Glórulausar framkvæmdir raski velferð íbúa hjúkrunarheimilis Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. maí 2024 09:53 Elín Hirst og fleiri aðstandendur íbúa Sóltúns hafa áhyggjur af því að fyrirhugaðar framkvæmdir muni valda íbúum miklum óþægindum Vísir Aðstandendum íbúa á hjúkrunarheimilinu Sóltúni líst illa á fyrirhugaðar framkvæmdir við húsnæðið. Þau segja að byggingaframkvæmdirnar muni skapa vanlíðan meðal íbúa. Til stendur að bæta rúmlega 60 herbergjum við þau 92 sem fyrir eru, en framkvæmdir hefjast í haust og eiga að taka um tvö ár. Í morgun birtist pistill á Vísi eftir Elínu Hirst aðstandenda þar sem fram kom að framkvæmdirnar muni hafa í för með sér mikinn hávaða, mengun og annað ónæði. Hún segir að fæst okkar hafi áhuga á því að búa í húsnæði sem er í smíðum, og hvað þá sjúklingar á Sóltúni, sem eru viðkvæmur hópur. Síðustu ævidagar þeirra verði því afar nöturlegir. Hún segir hóp aðstandenda hafa tekið sig saman um að standa vörð um velferð íbúa Sóltúns og hafa leitað til yfirvalda með kröfu um að tafarlaust verði hætt við þessar glórulausu framkvæmdir. Of mikið rask fyrir aldraða og sjúka íbúa Elín segir í samtali við fréttastofu að hún hafi áhyggjur af íbúum Sóltúns, sem séu sjúkir og aldraðir. Fyrirhugaðar framkvæmdir séu alltof mikið rask fyrir fólk í þessari stöðu. Hópurinn sé viðkvæmur og geti ekki staðið fyrir máli sínu sjálfur, þess vegna skerist aðstandendur í leikinn og mótmæli. Elín segir að hjúkrunarheimilið Sóltún sé að öðru leyti mjög gott hjúkrunarheimili og fjölskyldan hennar hafi verið mjög ánægð með þjónustuna þar. „En maður getur bara ekkert búið á stað þar sem það eru byggingaframkvæmdir. Það er rosalegur hávaði sem fylgir, og ryk, of mikill umgangur, það er verið að bora, það er verið að fræsa, þetta er bara víðamikið verk sem verður,“ segir Elín. Hún segist beina orðum sínum til stjórnvalda, til heilbrigðisyfirvalda. Elín hefur mjög miklar áhyggjur af þessu, en framkvæmdirnar fari að bresta á. Vísir hefur sent skriflegar spurningar um málið til forstöðumanna Sóltúns og bíður svara. Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Reykjavík Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Í morgun birtist pistill á Vísi eftir Elínu Hirst aðstandenda þar sem fram kom að framkvæmdirnar muni hafa í för með sér mikinn hávaða, mengun og annað ónæði. Hún segir að fæst okkar hafi áhuga á því að búa í húsnæði sem er í smíðum, og hvað þá sjúklingar á Sóltúni, sem eru viðkvæmur hópur. Síðustu ævidagar þeirra verði því afar nöturlegir. Hún segir hóp aðstandenda hafa tekið sig saman um að standa vörð um velferð íbúa Sóltúns og hafa leitað til yfirvalda með kröfu um að tafarlaust verði hætt við þessar glórulausu framkvæmdir. Of mikið rask fyrir aldraða og sjúka íbúa Elín segir í samtali við fréttastofu að hún hafi áhyggjur af íbúum Sóltúns, sem séu sjúkir og aldraðir. Fyrirhugaðar framkvæmdir séu alltof mikið rask fyrir fólk í þessari stöðu. Hópurinn sé viðkvæmur og geti ekki staðið fyrir máli sínu sjálfur, þess vegna skerist aðstandendur í leikinn og mótmæli. Elín segir að hjúkrunarheimilið Sóltún sé að öðru leyti mjög gott hjúkrunarheimili og fjölskyldan hennar hafi verið mjög ánægð með þjónustuna þar. „En maður getur bara ekkert búið á stað þar sem það eru byggingaframkvæmdir. Það er rosalegur hávaði sem fylgir, og ryk, of mikill umgangur, það er verið að bora, það er verið að fræsa, þetta er bara víðamikið verk sem verður,“ segir Elín. Hún segist beina orðum sínum til stjórnvalda, til heilbrigðisyfirvalda. Elín hefur mjög miklar áhyggjur af þessu, en framkvæmdirnar fari að bresta á. Vísir hefur sent skriflegar spurningar um málið til forstöðumanna Sóltúns og bíður svara.
Hjúkrunarheimili Byggingariðnaður Reykjavík Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira