Bara Eiður Smári og Bjargvætturinn höfðu skorað fyrir sextán ára afmælið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2024 12:01 Viktor Bjarki Daðason fagnar hér markinu sínu á móti Valsmönnum í gær. vísir/Anton Viktor Bjarki Daðason varð í gær þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora í efstu deild karla á Íslandi frá upphafi og setti um leið nýtt félagsmet hjá Fram. Viktor kom inn á sem varamaður á móti Val á 73. mínútu og skoraði jöfnunarmarkið á 90. mínútu eins og sjá má hér að neðan. Viktor heldur ekki upp á sextán ára afmælið sitt fyrr en um mitt sumar en hann var 15 ára, 9 mánaða og 30 daga í gær. Yngsti Framarinn Hann varð þar með yngsti Framarinn til að skora í efstu deild og bætti þar met Heiðars Geirs Júlíussonar frá 2004. Heiðar Geir var 16 ára, 11 mánaða og 9 daga þegar hann skoraði fyrir Fram á móti ÍA. Í raun eru það bara Eiður Smári Guðjohnsen og Þórarinn Kristjánsson sem hafa verið yngri þegar þeir skoruðu sitt fyrsta mark í efstu deild. Grein í Morgunblaðinu um Eið Smára Guðjohnsen þegar hann varð sá yngsti til að spila í efstu deild. Hann á það met ekki lengur en á metið yfir að vera sá yngsti til að skora í deildinni.Timarit.is/Morgunblaðið Skoraði sjö mörk fyrir sextán ára afmælisdaginn Eiður Smári á metið sem er frá árinu 1994. Hann var aðeins 15 ára, 8 mánaða og 11 daga þegar hann skoraði fyrir Val í 1-1 við ÍBV úti í Vestmannaeyjum. Eiður átti eftir að skora 7 mörk í 17 leikjum þetta sumar og náði að skora öll sjö mörkin áður en hann hélt upp á sextán ára afmælið sitt. Tveimur árum seinna skoraði Þórarinn Brynjar Kristjánsson fyrir Keflavík á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. 1996. Þórarinn var aðeins 15 ára, 8 mánaða og 30 daga þennan dag seint í september. Grein úr Dagblaðinu Vísi um það þegar hinn fimmtán ára gamli Þórarinn Brynjar Kristjánsson bjargaði Keflavíkurliðinu frá falli hausið 1996.timarit.is/DV Skoraði með fyrstu snertingunni Hann bjargaði Keflavíkurliðinu frá falli með þessu marki og fékk í kjölfarið viðurnefnið Bjargvætturinn. Þórarinn kom inn á sem varamaður, hljóp inn í teig, fékk boltann eftir innkast og skoraði með sinni fyrstu snertingu í efstu deild. Enginn annar hafði náð að skora fyrir sextán ára afmælið sitt fyrr en að Viktor skoraði markið sitt á Hlíðarenda í gær. Viktor Bjarki kom sér upp í þriðja sætið á listanum í gær en hann fór þá upp fyrir Arnar Bergmann Gunnlaugsson sem var 16 ára, 3 mánaða og 19 daga þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Skagamenn sumarið 1989. Yngstur til að skora í efstu deild karla í fótbolta: 15 ára, 8 mánaða og 11 daga Eiður Smári Guðjohnsen fyrir Val 1994 15 ára, 8 mánaða og 30 daga Þórarinn Brynjar Kristjánsson fyrir Keflavík 1996 15 ára, 9 mánaða og 30 daga Viktor Bjarki Daðason fyrir Fram 2024 16 ára, 3 mánaða og 19 daga Arnar Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 3 mánaða og 25 daga Viktor Unnar Illugason fyrir Breiðablik 2006 16 ára, 6 mánaða og 3 daga Bjarki Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 6 mánaða og 14 daga Ingólfur Sigurðsson fyrir KR 2009 16 ára, 6 mánaða og 22 daga Björn Bergmann Sigurðarson fyrir ÍA 2007 Besta deild karla Fram Valur Keflavík ÍF ÍA KR Tölfræði Bestu deilda Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Viktor kom inn á sem varamaður á móti Val á 73. mínútu og skoraði jöfnunarmarkið á 90. mínútu eins og sjá má hér að neðan. Viktor heldur ekki upp á sextán ára afmælið sitt fyrr en um mitt sumar en hann var 15 ára, 9 mánaða og 30 daga í gær. Yngsti Framarinn Hann varð þar með yngsti Framarinn til að skora í efstu deild og bætti þar met Heiðars Geirs Júlíussonar frá 2004. Heiðar Geir var 16 ára, 11 mánaða og 9 daga þegar hann skoraði fyrir Fram á móti ÍA. Í raun eru það bara Eiður Smári Guðjohnsen og Þórarinn Kristjánsson sem hafa verið yngri þegar þeir skoruðu sitt fyrsta mark í efstu deild. Grein í Morgunblaðinu um Eið Smára Guðjohnsen þegar hann varð sá yngsti til að spila í efstu deild. Hann á það met ekki lengur en á metið yfir að vera sá yngsti til að skora í deildinni.Timarit.is/Morgunblaðið Skoraði sjö mörk fyrir sextán ára afmælisdaginn Eiður Smári á metið sem er frá árinu 1994. Hann var aðeins 15 ára, 8 mánaða og 11 daga þegar hann skoraði fyrir Val í 1-1 við ÍBV úti í Vestmannaeyjum. Eiður átti eftir að skora 7 mörk í 17 leikjum þetta sumar og náði að skora öll sjö mörkin áður en hann hélt upp á sextán ára afmælið sitt. Tveimur árum seinna skoraði Þórarinn Brynjar Kristjánsson fyrir Keflavík á móti ÍBV í lokaumferð deildarinnar. 1996. Þórarinn var aðeins 15 ára, 8 mánaða og 30 daga þennan dag seint í september. Grein úr Dagblaðinu Vísi um það þegar hinn fimmtán ára gamli Þórarinn Brynjar Kristjánsson bjargaði Keflavíkurliðinu frá falli hausið 1996.timarit.is/DV Skoraði með fyrstu snertingunni Hann bjargaði Keflavíkurliðinu frá falli með þessu marki og fékk í kjölfarið viðurnefnið Bjargvætturinn. Þórarinn kom inn á sem varamaður, hljóp inn í teig, fékk boltann eftir innkast og skoraði með sinni fyrstu snertingu í efstu deild. Enginn annar hafði náð að skora fyrir sextán ára afmælið sitt fyrr en að Viktor skoraði markið sitt á Hlíðarenda í gær. Viktor Bjarki kom sér upp í þriðja sætið á listanum í gær en hann fór þá upp fyrir Arnar Bergmann Gunnlaugsson sem var 16 ára, 3 mánaða og 19 daga þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Skagamenn sumarið 1989. Yngstur til að skora í efstu deild karla í fótbolta: 15 ára, 8 mánaða og 11 daga Eiður Smári Guðjohnsen fyrir Val 1994 15 ára, 8 mánaða og 30 daga Þórarinn Brynjar Kristjánsson fyrir Keflavík 1996 15 ára, 9 mánaða og 30 daga Viktor Bjarki Daðason fyrir Fram 2024 16 ára, 3 mánaða og 19 daga Arnar Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 3 mánaða og 25 daga Viktor Unnar Illugason fyrir Breiðablik 2006 16 ára, 6 mánaða og 3 daga Bjarki Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 6 mánaða og 14 daga Ingólfur Sigurðsson fyrir KR 2009 16 ára, 6 mánaða og 22 daga Björn Bergmann Sigurðarson fyrir ÍA 2007
Yngstur til að skora í efstu deild karla í fótbolta: 15 ára, 8 mánaða og 11 daga Eiður Smári Guðjohnsen fyrir Val 1994 15 ára, 8 mánaða og 30 daga Þórarinn Brynjar Kristjánsson fyrir Keflavík 1996 15 ára, 9 mánaða og 30 daga Viktor Bjarki Daðason fyrir Fram 2024 16 ára, 3 mánaða og 19 daga Arnar Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 3 mánaða og 25 daga Viktor Unnar Illugason fyrir Breiðablik 2006 16 ára, 6 mánaða og 3 daga Bjarki Bergmann Gunnlaugsson fyrir ÍA 1989 16 ára, 6 mánaða og 14 daga Ingólfur Sigurðsson fyrir KR 2009 16 ára, 6 mánaða og 22 daga Björn Bergmann Sigurðarson fyrir ÍA 2007
Besta deild karla Fram Valur Keflavík ÍF ÍA KR Tölfræði Bestu deilda Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira