Landeigendur höfða mál gegn ríkinu vegna Hvammsvirkjunar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. apríl 2024 22:14 Frá fyrirhuguðu lónstæði Hvammsvirkjunar neðan við bæinn Haga. KMU Ellefu landeigendur við bakka Þjórsár hafa höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun og freista þess að fá felld úr gildi með dómi leyfi Fiskistofu og heimild Umhverfisstofnunar fyrir Hvammsvirkjun frá því fyrr í þessum mánuði. Hafa þeir fengið flýtimeðferð í málinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landeigendunum. Þeir segja tilganginn málshöfðunarinnar þann að standa vörð um laxastofninn í Þjórsá, vistkerfi árinnar og líffræðilega fjölbreytni auk þess að vernda Viðey í Þjórsá, sem var friðlýst árið 2011. „Það er síður en svo verið að tefja framkvæmdir, heldur freista umbjóðendur mínir þess að stöðva með öllu fyrirætlanir sem þau telja ekki eiga nokkurn rétt á sér vegna alvarlegra áhrifa á lífríkið,“ er haft eftir Friðleifi E. Guðmundssyni lögmanni stefnenda í tilkynningunni. Málið verður þingfest á mánudag. Þar kemur einnig fram að landeigendurnir telji Umhverfisstofnun hafa brostið vald til að taka ákvörðun fyrr í mánuðinum um að heimila Hvammsvirkjun. Stofnunin hafi ekki skýrt lög um stjórn vatnamála með réttum hætti. Skylda að standa vörð um laxastofninn Norður-Atlantshafslaxinn sé einstakur og laxastofninn í Þjórsá stærsti náttúrulegi laxastofn Íslands og meðal þeirra stærstu við Norður-Atlantshaf. Því beri skylda að vernda laxinn bæði á heimavelli og á alþjóðavísu. Ísland sé aðili að Laxaverndunarstofnuninni og hafi skyldum að gegna á þeim vettvangi líkt og með aðild sinni að Alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna frá 1992 um líffræðilega fjölbreytni. Þá sé íslenska ríkið einnig í Alþjóðanáttúruverndarsambandinu sem í desember síðastliðnum setti Norður-Atlantshafslaxinn á lista yfir tegundir í yfirvofandi hættu. Tveir eldislaxar fundust í fyrra í Kálfá, einni hliðaráa Þjórsár. „Margoft hefur verið varað við áhrifum sem Hvammsvirkjun hefði á laxastofninn í Þjórsá. Engar ráðstafanir sem kynntar hafa verið samhliða virkjun bjarga laxinum. Veiðifélag Þjórsár hefur staðið vörð um laxastofninn og ýmis samtök auk heimafólks hafa á síðustu tveimur áratugum reynt sitt ýtrasta til að koma í veg fyrir að af virkjun verði. Fengu þau m.a. hnekkt leyfum Orkustofnunar og sveitarstjórnar í fyrra. Nú er komið að landeigendum á bökkum Þjórsár að verjast ósjálfbærri ásókn í auðlindir,“ segir í tilkynnningunni. Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkuskipti Skipulag Tengdar fréttir Landsvirkjun vonast til að hefja smíði tveggja virkjana á árinu Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna og reyndist þetta besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Stjórn Landsvirkjunar leggur til að 20 milljarða króna arður verði greiddur til ríkisins. 29. febrúar 2024 22:33 Ætla að gefa Hvammsvirkjun grænt ljós Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um að heimila breytingar á vatnshloti í Þjórsá 1, vegna framkvæmda við 95 megavatta Hvammsvirkjun. Telur stofnunin að sjónarmið um raforkuöryggi vegi þyngra en umhverfissjónarmið vatnshlotsins. 22. desember 2023 23:05 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá landeigendunum. Þeir segja tilganginn málshöfðunarinnar þann að standa vörð um laxastofninn í Þjórsá, vistkerfi árinnar og líffræðilega fjölbreytni auk þess að vernda Viðey í Þjórsá, sem var friðlýst árið 2011. „Það er síður en svo verið að tefja framkvæmdir, heldur freista umbjóðendur mínir þess að stöðva með öllu fyrirætlanir sem þau telja ekki eiga nokkurn rétt á sér vegna alvarlegra áhrifa á lífríkið,“ er haft eftir Friðleifi E. Guðmundssyni lögmanni stefnenda í tilkynningunni. Málið verður þingfest á mánudag. Þar kemur einnig fram að landeigendurnir telji Umhverfisstofnun hafa brostið vald til að taka ákvörðun fyrr í mánuðinum um að heimila Hvammsvirkjun. Stofnunin hafi ekki skýrt lög um stjórn vatnamála með réttum hætti. Skylda að standa vörð um laxastofninn Norður-Atlantshafslaxinn sé einstakur og laxastofninn í Þjórsá stærsti náttúrulegi laxastofn Íslands og meðal þeirra stærstu við Norður-Atlantshaf. Því beri skylda að vernda laxinn bæði á heimavelli og á alþjóðavísu. Ísland sé aðili að Laxaverndunarstofnuninni og hafi skyldum að gegna á þeim vettvangi líkt og með aðild sinni að Alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna frá 1992 um líffræðilega fjölbreytni. Þá sé íslenska ríkið einnig í Alþjóðanáttúruverndarsambandinu sem í desember síðastliðnum setti Norður-Atlantshafslaxinn á lista yfir tegundir í yfirvofandi hættu. Tveir eldislaxar fundust í fyrra í Kálfá, einni hliðaráa Þjórsár. „Margoft hefur verið varað við áhrifum sem Hvammsvirkjun hefði á laxastofninn í Þjórsá. Engar ráðstafanir sem kynntar hafa verið samhliða virkjun bjarga laxinum. Veiðifélag Þjórsár hefur staðið vörð um laxastofninn og ýmis samtök auk heimafólks hafa á síðustu tveimur áratugum reynt sitt ýtrasta til að koma í veg fyrir að af virkjun verði. Fengu þau m.a. hnekkt leyfum Orkustofnunar og sveitarstjórnar í fyrra. Nú er komið að landeigendum á bökkum Þjórsár að verjast ósjálfbærri ásókn í auðlindir,“ segir í tilkynnningunni.
Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkuskipti Skipulag Tengdar fréttir Landsvirkjun vonast til að hefja smíði tveggja virkjana á árinu Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna og reyndist þetta besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Stjórn Landsvirkjunar leggur til að 20 milljarða króna arður verði greiddur til ríkisins. 29. febrúar 2024 22:33 Ætla að gefa Hvammsvirkjun grænt ljós Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um að heimila breytingar á vatnshloti í Þjórsá 1, vegna framkvæmda við 95 megavatta Hvammsvirkjun. Telur stofnunin að sjónarmið um raforkuöryggi vegi þyngra en umhverfissjónarmið vatnshlotsins. 22. desember 2023 23:05 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Landsvirkjun vonast til að hefja smíði tveggja virkjana á árinu Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna og reyndist þetta besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Stjórn Landsvirkjunar leggur til að 20 milljarða króna arður verði greiddur til ríkisins. 29. febrúar 2024 22:33
Ætla að gefa Hvammsvirkjun grænt ljós Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um að heimila breytingar á vatnshloti í Þjórsá 1, vegna framkvæmda við 95 megavatta Hvammsvirkjun. Telur stofnunin að sjónarmið um raforkuöryggi vegi þyngra en umhverfissjónarmið vatnshlotsins. 22. desember 2023 23:05