeir skildu eftir poka í bílnum stútfullan af seðlum. Pokinn leit öðruvísi út en töskurnar enda ekki fullur af peningum úr spilakassasal heldur hraðbanka. Klippa: Tóku ekki eftir poka í bílnum Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson, rannsóknarlögreglufulltrúi, gat ekki tjáð sig um þann hluta þegar fréttastofa ræddi við hann í gær. Varð einhver taska eftir í bílnum? „Ég tjái mig ekki um það,“ segir Aðalsteinn. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson er rannsóknarlögreglumaður.Vísir/Einar Þannig er möguleiki á að þjófarnir hafi ekki haft á brott með sér alla fjármunina sem voru í bílnum? „Rannsóknarhagsmunir krefjast þess að ég tjái mig ekki um það.“ Mörgum spurning er ósvarað og ekki síst eftir birtingu myndbandsins. Fréttastofa hefur leitað viðbragða hjá forsvarsmönnum Öryggismiðstöðvarinnar án árangurs. Hvers vegna var svona auðvelt að brjótast inn í bíl með tugi milljóna í reiðufé? Hvers vegna voru töskurnar lausar í bílnum? Er eðlilegt að bíll með svo mikil verðmæti sé mannlaus? Og hvernig má það vera að ekkert þjófavarnarkerfi fór í gang til að vekja athygli á þjófnaðinum. Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir brunuðu í burtu með peningana og þar til upp komst um þjófnaðinn.
Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Fjárhættuspil Tengdar fréttir Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11 Sjá peningana úr Hamraborg ekki í umferð Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þjófnaði á tugum milljóna króna í reiðufé í Hamraborg í Kópavogi í mars síðastliðnum. 11. apríl 2024 11:01 Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11
Sjá peningana úr Hamraborg ekki í umferð Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þjófnaði á tugum milljóna króna í reiðufé í Hamraborg í Kópavogi í mars síðastliðnum. 11. apríl 2024 11:01
Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04