Kveikti í sér fyrir utan dómshúsið þar sem réttað er yfir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 19. apríl 2024 19:00 Trump við dómshúsið á Manhattan þegar réttarhöldin héldu áfram í morgun. AP/Spencer Platt Karlmaður kveikti í sjálfum sér í garði gegnt dómshúsinu þar sem réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fara fram á Manhattan í New York. Vegfarendur slökktu í manninum sem var fluttur burt á sjúkrabörum. AP-fréttastofan hefur eftir lögreglunni að maðurinn sé í lífshættu á brunadeild sjúkrahús. Talið er að maðurinn hafi komið frá Flórída. Hann hafi dregið fram dreifibréf með samsæriskenningum og dreift þeim í garðinum áður en hann kveikti í sér. Samkvæmt heimildum CNN-fréttastöðvarinnar hafði karlmaðurinn kastað dreifibréfunum upp í loftið og síðan síðan helt bensíni úr nokkrum brúsum yfir sig og kveikt í sér. Maðurinn er sagður hafa verið með tvö stór spjöld. Á öðru þeirra hafi staðið eitthvað um að Trump og Joe Biden forseti væru saman í liði og ætluðu sér að fremja fasískt valdarán. Á hinu spjaldinu hafi verið auglýsing fyrir bloggsíðu. Réttarhöldunum yfir Trump er lokið í dag eftir að loksins tókst að skipa kviðdóm og varamenn. Dómari sagði kviðdómnum að opnunarræður verjenda og saksóknara yrðu fluttar á mánudagsmorgun. Trump er ákærður fyrir að falsa bókhald fyrirtækisins síns til þess að hylma yfir greiðslur til fyrrverandi klámstjörnu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Konan hélt því fram að þau Trump hefðu átt í kynferðislegu sambandi. Máli er fyrsta sakamálið í sögu Bandaríkjanna þar sem fyrrverandi forseti er sakborningur. Fréttin verður uppfærð. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira
AP-fréttastofan hefur eftir lögreglunni að maðurinn sé í lífshættu á brunadeild sjúkrahús. Talið er að maðurinn hafi komið frá Flórída. Hann hafi dregið fram dreifibréf með samsæriskenningum og dreift þeim í garðinum áður en hann kveikti í sér. Samkvæmt heimildum CNN-fréttastöðvarinnar hafði karlmaðurinn kastað dreifibréfunum upp í loftið og síðan síðan helt bensíni úr nokkrum brúsum yfir sig og kveikt í sér. Maðurinn er sagður hafa verið með tvö stór spjöld. Á öðru þeirra hafi staðið eitthvað um að Trump og Joe Biden forseti væru saman í liði og ætluðu sér að fremja fasískt valdarán. Á hinu spjaldinu hafi verið auglýsing fyrir bloggsíðu. Réttarhöldunum yfir Trump er lokið í dag eftir að loksins tókst að skipa kviðdóm og varamenn. Dómari sagði kviðdómnum að opnunarræður verjenda og saksóknara yrðu fluttar á mánudagsmorgun. Trump er ákærður fyrir að falsa bókhald fyrirtækisins síns til þess að hylma yfir greiðslur til fyrrverandi klámstjörnu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Konan hélt því fram að þau Trump hefðu átt í kynferðislegu sambandi. Máli er fyrsta sakamálið í sögu Bandaríkjanna þar sem fyrrverandi forseti er sakborningur. Fréttin verður uppfærð.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Sjá meira