Veðrið, veskið og Íslendingurinn María Rut Kristinsdóttir skrifar 2. maí 2024 08:30 Það þarf ekki mikið til að gleðja Íslendinginn eftir enn einn harðan veturinn. Fyrstu vordagarnir bera með sér alveg séríslenska tilfinningu. Skyndilega verður allt bjart og fagurt. Tilveran titrar og klæðist fallegum litum í stað grámyglu. Gluggarnir öskra reyndar á gluggaþvott. En veðrið býður svo sem upp á að henda sér út og græja þá. Pallaefnin seljast upp í byggingarvöruverslunum og Íslendingurinn tæmir hratt allt sem grilla má í verslunum landsins. Enda er sumarið komið. Það er enn þá skítkalt. En það er bjart og Íslendingurinn klæðir sig þá bara í peysu. Eða harkar af sér. Því sumarið er komið. Og á þessum degi. Nákvæmlega þessu augnabliki falla minningar um hart vetrarharkið, appelsínugular viðvaranir, ófærð, náttúruvá eða hvers kyns hret í gleymskunnar dá. Því sumarið er komið. Íslendingurinn er hæstánægður með sínar 10 gráður og sól sem er jú alveg heit ef maður er í skjóli vegna þess að veturinn var svo ömurlegur. Svo kemur veturinn og Íslendingurinn verður steinhissa. „Var líka svona dimmt í fyrra?“ „Það var ekki svona kalt í fyrra var það?“ „Vá hvað ég gleymi því alltaf hvað veturinn er harður“... Og svona endurtekur sagan sig á Íslandi ár eftir ár. Árstíð eftir árstíð. Það er mjög íslenskt að vera stöðugt með vindinn í fanginu. Íslendingar eru þrjóskir og það skortir ekki á seigluna hjá okkur. Nábýli við náttúruna og veðrið er líklega ákveðin skýring. Mögulega er þetta hluti af einhverju náttúruvali - að við þrífumst og hrærumst í þessari stöðugu óvissu sem fylgir því að búa hér. Það er ekki einu sinni víst að sumarið sé endanlega komið. En við sættum okkur við það – enda höfum við ekkert annað val. Það er líka hluti af því að vera Íslendingur að búa í séríslensku hagkerfi með minnsta gjaldmiðil í heimi. Því fylgja góð ár efnahagslegar lognmollu með bullandi hagvexti, kaupmætti og tækifærum – en líka mjög slæm með appelsínugulum efnahagsviðvörunum og gríðarlegum vöxtum og verðbólgu. Og rétt eins og með árstíðirnar þá gleymum við þeim vondu í alsælu þeirra góðu. Og svo verður Íslendingurinn alltaf jafn ofboðslega hissa þegar niðursveiflan byrjar. „Hefur þetta einhvern tímann verið svona slæmt?“ „Matarkarfan er orðin svo dýr“ „Ég veit ekki hvernig ég á að klára mánaðarmótin lengur“. Jafnvel þó niðursveiflan hafi gerst sirka á tíu ára fresti í gegnum alla hagsögu okkar frá sjálfstæði þjóðarinnar. Góðu árin eru kannski svo góð. Vegna þess að veturinn var svo harður. Íslendingar finna sér alltaf sól og skjólvegg á endanum. Hvort sem það er í formi pallaefnis – eða með heimatilbúnum lausnum á borð við verðtryggingu, vaxtabætur, gengisfellingar eða með því að kippa nokkrum núllum af gjaldmiðlinum. Íslendingurinn er nefnilega góður í að redda sér fyrir horn. Vandamálið er að vermirinn er yfirleitt skammgóður. Þó það sé vissulega sjarmerandi að einhverju leyti. Þá er það oft heldur kostnaðarsamt fyrir venjuleg heimili að hafa ekki tækifæri til að gera plön langt fram í tímann. Við getum ekki breytt veðrinu, vetrinum eða náttúrunni. En við höfum stjórn á efnahagsmálunum. Þau eru mannanna verk. Það eru pólitískar ákvarðanir þar að baki. En þetta er jú hluti af því að vera Íslendingur. Að mergsjúga góðu stundirnar og afneita þeim slæmu. Því segi ég bara skál! Og gleðilegt verðbólgusumar! Höfundur er aðstoðamaður formanns Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Efnahagsmál Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Það þarf ekki mikið til að gleðja Íslendinginn eftir enn einn harðan veturinn. Fyrstu vordagarnir bera með sér alveg séríslenska tilfinningu. Skyndilega verður allt bjart og fagurt. Tilveran titrar og klæðist fallegum litum í stað grámyglu. Gluggarnir öskra reyndar á gluggaþvott. En veðrið býður svo sem upp á að henda sér út og græja þá. Pallaefnin seljast upp í byggingarvöruverslunum og Íslendingurinn tæmir hratt allt sem grilla má í verslunum landsins. Enda er sumarið komið. Það er enn þá skítkalt. En það er bjart og Íslendingurinn klæðir sig þá bara í peysu. Eða harkar af sér. Því sumarið er komið. Og á þessum degi. Nákvæmlega þessu augnabliki falla minningar um hart vetrarharkið, appelsínugular viðvaranir, ófærð, náttúruvá eða hvers kyns hret í gleymskunnar dá. Því sumarið er komið. Íslendingurinn er hæstánægður með sínar 10 gráður og sól sem er jú alveg heit ef maður er í skjóli vegna þess að veturinn var svo ömurlegur. Svo kemur veturinn og Íslendingurinn verður steinhissa. „Var líka svona dimmt í fyrra?“ „Það var ekki svona kalt í fyrra var það?“ „Vá hvað ég gleymi því alltaf hvað veturinn er harður“... Og svona endurtekur sagan sig á Íslandi ár eftir ár. Árstíð eftir árstíð. Það er mjög íslenskt að vera stöðugt með vindinn í fanginu. Íslendingar eru þrjóskir og það skortir ekki á seigluna hjá okkur. Nábýli við náttúruna og veðrið er líklega ákveðin skýring. Mögulega er þetta hluti af einhverju náttúruvali - að við þrífumst og hrærumst í þessari stöðugu óvissu sem fylgir því að búa hér. Það er ekki einu sinni víst að sumarið sé endanlega komið. En við sættum okkur við það – enda höfum við ekkert annað val. Það er líka hluti af því að vera Íslendingur að búa í séríslensku hagkerfi með minnsta gjaldmiðil í heimi. Því fylgja góð ár efnahagslegar lognmollu með bullandi hagvexti, kaupmætti og tækifærum – en líka mjög slæm með appelsínugulum efnahagsviðvörunum og gríðarlegum vöxtum og verðbólgu. Og rétt eins og með árstíðirnar þá gleymum við þeim vondu í alsælu þeirra góðu. Og svo verður Íslendingurinn alltaf jafn ofboðslega hissa þegar niðursveiflan byrjar. „Hefur þetta einhvern tímann verið svona slæmt?“ „Matarkarfan er orðin svo dýr“ „Ég veit ekki hvernig ég á að klára mánaðarmótin lengur“. Jafnvel þó niðursveiflan hafi gerst sirka á tíu ára fresti í gegnum alla hagsögu okkar frá sjálfstæði þjóðarinnar. Góðu árin eru kannski svo góð. Vegna þess að veturinn var svo harður. Íslendingar finna sér alltaf sól og skjólvegg á endanum. Hvort sem það er í formi pallaefnis – eða með heimatilbúnum lausnum á borð við verðtryggingu, vaxtabætur, gengisfellingar eða með því að kippa nokkrum núllum af gjaldmiðlinum. Íslendingurinn er nefnilega góður í að redda sér fyrir horn. Vandamálið er að vermirinn er yfirleitt skammgóður. Þó það sé vissulega sjarmerandi að einhverju leyti. Þá er það oft heldur kostnaðarsamt fyrir venjuleg heimili að hafa ekki tækifæri til að gera plön langt fram í tímann. Við getum ekki breytt veðrinu, vetrinum eða náttúrunni. En við höfum stjórn á efnahagsmálunum. Þau eru mannanna verk. Það eru pólitískar ákvarðanir þar að baki. En þetta er jú hluti af því að vera Íslendingur. Að mergsjúga góðu stundirnar og afneita þeim slæmu. Því segi ég bara skál! Og gleðilegt verðbólgusumar! Höfundur er aðstoðamaður formanns Viðreisnar.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar