„Við áttum slæman dag og þær góðan dag“ Smári Jökull Jónsson skrifar 2. maí 2024 21:12 John Andrews þjálfari Víkinga. Vísir/Pawel John Andrews þjálfari Víkinga var svekktur með niðurstöðuna þegar Víkingur tapaði 7-2 gegn Val í Bestu deild kvenna í dag. Hann sagði svona lagað stundum gerast og var ánægður með karakter sinna kvenna. „Karakter, andinn og allt það var ekki vandamál. Stelpurnar mínar gerðu sitt besta en hlutirnir fóru ekki eins og við hefðum kosið. Við fengum á okkur víti skömmu fyrir hálfleik og svo þurfti Katla að fara af velli. Það fór illa með okkur,“ sagði Andrews í viðtali við Vísi strax eftir leik. Hann á þar við Kötlu Sveinbjörnsdóttur markvörð sinn sem fór meidd af velli í síðari hálfleik. „Þú sást að stelpurnar á bekknum, þær sem fóru ekki inná og þær sem höfðu komið útaf þær voru að öskra á og hvetja stelpurnar inni á vellinum allt þar til í lokin. Það er einstakur andi í þessu félagi að því leyti. Þetta var slæmur dagur í dag og vond úrslit en við höldum áfram,“ bætti John við. Katla Sveinbjörnsdóttirer markvörður Víkinga.Vísir/Pawel Hann sagði að vítaspyrnan sem Víkingur fékk á sig í upphafi síðari hálfleiks hafa breytt ýmsu. „Þetta var líklega víti en ég hef ekki séð endursýninguna, dómarinn hafði líklega rétt fyrir sér og við bjuggumst við að Katla myndi verja. Við náðum ekki að pressa þær í fyrri hálfleiks eins og við erum vanar að gera en við náðum því aðeins betur í þeim seinni. Mörkin komu mörg úr föstum leikatriðum og það er ólíkt okkur.“ „Við gerðum okkar besta. Þetta er ekki spurning um að þær séu miklu, miklu betri. Þær voru klínískar og nýttu færin sín mjög vel. Við þurfum að þurrka þetta úr minninnu. Stundum áttu slæma daga og það sem skiptir máli er hvernig þú bregst við í næsta leik.“ Víkingar fagna öðru marka sinna í dag.Vísir/Pawel Amanda Andradóttir fór illa með Víkinga í kvöld. Hún lagði upp fjögur mörk fyrir Val og skoraði eitt sjálf. „Hún er góður leikmaður og þær eru með fleiri góða leikmenn. Við berum virðingu fyrir þeim og fyrir Pétri sem þjálfara. Mér fannst við bara ekki mæta nógu vel til leiks. Stuðningsmenn okkar héldu áfram að styðja okkur fram á síðustu mínútu, öskra á stelpurnar og hvetja þær áfram. Við áttum slæman dag og þær góðan dag. Við samþykkjum það ekki bara si svona en stundum gerist þetta.“ Þegar Katla Sveinbjörnsdóttir meiddist þurfti útileikmaðurinn Emma Steinsen Jónsdóttir að fara í markið í hennar stað þar sem enginn varamarkvörður var til staðar. „Við erum með tvo en þær eru bara ekki hér í augnablikinu. Ein þurfti að fara í morgun og við þurfum að heyra í henni. Birta Guðlaugsdóttir kemur frá Bandaríkjunum fljótlega og styrkir okkur í þessari stöðu. Ég býst við að Katla verði í lagi, hún er hörð.“ Emma Steinsen Jónsdóttir fór í mark Vals þegar Katla meiddist.Vísir/Pawel „Tara Jónsdóttir fór tvisvar í markið fyrir okkur þegar ég kom hingað fyrst árið 2020 og stóð sig frábærlega. Ég ætlaði að segja við hana að fara í markið en hún stóð sig vel á miðjunni. Emma stóð sig vel, hún er frábær og hugrökk og þetta var erfið staða fyrir hana. Að fara í markið gegn Íslandsmeisturunum úr hægri bakverðinum. Hrós til hennar og það var lítið sem hún gat gert í þessu mörkum,“ sagði John Andrews að lokum. Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
„Karakter, andinn og allt það var ekki vandamál. Stelpurnar mínar gerðu sitt besta en hlutirnir fóru ekki eins og við hefðum kosið. Við fengum á okkur víti skömmu fyrir hálfleik og svo þurfti Katla að fara af velli. Það fór illa með okkur,“ sagði Andrews í viðtali við Vísi strax eftir leik. Hann á þar við Kötlu Sveinbjörnsdóttur markvörð sinn sem fór meidd af velli í síðari hálfleik. „Þú sást að stelpurnar á bekknum, þær sem fóru ekki inná og þær sem höfðu komið útaf þær voru að öskra á og hvetja stelpurnar inni á vellinum allt þar til í lokin. Það er einstakur andi í þessu félagi að því leyti. Þetta var slæmur dagur í dag og vond úrslit en við höldum áfram,“ bætti John við. Katla Sveinbjörnsdóttirer markvörður Víkinga.Vísir/Pawel Hann sagði að vítaspyrnan sem Víkingur fékk á sig í upphafi síðari hálfleiks hafa breytt ýmsu. „Þetta var líklega víti en ég hef ekki séð endursýninguna, dómarinn hafði líklega rétt fyrir sér og við bjuggumst við að Katla myndi verja. Við náðum ekki að pressa þær í fyrri hálfleiks eins og við erum vanar að gera en við náðum því aðeins betur í þeim seinni. Mörkin komu mörg úr föstum leikatriðum og það er ólíkt okkur.“ „Við gerðum okkar besta. Þetta er ekki spurning um að þær séu miklu, miklu betri. Þær voru klínískar og nýttu færin sín mjög vel. Við þurfum að þurrka þetta úr minninnu. Stundum áttu slæma daga og það sem skiptir máli er hvernig þú bregst við í næsta leik.“ Víkingar fagna öðru marka sinna í dag.Vísir/Pawel Amanda Andradóttir fór illa með Víkinga í kvöld. Hún lagði upp fjögur mörk fyrir Val og skoraði eitt sjálf. „Hún er góður leikmaður og þær eru með fleiri góða leikmenn. Við berum virðingu fyrir þeim og fyrir Pétri sem þjálfara. Mér fannst við bara ekki mæta nógu vel til leiks. Stuðningsmenn okkar héldu áfram að styðja okkur fram á síðustu mínútu, öskra á stelpurnar og hvetja þær áfram. Við áttum slæman dag og þær góðan dag. Við samþykkjum það ekki bara si svona en stundum gerist þetta.“ Þegar Katla Sveinbjörnsdóttir meiddist þurfti útileikmaðurinn Emma Steinsen Jónsdóttir að fara í markið í hennar stað þar sem enginn varamarkvörður var til staðar. „Við erum með tvo en þær eru bara ekki hér í augnablikinu. Ein þurfti að fara í morgun og við þurfum að heyra í henni. Birta Guðlaugsdóttir kemur frá Bandaríkjunum fljótlega og styrkir okkur í þessari stöðu. Ég býst við að Katla verði í lagi, hún er hörð.“ Emma Steinsen Jónsdóttir fór í mark Vals þegar Katla meiddist.Vísir/Pawel „Tara Jónsdóttir fór tvisvar í markið fyrir okkur þegar ég kom hingað fyrst árið 2020 og stóð sig frábærlega. Ég ætlaði að segja við hana að fara í markið en hún stóð sig vel á miðjunni. Emma stóð sig vel, hún er frábær og hugrökk og þetta var erfið staða fyrir hana. Að fara í markið gegn Íslandsmeisturunum úr hægri bakverðinum. Hrós til hennar og það var lítið sem hún gat gert í þessu mörkum,“ sagði John Andrews að lokum.
Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann