Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Rafn Ágúst Ragnarsson og Heimir Már Pétursson skrifa 23. apríl 2024 21:13 Jóhann Páll segist ekki skilja hvað ríkisstjórninni gengur til. Vísir/Samsett Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir engan frið verða um frumvarp Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi. Hann segir ótímabundinn rekstrarleyfi til fiskeldis fara í þveröfuga átt við Noreg og að ákvæði í frumvarpinu veiti erlendum hagsmunaaðilum rétt á að braska með heimildir. „Það sem er stórhættulegt í þessu frumvarpi er ákvæðið um ótímabundin rekstrarleyfi og bráðabirgðaákvæði um að öll leyfi sem gefin hafa verið út með tímabundnum hætti verði ótímabundin. Hér er verið að fara í þveröfuga átt við það sem er að gerast í Noregi til dæmis. Þar sem var skrifað sérstaklega í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar jafnaðarmanna og fleiri flokka að héðan í frá yrðu einvörðungu gefin út tímabundin leyfi til sjókvíaeldis,“ segir Jóhann. Klippa: Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar er sama sinnis og Jóhann og sakar ríkisstjórnina um sérhagsmunagæslu sem fer þvert á vilja þjóðarinnar. Frumvarp um lagareldi sé tímabært og nauðsynlegt en tryggja þurfi réttlátan arð þjóðarinnar af þessari auðlind. „Hér er verið að bregðast við áfellisdómi frá ríkisendurskoðanda yfir stjórnsýslunni í þessari mikilvægu atvinnugrein. Það á að laga stjórnsýsluna, það á að tryggja umhverfisþáttinn og það á að tryggja hag þessara byggðalaga sem eiga allt undir þessari atvinnugrein,“ segir hún. „Það verður enginn friður“ Jóhann Páll segir mikilvægt að gerður sé sterkur lagarammi um fiskeldi til að atvinnugreinin geti vaxið í lágmarkssátt við þjóðina. Þýðir þetta að ríkið myndi aldrei ná þessu til sín aftur? „Já, stutta svarið er ef marka má reynsluna, að minnsta kosti nota þau þetta sem afsökun fyrir því að það verði gert vegna þess að það hafa þau gert í sjávarútveginum í áratugi,“ segir Hanna Katrín. „Ég bara skil ekki hvernig ríkisstjórninni dettur í hug að hún komist upp með þetta. Það verður enginn friður um þetta. Ég get alveg lofað því,“ segir Jóhann Páll. Jóhann segir að sé hægt að ná sátt um að breyta ákvæðinu um ótímabundnar leyfisveitingar og fleirum geti náðst samstaða um heildarlöggjöf um fiskeldi. „Það er ýmislegt sem þarf að skoða mjög vandlega í þessu frumvarpi,“ segir hann. Sjókvíaeldi Fiskeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Óbreytt frumvarp þýði útrýmingu villta laxins Aðalfundur Landsambands veiðifélaga lýsir yfir miklum áhyggjum af efni frumvarps um lagareldi, sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra, mælir nú fyrir á þingi. En þar er tekist á af hörku um málið. 23. apríl 2024 16:47 Velkomin í Verbúðina II Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um lagareldi nú rétt í þessu. Það nær til sjókvíaeldis, landeldis, hafeldis og þörungaræktar. Fyrir liggur að málið er gríðarlega eldfimt. 23. apríl 2024 15:11 Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. 22. apríl 2024 22:36 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
„Það sem er stórhættulegt í þessu frumvarpi er ákvæðið um ótímabundin rekstrarleyfi og bráðabirgðaákvæði um að öll leyfi sem gefin hafa verið út með tímabundnum hætti verði ótímabundin. Hér er verið að fara í þveröfuga átt við það sem er að gerast í Noregi til dæmis. Þar sem var skrifað sérstaklega í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar jafnaðarmanna og fleiri flokka að héðan í frá yrðu einvörðungu gefin út tímabundin leyfi til sjókvíaeldis,“ segir Jóhann. Klippa: Sakar ríkisstjórnina um að ætla að afhenda fiskeldinu firðina til eilífðar Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar er sama sinnis og Jóhann og sakar ríkisstjórnina um sérhagsmunagæslu sem fer þvert á vilja þjóðarinnar. Frumvarp um lagareldi sé tímabært og nauðsynlegt en tryggja þurfi réttlátan arð þjóðarinnar af þessari auðlind. „Hér er verið að bregðast við áfellisdómi frá ríkisendurskoðanda yfir stjórnsýslunni í þessari mikilvægu atvinnugrein. Það á að laga stjórnsýsluna, það á að tryggja umhverfisþáttinn og það á að tryggja hag þessara byggðalaga sem eiga allt undir þessari atvinnugrein,“ segir hún. „Það verður enginn friður“ Jóhann Páll segir mikilvægt að gerður sé sterkur lagarammi um fiskeldi til að atvinnugreinin geti vaxið í lágmarkssátt við þjóðina. Þýðir þetta að ríkið myndi aldrei ná þessu til sín aftur? „Já, stutta svarið er ef marka má reynsluna, að minnsta kosti nota þau þetta sem afsökun fyrir því að það verði gert vegna þess að það hafa þau gert í sjávarútveginum í áratugi,“ segir Hanna Katrín. „Ég bara skil ekki hvernig ríkisstjórninni dettur í hug að hún komist upp með þetta. Það verður enginn friður um þetta. Ég get alveg lofað því,“ segir Jóhann Páll. Jóhann segir að sé hægt að ná sátt um að breyta ákvæðinu um ótímabundnar leyfisveitingar og fleirum geti náðst samstaða um heildarlöggjöf um fiskeldi. „Það er ýmislegt sem þarf að skoða mjög vandlega í þessu frumvarpi,“ segir hann.
Sjókvíaeldi Fiskeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Óbreytt frumvarp þýði útrýmingu villta laxins Aðalfundur Landsambands veiðifélaga lýsir yfir miklum áhyggjum af efni frumvarps um lagareldi, sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra, mælir nú fyrir á þingi. En þar er tekist á af hörku um málið. 23. apríl 2024 16:47 Velkomin í Verbúðina II Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um lagareldi nú rétt í þessu. Það nær til sjókvíaeldis, landeldis, hafeldis og þörungaræktar. Fyrir liggur að málið er gríðarlega eldfimt. 23. apríl 2024 15:11 Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. 22. apríl 2024 22:36 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Óbreytt frumvarp þýði útrýmingu villta laxins Aðalfundur Landsambands veiðifélaga lýsir yfir miklum áhyggjum af efni frumvarps um lagareldi, sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra, mælir nú fyrir á þingi. En þar er tekist á af hörku um málið. 23. apríl 2024 16:47
Velkomin í Verbúðina II Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um lagareldi nú rétt í þessu. Það nær til sjókvíaeldis, landeldis, hafeldis og þörungaræktar. Fyrir liggur að málið er gríðarlega eldfimt. 23. apríl 2024 15:11
Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. 22. apríl 2024 22:36