„Við erum ekki með stráka sem þurfa að vera hetjur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. apríl 2024 15:01 Jaka Brodnik lék mjög vel með Keflavíkurliðinu í Forsetahöllinni í gær. Vísir/Hulda Margrét Jaka Brodnik og félagar í Keflavíkurliðinu voru sjóðandi heitir í gærkvöldi þegar þeir sendu Álftnesinga í sumarfrí eftir sannfærandi sigur í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Suðbway Körfuboltakvöld valdi Jaka PlayAir leiksins en hann var með 21 stig á rúmum átján mínútum og hitti úr 9 af 19 skotum sínum utan af velli. Jaka hitti meðal annars úr öllum þremur þriggja stiga skotum sínum og Keflavík vann þær mínútur sem hann spilaði með 27 stigum. Við urðum því að gera miklu betur en síðast „Það var planið að gefa rétta tóninn í upphafi leiks því við vissum hvernig fór síðast hjá okkur þegar við spiluðum í þessu húsi. Það er eiginlega hrein hörmung. Þeir eru með öflugt lið sem lætur alltaf finna vel fyrir sér. Við urðum því að gera miklu betur en síðast,“ sagði Jaka Brodnik. Keflavík skoraði samtals 56 stig þegar spiluðu síðast í Forsetahöllinni en að þessu sinni skoruðu þeir 56 stig og 58 stig í hálfleikjunum tveimur. „Við hreyfðum boltann miklu betur í þessum leik og það sést á fjölda stoðsendinga hjá okkur. 30 stoðsendingar í einum leik sýnir að við erum að spila liðsbolta. Við vorum líka með miklu meira sjálfstraust en í hinum leiknum þegar við vorum hægir og klaufskir. Andlega vorum við bara miklu betur undirbúnir,“ sagði Jaka. Við erum ógn fyrir þá en ekki öfugt „Við erum lið sem getur hlaupið og ef okkur tekst að hreyfa vörnina þá náum við forskoti. Við gerðum það ekki í hinum leiknum og vorum þá eiginlega að bíða eftir einhverjum öðrum til að klára dæmið fyrir okkur. Við höfðum það markmið að halda alltaf áfram í þessum leik, sama hvað gerðist. Við vildum líka vera liðið sem setti tóninn og vildum að þeir væru að elta okkur. Við erum ógn fyrir þá en ekki öfugt,“ sagði Jaka. Hann segir að leikmennirnir séu tilbúnir að vinna hvern fyrir annan. „Strákarnir í liðinu eru mjög yfirvegaðir og við erum ekki með stráka sem þurfa að vera hetjur. Það er mikill plús. Stundum er Remy (Martin) hetjan en hann á það skilið. Hann sýndi það að hann getur verið hetjan en allir aðrir eru að skila sínu hlutverki og gera sitt besta,“ sagði Jaka. Það má heyra allt spjallið við Jaka hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Jaka Brodnik Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
Suðbway Körfuboltakvöld valdi Jaka PlayAir leiksins en hann var með 21 stig á rúmum átján mínútum og hitti úr 9 af 19 skotum sínum utan af velli. Jaka hitti meðal annars úr öllum þremur þriggja stiga skotum sínum og Keflavík vann þær mínútur sem hann spilaði með 27 stigum. Við urðum því að gera miklu betur en síðast „Það var planið að gefa rétta tóninn í upphafi leiks því við vissum hvernig fór síðast hjá okkur þegar við spiluðum í þessu húsi. Það er eiginlega hrein hörmung. Þeir eru með öflugt lið sem lætur alltaf finna vel fyrir sér. Við urðum því að gera miklu betur en síðast,“ sagði Jaka Brodnik. Keflavík skoraði samtals 56 stig þegar spiluðu síðast í Forsetahöllinni en að þessu sinni skoruðu þeir 56 stig og 58 stig í hálfleikjunum tveimur. „Við hreyfðum boltann miklu betur í þessum leik og það sést á fjölda stoðsendinga hjá okkur. 30 stoðsendingar í einum leik sýnir að við erum að spila liðsbolta. Við vorum líka með miklu meira sjálfstraust en í hinum leiknum þegar við vorum hægir og klaufskir. Andlega vorum við bara miklu betur undirbúnir,“ sagði Jaka. Við erum ógn fyrir þá en ekki öfugt „Við erum lið sem getur hlaupið og ef okkur tekst að hreyfa vörnina þá náum við forskoti. Við gerðum það ekki í hinum leiknum og vorum þá eiginlega að bíða eftir einhverjum öðrum til að klára dæmið fyrir okkur. Við höfðum það markmið að halda alltaf áfram í þessum leik, sama hvað gerðist. Við vildum líka vera liðið sem setti tóninn og vildum að þeir væru að elta okkur. Við erum ógn fyrir þá en ekki öfugt,“ sagði Jaka. Hann segir að leikmennirnir séu tilbúnir að vinna hvern fyrir annan. „Strákarnir í liðinu eru mjög yfirvegaðir og við erum ekki með stráka sem þurfa að vera hetjur. Það er mikill plús. Stundum er Remy (Martin) hetjan en hann á það skilið. Hann sýndi það að hann getur verið hetjan en allir aðrir eru að skila sínu hlutverki og gera sitt besta,“ sagði Jaka. Það má heyra allt spjallið við Jaka hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Jaka Brodnik
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira