„Erfitt að vinna þá þrisvar sinnum í röð“ Siggeir Ævarsson skrifar 22. apríl 2024 22:12 Lárus Jónsson fer yfir málin með sínum mönnum Vísir/Bára Dröfn Lárus Jónsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn var hæfilega tapsár eftir 84-91 gegn Njarðvík í kvöld enda erfitt að vinna Njarðvík þrisvar í röð eins og hann benti réttilega á. Hann vildi ekki meina að það hefði verið einhver skortur á vilja hjá hans mönnum sem reið baggamuninn í kvöld. „Nei nei, bara jafn leikur. Þeir voru að gera aðeins nýtt og við vorum ekki að alveg ná að bregðast nægilega vel við því fannst mér. Svo er Njarðvík bara frábært lið, „erfitt að vinna þá þrisvar sinnum í röð.“ Báðum þjálfurum hefur verið tíðrætt um hversu jöfn liðin eru og lítið skilji á milli þegar upp er staðið og Lárus ræddi einnig um það eftir leikinn. „Í rauninni er þetta kannski bara hverjir setja stóru körfurnar. Ég held að það verði svolítið þannig í leiknum á fimmtudaginn. Ég býst við naglbít svolítið eins og í kvöld. Þessi leikur var kannski aðeins minni sóknarleikur. Greinilegt að liðin eru farin að þekkja meira inn á hvort annað. Við eigum leik núna, bara komið að okkur að bregðast við.“ Þórsarar lentu í villuvandræðum undir lok leiksins en hinn bandaríski Darwin Davis gat ekki klárað leikinn eftir að hann fékk sína fimmtu villu. Það réð þó ekki úrslitum að sögn Lárusar. „Það er náttúrulega slæmt að vera með Davis út af en við erum með nóg af mönnum. En auðvitað hefði verið betra að vera með hann inn á.“ Það er stutt í oddaleikinn og Lárus og hans menn mæta klárir í Njarðvík á fimmtudag. „Nú er bara komið að okkur að fara yfir „teipið“, æfa á morgun og hinn og fara svo bara að spila.“ Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Hann vildi ekki meina að það hefði verið einhver skortur á vilja hjá hans mönnum sem reið baggamuninn í kvöld. „Nei nei, bara jafn leikur. Þeir voru að gera aðeins nýtt og við vorum ekki að alveg ná að bregðast nægilega vel við því fannst mér. Svo er Njarðvík bara frábært lið, „erfitt að vinna þá þrisvar sinnum í röð.“ Báðum þjálfurum hefur verið tíðrætt um hversu jöfn liðin eru og lítið skilji á milli þegar upp er staðið og Lárus ræddi einnig um það eftir leikinn. „Í rauninni er þetta kannski bara hverjir setja stóru körfurnar. Ég held að það verði svolítið þannig í leiknum á fimmtudaginn. Ég býst við naglbít svolítið eins og í kvöld. Þessi leikur var kannski aðeins minni sóknarleikur. Greinilegt að liðin eru farin að þekkja meira inn á hvort annað. Við eigum leik núna, bara komið að okkur að bregðast við.“ Þórsarar lentu í villuvandræðum undir lok leiksins en hinn bandaríski Darwin Davis gat ekki klárað leikinn eftir að hann fékk sína fimmtu villu. Það réð þó ekki úrslitum að sögn Lárusar. „Það er náttúrulega slæmt að vera með Davis út af en við erum með nóg af mönnum. En auðvitað hefði verið betra að vera með hann inn á.“ Það er stutt í oddaleikinn og Lárus og hans menn mæta klárir í Njarðvík á fimmtudag. „Nú er bara komið að okkur að fara yfir „teipið“, æfa á morgun og hinn og fara svo bara að spila.“
Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira