Hver er pælingin? Ásgeir Brynjar Torfason skrifar 28. apríl 2024 11:01 „Bærinn er skrítinn, hann er fullur af húsum, hús meðfram öllum götum í röðum liggja, aldraðir byggja og ungir menn kaupa lóðir og ætla sér líklega að byggja“ - Svo kvað borgarskáldið Tómas Guðmundsson fyrir löngu. En hvernig býr fólk sér til híbýli? Hús þarf að byggja. Það hefur löngum þótt betra að nýta sér krafta sérhæfingar, allt frá sautján hundruð og eitthvað á dögum Adam Smith sem talaði fyrir afli hagræðingarinnar, með því að hver geri þann hlut sem hæfir best hverju og einu okkar. Í húsnæðisuppbyggingu sjá þá píparar um lagnir, rafvirkjar um rafmagn og smiðir um smíðina. Þannig á að vera hagkvæmast að sérhæfðir byggingaraðilar byggi húsnæði í stað þess að hver byggi sér sitt heimili með öllu því óhagræði sem af því hlýst. Til þess að mega byggja hús þá þarf líka þekkingu, menntun og leyfi til byggingar á tilteknum stað. Við viljum ekki að húsin hrynji í jarðskjálfta. Ekki viljum við heldur að húsin mygli af raka. Hús veita skjól frá veðri og vindum. Byggingar eiga að duga í hundrað ár eða áttu að gera það hið minnsta. Nú er mikill skortur á húsnæði. Okkur fjölgar hratt hér á landi. Þó fæðingum fækki reyndar mikið. Aðflutningur fólks til landsins eykur eftirspurn eftir húsnæði. Mikil fjölgun ferðamanna og skortur á hótelherbergjum hefur einnig búið til möguleika með hjálp tæknilausna á því að leigja íbúðir til skamms tíma til ferðalanga. Þetta hefur breytt fjölda híbýla úr rými fyrir heimili yfir í gistirými. Fólkið sem kemur til að starfa við hinn vaxandi ferðaiðnað þarf síðan líka híbýli. Markaðurinn margumtalaði og kraftarnir á honum eiga að leysa úr því að framboð aukist á húsnæði. Samt birtast tölur í nýjustu skýrslum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um að minna sé byggt, framboð sé minnkandi og eftirspurn sé vaxandi. Þetta ástand drífur áfram verðhækkanir á húsnæði. Þær hækkanir ná jafnvel til óbyggðra lóða með byggingarleyfi þar sem eftir á að byggja. Húsnæðisuppbyggingarfyrirtækin sem eiga lóðirnar selja þær síðan sín á milli til þess að raungera hagnaðinn úr bókhaldinu. Þannig er hægt að græða peninga með því að byggja ekki á lóð fyrir nýja íbúðabyggð. Vextir sem hafa hækkað vegna verðbólgu hækka síðan húsnæðiskostnað enn meira og vegna hækkandi húsnæðisverðs þá hækkar verðbólgan meira þannig að ekki er hægt að lækka vexti og byggingarkostnaðurinn hækkar líka vegna háu vaxtanna. Þverstæðan sem í þessu ástandi birtist verður varla leyst með því að bíða eftir því að markaðurinn leysi úr því. Hvernig gerist það þá? Hvað er hægt að gera í staðinn? Hver er pælingin? Höfundur er með doktorspróf í fjármálum og tekur þátt í þverfaglegum rannsóknarhópi um Híbýlaauð. Hópurinn sýnir í porti Hafnarhússins í Listasafni Reykjavík sem hluti af dagskrá Hönnunarmars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
„Bærinn er skrítinn, hann er fullur af húsum, hús meðfram öllum götum í röðum liggja, aldraðir byggja og ungir menn kaupa lóðir og ætla sér líklega að byggja“ - Svo kvað borgarskáldið Tómas Guðmundsson fyrir löngu. En hvernig býr fólk sér til híbýli? Hús þarf að byggja. Það hefur löngum þótt betra að nýta sér krafta sérhæfingar, allt frá sautján hundruð og eitthvað á dögum Adam Smith sem talaði fyrir afli hagræðingarinnar, með því að hver geri þann hlut sem hæfir best hverju og einu okkar. Í húsnæðisuppbyggingu sjá þá píparar um lagnir, rafvirkjar um rafmagn og smiðir um smíðina. Þannig á að vera hagkvæmast að sérhæfðir byggingaraðilar byggi húsnæði í stað þess að hver byggi sér sitt heimili með öllu því óhagræði sem af því hlýst. Til þess að mega byggja hús þá þarf líka þekkingu, menntun og leyfi til byggingar á tilteknum stað. Við viljum ekki að húsin hrynji í jarðskjálfta. Ekki viljum við heldur að húsin mygli af raka. Hús veita skjól frá veðri og vindum. Byggingar eiga að duga í hundrað ár eða áttu að gera það hið minnsta. Nú er mikill skortur á húsnæði. Okkur fjölgar hratt hér á landi. Þó fæðingum fækki reyndar mikið. Aðflutningur fólks til landsins eykur eftirspurn eftir húsnæði. Mikil fjölgun ferðamanna og skortur á hótelherbergjum hefur einnig búið til möguleika með hjálp tæknilausna á því að leigja íbúðir til skamms tíma til ferðalanga. Þetta hefur breytt fjölda híbýla úr rými fyrir heimili yfir í gistirými. Fólkið sem kemur til að starfa við hinn vaxandi ferðaiðnað þarf síðan líka híbýli. Markaðurinn margumtalaði og kraftarnir á honum eiga að leysa úr því að framboð aukist á húsnæði. Samt birtast tölur í nýjustu skýrslum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um að minna sé byggt, framboð sé minnkandi og eftirspurn sé vaxandi. Þetta ástand drífur áfram verðhækkanir á húsnæði. Þær hækkanir ná jafnvel til óbyggðra lóða með byggingarleyfi þar sem eftir á að byggja. Húsnæðisuppbyggingarfyrirtækin sem eiga lóðirnar selja þær síðan sín á milli til þess að raungera hagnaðinn úr bókhaldinu. Þannig er hægt að græða peninga með því að byggja ekki á lóð fyrir nýja íbúðabyggð. Vextir sem hafa hækkað vegna verðbólgu hækka síðan húsnæðiskostnað enn meira og vegna hækkandi húsnæðisverðs þá hækkar verðbólgan meira þannig að ekki er hægt að lækka vexti og byggingarkostnaðurinn hækkar líka vegna háu vaxtanna. Þverstæðan sem í þessu ástandi birtist verður varla leyst með því að bíða eftir því að markaðurinn leysi úr því. Hvernig gerist það þá? Hvað er hægt að gera í staðinn? Hver er pælingin? Höfundur er með doktorspróf í fjármálum og tekur þátt í þverfaglegum rannsóknarhópi um Híbýlaauð. Hópurinn sýnir í porti Hafnarhússins í Listasafni Reykjavík sem hluti af dagskrá Hönnunarmars.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun