Enginn í 9. bekk skildi setninguna „hjartað dælir blóði“ Lovísa Arnardóttir skrifar 22. apríl 2024 11:19 Eðvarð segir að meira fjármagn verði að vera sett í kennslu barna í grunnskólum. Eðvarð Hilmarsson, grunnskólakennari og stjórnmálafræðingur, segir meira fjármagn vanta í grunnskólakerfið. Kennarar þurfi auk þess betri viðmið svo að betri yfirsýn fáist á getu nemenda. Allt að 90 prósent nemenda í hverfaskólanum hans eru ekki með íslensku sem móðurmál. Eðvarð vill breyta ýmsu með framboði sínu til formanns Kennarafélags Reykjavíkur. Eðvarð Hilmarsson skrifaði pistilinn Breiðholt brennur um helgina. Pistillinn hefur vakið mikla athygli en þar kemur fram, til dæmis, að í skólanum þar sem hann kennir eru 90 prósent nemenda af erlendum uppruna. Þau fái takmarkaða íslenskukennslu og skilji lítið. Það hafi þær afleiðingar að þau sem eru frá Íslandi séu einnig með takmarkaðan orðaforða því svo að allir geti talað saman verði að nota einfaldan orðaforða. „Ég kenndi náttúrufræði en við höfum slagorðið „Við erum öll íslenskukennarar“. Það gefur samt augaleið að það kennir enginn samskipti með því að reyna að ræða við 25 börn í einu. Sú staðreynd að enginn í 9. bekk gat skilið setninguna „hjartað dælir blóði“, kveikti á viðvörunarbjöllum þar sem nemendur með íslensku sem móðurmál þekktu orðið ekki heldur,“ segir Eðvarð í greininni sinni og að orðið dæla sé of flókið til þess að finnast í því málumhverfi sem börnin þurfa að nota. „Það er ekki í mannlegu eðli að nota flóknari orðaforða heldur en það sem meirihlutinn skilur og þegar það er algengt að þegar fólk bætist við sem skilur minna en hópurinn þá heldur einföldun á máli sínu gildi áfram.“ Þar kemur einnig fram að nemendur sem útskrifast úr 10. bekk og hafa ekki vald á íslensku geta ekki lesið fyrirsagnir í dagblöðum. „Lokaafurð þessa menntakerfis er hins vegar fjöldi ungs fólks sem hefur verið svikinn um menntun. Þau fara út í lífið með lítið á bakinu nema svikin loforð um að þau eigi sama séns og aðrir. Þau taka það inn á sig að hafa brugðist og að geta ekki ráðið við framhaldsskólanám, allavega á meðan þau trúa því sem sagt var við þau „þú getur þetta, haltu áfram, gangi þér vel”,“ segir hann í grein sinni. Flutti son sinn í annað málumhverfi Þar fer hann einnig yfir sína eigin reynslu og barna sinna af skólanum. Tvær stjúpdætur hans hafi útskrifast úr skólanum eftir að hafa flutt til landsins en að umhverfið hafi verið annað í skólanum þegar þær hafi verið þar. Strákurinn hans búi ekki við sama umhverfi í dag en á heimilinu er aðallega töluð enska og er hann tvítyngdur. „Á leikskólagöngunni var eitt barn með íslensku sem móðurmál af sautján í kringum hann, hann og einn annar áttu eitt íslenskt foreldri og voru því tvítyngdir. Ég hef oft séð þessi börn syngja undrafögur lög á íslensku en það hryggir mig að vita að þau skilja textann engan veginn. Mörg þeirra fá stimpil um skertan málþroska,“ segir Eðvarð. Það hafi verið greiningin sem sonur hans fékk en að sú greining hafi verið innistæðulaus. „Drengurinn var með orðaforða og málþroska á ensku langt umfram aldur.“ Eðvarð ræddi greinina sína og þessa stöðu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að þetta sé ekki neins staðar verið að mæla miðlægt hvað börn ráða við eða ekki. Hann segir aðalnámskránna ekki gagnast vel þarna og segir þá mælikvarða sem við höfum á lestur ekki heldur hjálpa. Það sé aðallega verið að mæla lestrarhraða og minni áhersla sé á skilning. „Við erum með börn sem geta lesið hraðar en ég en skilja ekki neitt. Svo erum við með börn sem eru með betri orðaforða en lesa hægar. Það gefur ekkert fyrir heildarmyndina að vera með hraðann.“ Engar raunhæfar stoðir til að takast á við vandann Eðvarð segir það eina sem ganga upp í skólakerfinu vera kennara. Einkunnakerfið gangi ekki upp og það skilji það enginn. Forsendurnar að baki hverjum bókstaf eða lit séu óskýrar og fólk viti ekki endilega hvert vandamálið sé eða hvar þurfi að gera betur. Eðvarð segir í greininni að engar raunhæfar stoðir séu í menntakerfinu til að takast á við þennan vanda. Niðurstaða greinarinnar er sú að meira fjármagn þurfi að koma frá ríkinu inn í grunnskólakerfið. Eðvarð bendir á að til dæmis hafi Reykjavíkurborg ekki fengið pening frá jöfnunarsjóði fyrir börn af erlendum uppruna en að sveitarfélög á landsbyggðinni hafi fengið það. Hann segir það sem komi frá borginni dropa í hafið og að kerfið ráði alls ekki við ástandið eins og það er núna. Það sé neyðarástand en engin leið til að bregðast við. „Barn sem er svikið um menntun er fullorðinn manneskja sem svikin er um framtíð. Þessi börn eru ótrúlega klár og umhyggjusöm og það hryggir mig að við séum að bregðast þeim í stórum stíl,“ segir hann í greininni. Þar bendir hann jafnframt á að íslenska ríkið hafi styrkt Úkraínu um marga milljarða og það eigi að halda því áfram. Hann telur að þetta fjármagn hefði frekar átt að fara í að hjálpa þeim Úkraínumönnum sem eru komnir hingað til landsins. Fólkið sem hingað er komið sé í vanda, sumir á götunni en að það sé enginn að gera neitt til að bregðast við því. Sakaður um hvítan flótta Eðvarð segir frá því í greininni að hann hafi sjálfur flutt sitt eigið barn úr hverfinu og í annan skóla svo hann fengi annað málumhverfi. Hann hafi verið sakaður um „hvítan flótta“ en gagnrýnir fólkið sem segir slíkt. „Þá er ég ásakaður um að taka þátt í hvítum flótta af fólki sem ég veit ekki til þess að ætli að flytja í hverfið mitt. Ég ætla ekkert að flytja í burtu heldur en drengurinn þarf málumhverfi sem er að fúnkera. Og hin börnin líka þannig ég ákvað að skilja þau ekki eftir og fara að ræða þessi mál.“ Eðvarð segir að með framboði sínu til formanns Kennarafélags Reykjavíkur hafi hann tækifæri til að ræða þessi mál. Annars sé ætlast til þess að fólk í stjórn standi með forystunni. Þau hafi hins vegar ekki tjáð sig og því stígi hann fram. Hann segir marga hafa haft samband við sig eftir að greinin birtist sem sé sammála honum og styðji það sem hann segir. Kosningarnar fara fram í lok mánaðar en Eðvarð segir áríðandi að kennarar mæti svo á kröfugöngu þann 1. maí. „Þar þurfum við að vera. Við þurfum að tala saman, vinna saman og standa saman.“ Innflytjendamál Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira
Eðvarð Hilmarsson skrifaði pistilinn Breiðholt brennur um helgina. Pistillinn hefur vakið mikla athygli en þar kemur fram, til dæmis, að í skólanum þar sem hann kennir eru 90 prósent nemenda af erlendum uppruna. Þau fái takmarkaða íslenskukennslu og skilji lítið. Það hafi þær afleiðingar að þau sem eru frá Íslandi séu einnig með takmarkaðan orðaforða því svo að allir geti talað saman verði að nota einfaldan orðaforða. „Ég kenndi náttúrufræði en við höfum slagorðið „Við erum öll íslenskukennarar“. Það gefur samt augaleið að það kennir enginn samskipti með því að reyna að ræða við 25 börn í einu. Sú staðreynd að enginn í 9. bekk gat skilið setninguna „hjartað dælir blóði“, kveikti á viðvörunarbjöllum þar sem nemendur með íslensku sem móðurmál þekktu orðið ekki heldur,“ segir Eðvarð í greininni sinni og að orðið dæla sé of flókið til þess að finnast í því málumhverfi sem börnin þurfa að nota. „Það er ekki í mannlegu eðli að nota flóknari orðaforða heldur en það sem meirihlutinn skilur og þegar það er algengt að þegar fólk bætist við sem skilur minna en hópurinn þá heldur einföldun á máli sínu gildi áfram.“ Þar kemur einnig fram að nemendur sem útskrifast úr 10. bekk og hafa ekki vald á íslensku geta ekki lesið fyrirsagnir í dagblöðum. „Lokaafurð þessa menntakerfis er hins vegar fjöldi ungs fólks sem hefur verið svikinn um menntun. Þau fara út í lífið með lítið á bakinu nema svikin loforð um að þau eigi sama séns og aðrir. Þau taka það inn á sig að hafa brugðist og að geta ekki ráðið við framhaldsskólanám, allavega á meðan þau trúa því sem sagt var við þau „þú getur þetta, haltu áfram, gangi þér vel”,“ segir hann í grein sinni. Flutti son sinn í annað málumhverfi Þar fer hann einnig yfir sína eigin reynslu og barna sinna af skólanum. Tvær stjúpdætur hans hafi útskrifast úr skólanum eftir að hafa flutt til landsins en að umhverfið hafi verið annað í skólanum þegar þær hafi verið þar. Strákurinn hans búi ekki við sama umhverfi í dag en á heimilinu er aðallega töluð enska og er hann tvítyngdur. „Á leikskólagöngunni var eitt barn með íslensku sem móðurmál af sautján í kringum hann, hann og einn annar áttu eitt íslenskt foreldri og voru því tvítyngdir. Ég hef oft séð þessi börn syngja undrafögur lög á íslensku en það hryggir mig að vita að þau skilja textann engan veginn. Mörg þeirra fá stimpil um skertan málþroska,“ segir Eðvarð. Það hafi verið greiningin sem sonur hans fékk en að sú greining hafi verið innistæðulaus. „Drengurinn var með orðaforða og málþroska á ensku langt umfram aldur.“ Eðvarð ræddi greinina sína og þessa stöðu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að þetta sé ekki neins staðar verið að mæla miðlægt hvað börn ráða við eða ekki. Hann segir aðalnámskránna ekki gagnast vel þarna og segir þá mælikvarða sem við höfum á lestur ekki heldur hjálpa. Það sé aðallega verið að mæla lestrarhraða og minni áhersla sé á skilning. „Við erum með börn sem geta lesið hraðar en ég en skilja ekki neitt. Svo erum við með börn sem eru með betri orðaforða en lesa hægar. Það gefur ekkert fyrir heildarmyndina að vera með hraðann.“ Engar raunhæfar stoðir til að takast á við vandann Eðvarð segir það eina sem ganga upp í skólakerfinu vera kennara. Einkunnakerfið gangi ekki upp og það skilji það enginn. Forsendurnar að baki hverjum bókstaf eða lit séu óskýrar og fólk viti ekki endilega hvert vandamálið sé eða hvar þurfi að gera betur. Eðvarð segir í greininni að engar raunhæfar stoðir séu í menntakerfinu til að takast á við þennan vanda. Niðurstaða greinarinnar er sú að meira fjármagn þurfi að koma frá ríkinu inn í grunnskólakerfið. Eðvarð bendir á að til dæmis hafi Reykjavíkurborg ekki fengið pening frá jöfnunarsjóði fyrir börn af erlendum uppruna en að sveitarfélög á landsbyggðinni hafi fengið það. Hann segir það sem komi frá borginni dropa í hafið og að kerfið ráði alls ekki við ástandið eins og það er núna. Það sé neyðarástand en engin leið til að bregðast við. „Barn sem er svikið um menntun er fullorðinn manneskja sem svikin er um framtíð. Þessi börn eru ótrúlega klár og umhyggjusöm og það hryggir mig að við séum að bregðast þeim í stórum stíl,“ segir hann í greininni. Þar bendir hann jafnframt á að íslenska ríkið hafi styrkt Úkraínu um marga milljarða og það eigi að halda því áfram. Hann telur að þetta fjármagn hefði frekar átt að fara í að hjálpa þeim Úkraínumönnum sem eru komnir hingað til landsins. Fólkið sem hingað er komið sé í vanda, sumir á götunni en að það sé enginn að gera neitt til að bregðast við því. Sakaður um hvítan flótta Eðvarð segir frá því í greininni að hann hafi sjálfur flutt sitt eigið barn úr hverfinu og í annan skóla svo hann fengi annað málumhverfi. Hann hafi verið sakaður um „hvítan flótta“ en gagnrýnir fólkið sem segir slíkt. „Þá er ég ásakaður um að taka þátt í hvítum flótta af fólki sem ég veit ekki til þess að ætli að flytja í hverfið mitt. Ég ætla ekkert að flytja í burtu heldur en drengurinn þarf málumhverfi sem er að fúnkera. Og hin börnin líka þannig ég ákvað að skilja þau ekki eftir og fara að ræða þessi mál.“ Eðvarð segir að með framboði sínu til formanns Kennarafélags Reykjavíkur hafi hann tækifæri til að ræða þessi mál. Annars sé ætlast til þess að fólk í stjórn standi með forystunni. Þau hafi hins vegar ekki tjáð sig og því stígi hann fram. Hann segir marga hafa haft samband við sig eftir að greinin birtist sem sé sammála honum og styðji það sem hann segir. Kosningarnar fara fram í lok mánaðar en Eðvarð segir áríðandi að kennarar mæti svo á kröfugöngu þann 1. maí. „Þar þurfum við að vera. Við þurfum að tala saman, vinna saman og standa saman.“
Innflytjendamál Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira