Hvar er eldhúsglugginn? Elsa Ævarsdóttir skrifar 28. apríl 2024 13:31 Áherslur á hönnun heimilisins eru í stöðugri þróun. Breytingarnar eru hraðar og erfitt að fylgjast með öllum nýjungum. Og kannski engin ástæða til. Tískan á hverjum tíma hefur engu að síður áhrif á hvernig við horfum á hlutina í kringum okkur. Eldhúseyjan er táknræn fyrir nútíðina; áhugann á góðum mat, matarboðum og fallegri hönnun. Við eyjuna má skála við gesti og reiða fram veislurétti. Þar á fjölskyldan sínar gæðastundir, börnin borða morgunmat á meðan fullorðnir útbúa nesti, foreldrar elda á meðan börnin sinna heimanáminu. Við eyjuna má halda fjarfundi og slaka á með kaffibolla. Nýir straumar segja okkur að mestu skipti að umgjörð heimilins stuðli að vellíðan og samveru. Eyjur eru alltaf málið, heyrist sagt. Náttúrusteinn og tækjaskápar virðast lífsnauðsyn. Snúi eyjan í rétta átt má horfa út um glugga en sjaldan er fjallað um staðsetningu eldhússins og þátta á borð við loftun, birtu og hljóðvist eða þá staðreynd að ekki eru allir svo heppnir að hafa val um eyju. Sumsstaðar finnur fólk leiðir með því að brjóta niður veggi eða færir eldhúsið á milli herbergja en íbúðirnar eru fleiri þar sem aldrei verður hægt að búa til pláss fyrir eldhúseyju. Vegleg eldhús og eyjur eru góð söluvara. Í nýjum fjölbýlishúsum er áherslan á eyjuna stundum slík að í alrýminu verður lítið pláss eftir fyrir borðstofu og stofu. Á sama tíma má segja að með tilkomu alrýmisins hafi þrengt verulega að eldhúsinu. Alltof oft stendur eldhúsinnréttingin innarlega í íbúðinni, langt frá glugga, eða liggur jafnvel meðfram gangvegi eins og um hótelíbúð væri að ræða. Formleg borðstofa heyrir sögunni til og sérstakur borðkrókur þykir óþarfur. Tilfærsla eldhússins úr sérstöku herbergi yfir í alrýmið fylgir þróun samfélagsins, í opna eldhúsinu geta allir í fjölskyldunni verið með og gestirnir líka. Það er óheppileg þróun að þessum mikilvæga samverureit sé æ oftar komið fyrir á dimmum stað, einnig í þéttri byggð. Hvað sem öllum tæknilausnum líður eru náttúruleg birta og ferskt loft grundvöllur vellíðunar. Fátt er hversdagslegra en eldhúsglugginn en minningar sem tengjast honum hafa þó oft dýpri merkingu. Skrifað hefur verið á skáldlegan hátt og jafnvel haldnar sýningar um fagurfræði eldhúsgluggans. Gluggi framtíðarinnar verður í alrými nýju fjölbýlishúsanna. Í stað þess að horfa út snúa þar margir baki í birtuna við eldhússstörfin. Aðrir eru með eyju og útsýni. Hvort eyjan nái sama flugi og eldhúsglugginn í frásögnum framtíðarinnar er ekki gott að segja. En það má hugsa sér að það væri bjartara yfir minningunum ef eldhúsið, hjarta heimilisins, færðist aftur nær glugga. Eða, og það væri enn betra, að tryggt verði að eldhúsið fái aftur sína fermetra og taki sitt pláss í alrýminu, ekki á kostnað annarra þarfa heldur sem staður þar sem fólki getur raunverulega liðið vel. Höfundur er innanhússarkitekt og talar máli Híbýlaauðs. Hópurinn býður til skrafs og ráðagerða í porti Hafnarhússins á Hönnunarmars 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hús og heimili Arkitektúr Tíska og hönnun HönnunarMars Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Áherslur á hönnun heimilisins eru í stöðugri þróun. Breytingarnar eru hraðar og erfitt að fylgjast með öllum nýjungum. Og kannski engin ástæða til. Tískan á hverjum tíma hefur engu að síður áhrif á hvernig við horfum á hlutina í kringum okkur. Eldhúseyjan er táknræn fyrir nútíðina; áhugann á góðum mat, matarboðum og fallegri hönnun. Við eyjuna má skála við gesti og reiða fram veislurétti. Þar á fjölskyldan sínar gæðastundir, börnin borða morgunmat á meðan fullorðnir útbúa nesti, foreldrar elda á meðan börnin sinna heimanáminu. Við eyjuna má halda fjarfundi og slaka á með kaffibolla. Nýir straumar segja okkur að mestu skipti að umgjörð heimilins stuðli að vellíðan og samveru. Eyjur eru alltaf málið, heyrist sagt. Náttúrusteinn og tækjaskápar virðast lífsnauðsyn. Snúi eyjan í rétta átt má horfa út um glugga en sjaldan er fjallað um staðsetningu eldhússins og þátta á borð við loftun, birtu og hljóðvist eða þá staðreynd að ekki eru allir svo heppnir að hafa val um eyju. Sumsstaðar finnur fólk leiðir með því að brjóta niður veggi eða færir eldhúsið á milli herbergja en íbúðirnar eru fleiri þar sem aldrei verður hægt að búa til pláss fyrir eldhúseyju. Vegleg eldhús og eyjur eru góð söluvara. Í nýjum fjölbýlishúsum er áherslan á eyjuna stundum slík að í alrýminu verður lítið pláss eftir fyrir borðstofu og stofu. Á sama tíma má segja að með tilkomu alrýmisins hafi þrengt verulega að eldhúsinu. Alltof oft stendur eldhúsinnréttingin innarlega í íbúðinni, langt frá glugga, eða liggur jafnvel meðfram gangvegi eins og um hótelíbúð væri að ræða. Formleg borðstofa heyrir sögunni til og sérstakur borðkrókur þykir óþarfur. Tilfærsla eldhússins úr sérstöku herbergi yfir í alrýmið fylgir þróun samfélagsins, í opna eldhúsinu geta allir í fjölskyldunni verið með og gestirnir líka. Það er óheppileg þróun að þessum mikilvæga samverureit sé æ oftar komið fyrir á dimmum stað, einnig í þéttri byggð. Hvað sem öllum tæknilausnum líður eru náttúruleg birta og ferskt loft grundvöllur vellíðunar. Fátt er hversdagslegra en eldhúsglugginn en minningar sem tengjast honum hafa þó oft dýpri merkingu. Skrifað hefur verið á skáldlegan hátt og jafnvel haldnar sýningar um fagurfræði eldhúsgluggans. Gluggi framtíðarinnar verður í alrými nýju fjölbýlishúsanna. Í stað þess að horfa út snúa þar margir baki í birtuna við eldhússstörfin. Aðrir eru með eyju og útsýni. Hvort eyjan nái sama flugi og eldhúsglugginn í frásögnum framtíðarinnar er ekki gott að segja. En það má hugsa sér að það væri bjartara yfir minningunum ef eldhúsið, hjarta heimilisins, færðist aftur nær glugga. Eða, og það væri enn betra, að tryggt verði að eldhúsið fái aftur sína fermetra og taki sitt pláss í alrýminu, ekki á kostnað annarra þarfa heldur sem staður þar sem fólki getur raunverulega liðið vel. Höfundur er innanhússarkitekt og talar máli Híbýlaauðs. Hópurinn býður til skrafs og ráðagerða í porti Hafnarhússins á Hönnunarmars 2024.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun