Vekjum risann Guðmundur Karl Brynjarsson skrifar 1. maí 2024 20:01 Undanfarin ár hafa umræður um tekjur og gjöld Þjóðkirkjunnar og annarra trú- og lífskoðunarfélaga verið reglulega í deiglunni. Kirkjustarf er, eins og flestir landsmenn þekkja afar fjölbreytt og nægir þar að nefna kórastarf, foreldramorgna, sunnudagaskóla, æskulýðsstarf og starf fyrir eldri borgara. Safnaðarstarf, uppbygging og viðhald kirkna er að langstærstu leyti fjármagnað með sóknargjöldum. Sóknargjald er í raun félagsgjald á hvern skráðan meðlim í Þjóðkirkjunnar og annarra trú- og lífsskoðunarfélaga. Hið opinbera hefur séð um innheimtu sóknargjaldsins fyrir þeirra hönd síðan árið 1987. Árið 2008 fór að bera á því að hið opinbera hóf einhliða að skerða sóknargjaldið, hið eiginlega félagsgjald. Sú þróun hefur stigmagnast undanfarin ár og hefur þessi skerðing farið frá 6,3% árið 2008 upp í 45,1% skerðingu fyrir árið 2024. Til að setja það í samhengi er staðan í dag er sú að fyrir hverjar 1000 krónur sem trú- og lífsskoðunarfélög landsins ættu að fá í sóknargjöld samkvæmt verðtryggingu samninga fá þau einungis 554 krónur. Lítil sveitasókn sem ætti að fá 1,5 milljónir samkvæmt samningum ber aðeins 823 þúsund úr býtum og munar um minna. Á ferð minni um landið og í samtölum vð sóknarnefndarfólk og hina vígðu stétt ber allt að sama brunni. Sóknir landsins hafa ekki farið varhluta af þessari skerðingu og kemur það jafnt niður að viðhaldi kirkna og safnaðarstarfi. Þyngra er en tárum taki að barnakórar og æskulýðsstarf hefur jafnfvel verið skorið alveg niður víða. Sem biskup þá mun ég beita mér af fullum krafti að leitað verði allra leiða gagnvart hinu opinbera að staðið verði við þá samninga sem eru í gildi varðandi innheimtu og afhendingu sóknargjalda. Enn er ófarin sú leið að "vekja risann", eins og ég vil orða það. Þjóðkirkjan er stærsta félag landsins og telur meirihluta kjósenda þessa lands og er ég með hugmyndir uppi í erminni hvernig það verður útfært. Mestu varðar að við sem tilheyrum þjóðkirkjunni látum í okkur heyra gagnvart hinu opinbera. Sóknargjaldið er langstærsti tekjustofn hverrar kirkju fyrir sig og grundvöllurinn að hægt sé að halda úti þeirri mikilvægu þjónustu sem kirkjan sinnir um allt land. Annað tækifæri er falið í því að hið opinbera hefur opnað á þann möguleika að einstaklingar geta nú notið skattaafsláttar ef verið að styðja fjárhagslega við góðgerðarsamtök sem eru skráð á Almannaheillaskrá. Sóknir Þjóðkirkjunnar sem eru í eðli sínu dags daglega að sinna góðgerðarmálum, geta skráð sig á Almannaheillaskrá og geta einstaklingar stutt þannig við sín góðgerðarmál með beinum hætti og notið góðs af lægri skattálagningu að auki í hlutfalli við þá fjárhæð sem þau styrkja sín málefni. Nái ég kjöri sem biskup þá mun ég leitast við að styðja alla söfnuði landsins við að skrá sig á Almannaheillaskrá og þannig renna frekari fjárhagslegum stoðum undir starf sókna um allt land. Þetta er tækifæri sem við innan Þjóðkirkjunnar eigum sannarlega að grípa og nýta okkur til þess að treysta betur fjárhagsgrunninn svo að kirkjustarfið okkar geti blómstrað enn frekar. Það er réttlætismál að styðja við samninga og að öllu sé sóknargjaldinu skilað til sókna landsins. Það er síðan tækifæri að styðja og styrkja stoðir fjárhagsins að hafa fleiri stoðir undir rekstrinum og mun ég beita mér af fullum krafti, kirkju okkur til heilla, svo að við öll innan kirkjunnar geti notið hins frábæra starfs sem er samofið menningu Íslands frá alda öðli. Höfundur er frambjóðandi til embættis biskups Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa umræður um tekjur og gjöld Þjóðkirkjunnar og annarra trú- og lífskoðunarfélaga verið reglulega í deiglunni. Kirkjustarf er, eins og flestir landsmenn þekkja afar fjölbreytt og nægir þar að nefna kórastarf, foreldramorgna, sunnudagaskóla, æskulýðsstarf og starf fyrir eldri borgara. Safnaðarstarf, uppbygging og viðhald kirkna er að langstærstu leyti fjármagnað með sóknargjöldum. Sóknargjald er í raun félagsgjald á hvern skráðan meðlim í Þjóðkirkjunnar og annarra trú- og lífsskoðunarfélaga. Hið opinbera hefur séð um innheimtu sóknargjaldsins fyrir þeirra hönd síðan árið 1987. Árið 2008 fór að bera á því að hið opinbera hóf einhliða að skerða sóknargjaldið, hið eiginlega félagsgjald. Sú þróun hefur stigmagnast undanfarin ár og hefur þessi skerðing farið frá 6,3% árið 2008 upp í 45,1% skerðingu fyrir árið 2024. Til að setja það í samhengi er staðan í dag er sú að fyrir hverjar 1000 krónur sem trú- og lífsskoðunarfélög landsins ættu að fá í sóknargjöld samkvæmt verðtryggingu samninga fá þau einungis 554 krónur. Lítil sveitasókn sem ætti að fá 1,5 milljónir samkvæmt samningum ber aðeins 823 þúsund úr býtum og munar um minna. Á ferð minni um landið og í samtölum vð sóknarnefndarfólk og hina vígðu stétt ber allt að sama brunni. Sóknir landsins hafa ekki farið varhluta af þessari skerðingu og kemur það jafnt niður að viðhaldi kirkna og safnaðarstarfi. Þyngra er en tárum taki að barnakórar og æskulýðsstarf hefur jafnfvel verið skorið alveg niður víða. Sem biskup þá mun ég beita mér af fullum krafti að leitað verði allra leiða gagnvart hinu opinbera að staðið verði við þá samninga sem eru í gildi varðandi innheimtu og afhendingu sóknargjalda. Enn er ófarin sú leið að "vekja risann", eins og ég vil orða það. Þjóðkirkjan er stærsta félag landsins og telur meirihluta kjósenda þessa lands og er ég með hugmyndir uppi í erminni hvernig það verður útfært. Mestu varðar að við sem tilheyrum þjóðkirkjunni látum í okkur heyra gagnvart hinu opinbera. Sóknargjaldið er langstærsti tekjustofn hverrar kirkju fyrir sig og grundvöllurinn að hægt sé að halda úti þeirri mikilvægu þjónustu sem kirkjan sinnir um allt land. Annað tækifæri er falið í því að hið opinbera hefur opnað á þann möguleika að einstaklingar geta nú notið skattaafsláttar ef verið að styðja fjárhagslega við góðgerðarsamtök sem eru skráð á Almannaheillaskrá. Sóknir Þjóðkirkjunnar sem eru í eðli sínu dags daglega að sinna góðgerðarmálum, geta skráð sig á Almannaheillaskrá og geta einstaklingar stutt þannig við sín góðgerðarmál með beinum hætti og notið góðs af lægri skattálagningu að auki í hlutfalli við þá fjárhæð sem þau styrkja sín málefni. Nái ég kjöri sem biskup þá mun ég leitast við að styðja alla söfnuði landsins við að skrá sig á Almannaheillaskrá og þannig renna frekari fjárhagslegum stoðum undir starf sókna um allt land. Þetta er tækifæri sem við innan Þjóðkirkjunnar eigum sannarlega að grípa og nýta okkur til þess að treysta betur fjárhagsgrunninn svo að kirkjustarfið okkar geti blómstrað enn frekar. Það er réttlætismál að styðja við samninga og að öllu sé sóknargjaldinu skilað til sókna landsins. Það er síðan tækifæri að styðja og styrkja stoðir fjárhagsins að hafa fleiri stoðir undir rekstrinum og mun ég beita mér af fullum krafti, kirkju okkur til heilla, svo að við öll innan kirkjunnar geti notið hins frábæra starfs sem er samofið menningu Íslands frá alda öðli. Höfundur er frambjóðandi til embættis biskups Íslands.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun