Biðst afsökunar á að hafa kallað skemmdarvarginn „fífl“ Atli Ísleifsson skrifar 23. apríl 2024 07:21 Fiskikóngurinn hefur kynnt sér málefni geðrænna vandamála síðustu daga og segist nú vita betur. Vísir/Vilhelm Kristján Berg, eigandi Fiskikóngsins, hefur beðist afsökunar á að hafa kallað manninn sem braut allar rúður verslunar verslunar Fiskikóngsins á Sogavegi í Reykjavík á dögunum „fífl“. Hann birtir afsökunarbeiðnina á samfélagsmiðlum og í heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í dag. Hann segir nú ónefnda ráðherra í ríkisstjórn vera „fífl“. Í ljós hefur komið að maðurinn sem vann skemmdarverkin glímir við andleg veikindi og beinir Kristján nú því til ríkisstjórnarinnar að nauðsynlegt sé að hlúa betur að fólki með geðæn vandamál. „Ríkisstjórn Íslands: Þið getið gert betur en þetta!“ Allar rúður mölvaðar Fréttir bárust af því að morgni miðvikudagsins í síðustu viku að maður hefði að næturlagi brotið allar rúður í versluninni. Vísir/Vilhelm Kristjáni var ekki skemmt vegna málsins og sagði meðal annars á samfélagsmiðlum daginn eftir að sumt fólk væri fífl. Lögregla sagði í samtali við fréttastofu daginn eftir að maðurinn glímdi við andleg veikindi og hafi margoft þurft að hafa afskipti af honum. Hefur kynnt sér málið Kristján birtir svo auglýsingu í morgun undir yfirskriftinni „AFSAKIГ. „Ég sagði á Facebook að gerandinn væri fífl. Ég vil biðjast afsökunar og fyrirgefningar á að hafa sagt það. Vísir/Vilhelm Á þessum tímapunkti þá brá mér, það var búið að eyðileggja og skemma fyrir mér það sem ég hef unnið hörðum höndum með fjölskyldu minni við að byggja upp. Fiskikóngurinn er eins og barnið mitt. Ég var sár, reiður og svekktur. Skrifaði þetta í reiði. Ég komst svo að því að viðkomandi ætti við geðrænan vanda að etja. Ég hef kynnt mér málefnin um geðraskanir undanfarna daga og veit betur núna. Hins vegar vil ég í dag segja að margir í þessari ríkisstjórn eru „FÍFL“ fyrir að hlúa ekki betur að fólki sem eiga við geðræna vandamál að etja. Ríkisstjórn Íslands: Þið getið betur en þetta!“ Hann segir að verslunin hafi fengið nýjar rúður og enginn hafi sem betur fer meiðst. Að neðan má svo lesa færslu Kristjáns. Stjórnvöld þurfa að fara að gera eitthvað í þessum málum.Hingað og ekki lengra. Fólk með svona miklar geðraskanir þurfa á aðstoð að halda. Það verður að taka utan um þetta fólk. Þarf að verða stórt slys, einhver jafnvel myrtur til þess að stjórnvöld opni augun !! Ég skil ekki forgangsröðunina lengur í þessu landi. Ef flestir sem starfa í stjórnmálum hér á landi væru að vinna fyrir mig þá væri ég búinn að reka þau. Þetta eru enginn vinnubrögð. Fólk ráfar hér um göturnar og er fárveikt. Slíkt á ekki að líðast hér á landi. Ég er búinn að koma þessu frá mér. Núna eiga stjórnvöld að grípa inní. Það er þeirra starf. Til þess eruð þið kosin af fólkinu í landinu. Ég er einn af fólkinu í landinu. Eigið góðan dag. Kveðja Kristján Berg Reykjavík Geðheilbrigði Verslun Tengdar fréttir Sá sem mölvaði rúðurnar glímir við alvarleg andleg veikindi Karlmaður sem gekk berserksgang við verslun Fiskikóngsins við Sogaveg upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi þarf að komast undir læknishendur og í viðeigandi úrræði. Lögregla hefur margoft haft afskipti af honum í gegnum tíðina. 17. apríl 2024 11:47 Allar rúður brotnar hjá Fiskikónginum við Sogaveg Allar rúður voru brotnar í Fiskikónginum á Sogavegi í gærkvöldi. Frá þessu greinir Kristján Berg á Facebook-síðu sinni. Hann segir seka í haldi lögreglu. 17. apríl 2024 08:10 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Í ljós hefur komið að maðurinn sem vann skemmdarverkin glímir við andleg veikindi og beinir Kristján nú því til ríkisstjórnarinnar að nauðsynlegt sé að hlúa betur að fólki með geðæn vandamál. „Ríkisstjórn Íslands: Þið getið gert betur en þetta!“ Allar rúður mölvaðar Fréttir bárust af því að morgni miðvikudagsins í síðustu viku að maður hefði að næturlagi brotið allar rúður í versluninni. Vísir/Vilhelm Kristjáni var ekki skemmt vegna málsins og sagði meðal annars á samfélagsmiðlum daginn eftir að sumt fólk væri fífl. Lögregla sagði í samtali við fréttastofu daginn eftir að maðurinn glímdi við andleg veikindi og hafi margoft þurft að hafa afskipti af honum. Hefur kynnt sér málið Kristján birtir svo auglýsingu í morgun undir yfirskriftinni „AFSAKIГ. „Ég sagði á Facebook að gerandinn væri fífl. Ég vil biðjast afsökunar og fyrirgefningar á að hafa sagt það. Vísir/Vilhelm Á þessum tímapunkti þá brá mér, það var búið að eyðileggja og skemma fyrir mér það sem ég hef unnið hörðum höndum með fjölskyldu minni við að byggja upp. Fiskikóngurinn er eins og barnið mitt. Ég var sár, reiður og svekktur. Skrifaði þetta í reiði. Ég komst svo að því að viðkomandi ætti við geðrænan vanda að etja. Ég hef kynnt mér málefnin um geðraskanir undanfarna daga og veit betur núna. Hins vegar vil ég í dag segja að margir í þessari ríkisstjórn eru „FÍFL“ fyrir að hlúa ekki betur að fólki sem eiga við geðræna vandamál að etja. Ríkisstjórn Íslands: Þið getið betur en þetta!“ Hann segir að verslunin hafi fengið nýjar rúður og enginn hafi sem betur fer meiðst. Að neðan má svo lesa færslu Kristjáns. Stjórnvöld þurfa að fara að gera eitthvað í þessum málum.Hingað og ekki lengra. Fólk með svona miklar geðraskanir þurfa á aðstoð að halda. Það verður að taka utan um þetta fólk. Þarf að verða stórt slys, einhver jafnvel myrtur til þess að stjórnvöld opni augun !! Ég skil ekki forgangsröðunina lengur í þessu landi. Ef flestir sem starfa í stjórnmálum hér á landi væru að vinna fyrir mig þá væri ég búinn að reka þau. Þetta eru enginn vinnubrögð. Fólk ráfar hér um göturnar og er fárveikt. Slíkt á ekki að líðast hér á landi. Ég er búinn að koma þessu frá mér. Núna eiga stjórnvöld að grípa inní. Það er þeirra starf. Til þess eruð þið kosin af fólkinu í landinu. Ég er einn af fólkinu í landinu. Eigið góðan dag. Kveðja Kristján Berg
Reykjavík Geðheilbrigði Verslun Tengdar fréttir Sá sem mölvaði rúðurnar glímir við alvarleg andleg veikindi Karlmaður sem gekk berserksgang við verslun Fiskikóngsins við Sogaveg upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi þarf að komast undir læknishendur og í viðeigandi úrræði. Lögregla hefur margoft haft afskipti af honum í gegnum tíðina. 17. apríl 2024 11:47 Allar rúður brotnar hjá Fiskikónginum við Sogaveg Allar rúður voru brotnar í Fiskikónginum á Sogavegi í gærkvöldi. Frá þessu greinir Kristján Berg á Facebook-síðu sinni. Hann segir seka í haldi lögreglu. 17. apríl 2024 08:10 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Sá sem mölvaði rúðurnar glímir við alvarleg andleg veikindi Karlmaður sem gekk berserksgang við verslun Fiskikóngsins við Sogaveg upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi þarf að komast undir læknishendur og í viðeigandi úrræði. Lögregla hefur margoft haft afskipti af honum í gegnum tíðina. 17. apríl 2024 11:47
Allar rúður brotnar hjá Fiskikónginum við Sogaveg Allar rúður voru brotnar í Fiskikónginum á Sogavegi í gærkvöldi. Frá þessu greinir Kristján Berg á Facebook-síðu sinni. Hann segir seka í haldi lögreglu. 17. apríl 2024 08:10