Takk fyrir vettlingana! Hópur foreldra leikskólabarna í Reykjavík skrifar 27. apríl 2024 12:01 Við, undirritaðir foreldrar, eigum það sameiginlegt að telja leikskóla- og daggæslumálum borgarinnar illa fyrir komið. Við erum foreldrar ungra barna sem höfum reynslu af úrræðaleysi í kjölfar fæðingarorlofs og þeim áhyggjum sem fylgja biðlistavanda leikskólanna. Sum okkar hafa séð þann kost vænstan að flytja til annarra sveitarfélaga þar sem þjónusta við barnafólk er betri. Mörg okkar hafa íhugað slíka flutninga. Sú óvissa sem borgaryfirvöld bjóða barnafólki í kjölfar fæðingarorlofs er bæði íþyngjandi og kvíðavaldandi. Við fögnum svokölluðum vettlingagjörningi sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks stóðu fyrir í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrr í vikunni. Var gjörningurinn táknrænn og sýndi með myndrænum hætti þann fjölda fjölskyldna sem búa við óvissu í kjölfar fæðingarorlofs. Tekin var afgerandi staða með fjölskyldufólki og fyrir það erum við þakklát. Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum er meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla Reykjavíkur 22 mánuðir, sem er töluvert hærri meðalaldur en í nágrannasveitarfélögum. Fjöldi barna er jafnvel kominn vel á þriðja aldursár þegar leikskólagangan hefst loks í Reykjavík. Þá hefur dagforeldrum í Reykjavík farið ört fækkandi og borgin hafnað öllum hugmyndum um heimgreiðslur til þeirra sem enga þjónustu fá. Þessi skortur á þjónustu við barnafólk leiðir til gríðarlegs tekjutaps fyrir fjölskyldufólk í kjölfar fæðingarorlofs. Almennt neyðist annað foreldrið til að vera heimavinnandi meðan á biðinni stendur með tilheyrandi kostnaði fyrir heimilishaldið. Sé tekið mið af meðalaldri barna við inngöngu á leikskóla, bíður hvert heimili í 10 mánuði eftir þjónustu í kjölfar fæðingarorlofs. Tekjutapið við slíka bið hleypur á fleiri milljónum fyrir flest heimili. Þá þarf vart að nefna hve staðan er krefjandi fyrir einstæða foreldra. Það er löngu tímabært að gera leikskóla- og daggæslumál að forgangsmáli í Reykjavík. Áralöng vanræksla málaflokksins hefur leitt af sér þunga stöðu fyrir ungar fjölskyldur og brottflutning fjölmargra til annarra sveitarfélaga. Við erum þakklát þeim borgarfulltrúum sem sýna stöðu okkar skilning og taka upp hanskann fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík. Höfundar eru foreldrar leikskólabarna í Reykjavík. Undir bréfið skrifa: Andrea Sigurðardóttir Anna Bergmann Atli Bjarnason Áslaug Björnsdóttir Berglind Bergmann Ellert Finnbogi Eiríksson Erla María Jónsdóttir Tölgyes Erna Niluka Njálsdóttir Eva María Jónsdóttir Guðrún Gígja Georgsdóttir Hólmfríður Erna Kjartansdóttir Jakob Helgi Bjarnason Lísbet Sigurðardóttir Magnús Júlíusson Nanna Kristín Tryggvadóttir Stefán Þórarinsson Sverrir Hjaltested Thelma Björk Wilson Valgerður Sigurðardóttir Þóra Helgadóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Segir borgarstjóra óttalegan vettling Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir vettlingagjörninginn hafa átt að vekja athygli á erfiðri stöðu foreldra ungabarna í Reykjavík. Gjörningurinn hafi ekki átt að vera innlegg í kjarabaráttu leikskólakennara og flokkurinn hafi aldrei boðað töfralausnir í málaflokknum. 24. apríl 2024 23:58 Leikskólakennarar ósáttir við vettlingagjörning Stjórn Félags leikskólakennara tekur ekki undir yfirlýsingar stjórnmálafólks þar sem boðaðar eru „skyndilausnir sem engu skila“. Í nýrri ályktun stjórnar félagsins segir að engin formleg vinna í tengslum við kjarasamninga sé í gangi varðandi skipulagningu skólastarfs í leikskólum og því síður vinna í gangi að skoða að taka fimm ára börn í grunnskóla. 24. apríl 2024 09:13 „Við næðum eflaust meiri árangri ef borgarstjóri myndi væla minna“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gefur lítið fyrir ummæli Einars Þorsteinssonar borgarstjóra. Í dag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins 1600 vettlinga á gólf Ráðhússins sem þau sögðu svipað marga og börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 17:56 Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55 Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við, undirritaðir foreldrar, eigum það sameiginlegt að telja leikskóla- og daggæslumálum borgarinnar illa fyrir komið. Við erum foreldrar ungra barna sem höfum reynslu af úrræðaleysi í kjölfar fæðingarorlofs og þeim áhyggjum sem fylgja biðlistavanda leikskólanna. Sum okkar hafa séð þann kost vænstan að flytja til annarra sveitarfélaga þar sem þjónusta við barnafólk er betri. Mörg okkar hafa íhugað slíka flutninga. Sú óvissa sem borgaryfirvöld bjóða barnafólki í kjölfar fæðingarorlofs er bæði íþyngjandi og kvíðavaldandi. Við fögnum svokölluðum vettlingagjörningi sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks stóðu fyrir í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrr í vikunni. Var gjörningurinn táknrænn og sýndi með myndrænum hætti þann fjölda fjölskyldna sem búa við óvissu í kjölfar fæðingarorlofs. Tekin var afgerandi staða með fjölskyldufólki og fyrir það erum við þakklát. Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum er meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla Reykjavíkur 22 mánuðir, sem er töluvert hærri meðalaldur en í nágrannasveitarfélögum. Fjöldi barna er jafnvel kominn vel á þriðja aldursár þegar leikskólagangan hefst loks í Reykjavík. Þá hefur dagforeldrum í Reykjavík farið ört fækkandi og borgin hafnað öllum hugmyndum um heimgreiðslur til þeirra sem enga þjónustu fá. Þessi skortur á þjónustu við barnafólk leiðir til gríðarlegs tekjutaps fyrir fjölskyldufólk í kjölfar fæðingarorlofs. Almennt neyðist annað foreldrið til að vera heimavinnandi meðan á biðinni stendur með tilheyrandi kostnaði fyrir heimilishaldið. Sé tekið mið af meðalaldri barna við inngöngu á leikskóla, bíður hvert heimili í 10 mánuði eftir þjónustu í kjölfar fæðingarorlofs. Tekjutapið við slíka bið hleypur á fleiri milljónum fyrir flest heimili. Þá þarf vart að nefna hve staðan er krefjandi fyrir einstæða foreldra. Það er löngu tímabært að gera leikskóla- og daggæslumál að forgangsmáli í Reykjavík. Áralöng vanræksla málaflokksins hefur leitt af sér þunga stöðu fyrir ungar fjölskyldur og brottflutning fjölmargra til annarra sveitarfélaga. Við erum þakklát þeim borgarfulltrúum sem sýna stöðu okkar skilning og taka upp hanskann fyrir fjölskyldufólk í Reykjavík. Höfundar eru foreldrar leikskólabarna í Reykjavík. Undir bréfið skrifa: Andrea Sigurðardóttir Anna Bergmann Atli Bjarnason Áslaug Björnsdóttir Berglind Bergmann Ellert Finnbogi Eiríksson Erla María Jónsdóttir Tölgyes Erna Niluka Njálsdóttir Eva María Jónsdóttir Guðrún Gígja Georgsdóttir Hólmfríður Erna Kjartansdóttir Jakob Helgi Bjarnason Lísbet Sigurðardóttir Magnús Júlíusson Nanna Kristín Tryggvadóttir Stefán Þórarinsson Sverrir Hjaltested Thelma Björk Wilson Valgerður Sigurðardóttir Þóra Helgadóttir
Segir borgarstjóra óttalegan vettling Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir vettlingagjörninginn hafa átt að vekja athygli á erfiðri stöðu foreldra ungabarna í Reykjavík. Gjörningurinn hafi ekki átt að vera innlegg í kjarabaráttu leikskólakennara og flokkurinn hafi aldrei boðað töfralausnir í málaflokknum. 24. apríl 2024 23:58
Leikskólakennarar ósáttir við vettlingagjörning Stjórn Félags leikskólakennara tekur ekki undir yfirlýsingar stjórnmálafólks þar sem boðaðar eru „skyndilausnir sem engu skila“. Í nýrri ályktun stjórnar félagsins segir að engin formleg vinna í tengslum við kjarasamninga sé í gangi varðandi skipulagningu skólastarfs í leikskólum og því síður vinna í gangi að skoða að taka fimm ára börn í grunnskóla. 24. apríl 2024 09:13
„Við næðum eflaust meiri árangri ef borgarstjóri myndi væla minna“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gefur lítið fyrir ummæli Einars Þorsteinssonar borgarstjóra. Í dag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins 1600 vettlinga á gólf Ráðhússins sem þau sögðu svipað marga og börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 17:56
Sjálfstæðisflokkurinn kvelji barnafólk með vettlingagjörningi Einar Þorsteinsson borgarstjóri gefur ekki mikið fyrir mótmæli borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í ráðhúsinu í dag. Þar lögðu borgarfulltrúar flokksins 1.600 vettlinga sem þau sögðu svipað marga og þau börn sem bíði eftir leikskólaplássi í borginni. 23. apríl 2024 15:55
Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun