Pétur Einarsson leikari látinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. apríl 2024 14:17 Pétur var valinn heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur 2017. Pétur Einarsson, leikari, leikstjóri og fyrrverandi skólastjóri Leiklistarskóla Íslands er látinn, 83 ára að aldri. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 24. apríl síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum Péturs. Henni fylgir æviágrip um líf hans og störf, en hann var umsvifamikill á sviði leiklistar hér á landi. Pétur fæddist 31. október 1940 í Vestmannaeyjum, sonur Einars Guttormssonar læknis og Margrétar Kristínar Pétursdóttur húsmóður. Pétur lauk námi frá Leiklistarskóla LR og stundaði leiklistarnám í Háskólanum í Georgíu í Bandaríkjunum. Pétur kom víða við á ferlinum en hann vann lengst af hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hann lék á tíunda tug hlutverka í leiksýningum félagsins. Má þar nefna Dúfnaveisluna, Atómstöðina, Selurinn hefur mannsaugu, Pétur og Rúna og Hart í bak. Hann lék Greger Werle í Villiöndinni árið 1975, titilhlutverkið í Makbeð ári síðar og aðalhlutverkið í Sölumaður deyr árið 2002. Síðasta hlutverk hans var þjónninn í Kirsuberjagarðinum árið 2011. Pétur var valinn heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur 2017. Pétur lék einleikinn Býr Íslendingur hér hjá Íslenska leikhúsinu árið 1993 og fór með sýninguna í leikferð til Þýskalands og lék hana á þýsku. Helstu hlutverk hans í sjónvarpi voru Loftur í Galdra-Lofti árið 1970 og Gunnar í Degi vonar árið 1988. Pétur leikstýrði fjölda verkefna meðal annars Poppleiknum Óla, rokkóperunni Súperstar og Lokaæfingu. Pétur var fyrsti skólastjóri Leiklistarskóla Íslands eftir stofnun hans árið 1975. Hann gegndi þeirri stöðu til ársins 1983 og byggði þar upp grunn að leiklistarmenntun á Íslandi, sem fluttist síðar yfir í Listaháskóla Íslands. Hann kenndi leiktúlkun bæði meðan hann var skólastjóri og síðar. Pétur var í leikhúsráði Leikfélags Reykjavíkur, stofnfélagi Félags leikstjóra á Íslandi og formaður þess um tíma, formaður Sambands félaga leikstjóra á Norðurlöndunum, formaður Leiklistarráðs, ritari Leiklistarsambands Íslands og fulltrúi Íslands í stjórn Norræna leiklistarsambandsins. Hann sat um tíma í stjórn Bandalags íslenskra listamanna, Listaháskóla Íslands og Kvikmyndasjóðs auk þess sem hann var fulltrúi Íslands í Norrænu leiklistarnefndinni. Um langt skeið vann Pétur við að hjálpa fólki að hætta að reykja með aðferð Allen Carr´s, The Easy Way to Stop Smoking. Eftirlifandi eiginkona Péturs er Birgitte Heide, listdansari og kennari hjá Listdansskóla Íslands. Pétur lætur eftir sig sex börn og ellefu barnabörn. Andlát Menning Leikhús Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum Péturs. Henni fylgir æviágrip um líf hans og störf, en hann var umsvifamikill á sviði leiklistar hér á landi. Pétur fæddist 31. október 1940 í Vestmannaeyjum, sonur Einars Guttormssonar læknis og Margrétar Kristínar Pétursdóttur húsmóður. Pétur lauk námi frá Leiklistarskóla LR og stundaði leiklistarnám í Háskólanum í Georgíu í Bandaríkjunum. Pétur kom víða við á ferlinum en hann vann lengst af hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hann lék á tíunda tug hlutverka í leiksýningum félagsins. Má þar nefna Dúfnaveisluna, Atómstöðina, Selurinn hefur mannsaugu, Pétur og Rúna og Hart í bak. Hann lék Greger Werle í Villiöndinni árið 1975, titilhlutverkið í Makbeð ári síðar og aðalhlutverkið í Sölumaður deyr árið 2002. Síðasta hlutverk hans var þjónninn í Kirsuberjagarðinum árið 2011. Pétur var valinn heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur 2017. Pétur lék einleikinn Býr Íslendingur hér hjá Íslenska leikhúsinu árið 1993 og fór með sýninguna í leikferð til Þýskalands og lék hana á þýsku. Helstu hlutverk hans í sjónvarpi voru Loftur í Galdra-Lofti árið 1970 og Gunnar í Degi vonar árið 1988. Pétur leikstýrði fjölda verkefna meðal annars Poppleiknum Óla, rokkóperunni Súperstar og Lokaæfingu. Pétur var fyrsti skólastjóri Leiklistarskóla Íslands eftir stofnun hans árið 1975. Hann gegndi þeirri stöðu til ársins 1983 og byggði þar upp grunn að leiklistarmenntun á Íslandi, sem fluttist síðar yfir í Listaháskóla Íslands. Hann kenndi leiktúlkun bæði meðan hann var skólastjóri og síðar. Pétur var í leikhúsráði Leikfélags Reykjavíkur, stofnfélagi Félags leikstjóra á Íslandi og formaður þess um tíma, formaður Sambands félaga leikstjóra á Norðurlöndunum, formaður Leiklistarráðs, ritari Leiklistarsambands Íslands og fulltrúi Íslands í stjórn Norræna leiklistarsambandsins. Hann sat um tíma í stjórn Bandalags íslenskra listamanna, Listaháskóla Íslands og Kvikmyndasjóðs auk þess sem hann var fulltrúi Íslands í Norrænu leiklistarnefndinni. Um langt skeið vann Pétur við að hjálpa fólki að hætta að reykja með aðferð Allen Carr´s, The Easy Way to Stop Smoking. Eftirlifandi eiginkona Péturs er Birgitte Heide, listdansari og kennari hjá Listdansskóla Íslands. Pétur lætur eftir sig sex börn og ellefu barnabörn.
Andlát Menning Leikhús Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira