Gummi Ben og félagar tímamældu leiktafir KR-ingsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2024 08:31 KR-markvörðurinn Guy Smit var rekinn af velli á Akureyri fyrir að tefja leikinn en fyrir það fékk hann sitt annað gula spjald. Vísir/Anton Brink Strákarnir í Stúkunni skoðuðu betur gulu spjöldin sem markvörður KR-inga fékk í leiknum á móti KA í Bestu deildinni um síðustu helgi. Hollenski markvörðurinn Guy Smit var sendur snemma í sturtu í leik KA og KR eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með stuttu millibili, á 71. og 73. mínútu. „Guy Smit er að lenda í vandræðum. Það er ekki hægt að segja annað,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, í upphafi umræðunnar. Hann sýndi síðan fyrra gula spjaldið sem Smit fékk fyrir að brjóta á KA-manninum Ásgeiri Sigurgeirssyni fyrir utan teig, eftir að hafa fengið slaka sendingu til baka. KA-menn vildu fá beint rautt „Hér er hins vegar Axel [Óskar Andrésson] ofboðslega linur ætla ég að segja, þessi stóri maður. Sendingin til baka er ekki góð en Guy Smit brýtur hér klárlega af sér. Hann er mjög seinn í þetta og fær gula spjaldið. KA-menn eru ósáttir því þeir vilja meina að Guy Smit hafi átt að fá rauða spjaldið,“ sagði Guðmundur. Hann sýndi annað sjónarhorn á brotið og þar sést það vel að Finnur Tómas Pálmason, varnarmaður KR, var kominn til baka. Klippa: Stúkan: Umræða um útspörk og brottrekstur Guy Smit Þeir sýndu líka framhaldið í rauntíma, frá því að KA-menn tóku aukaspyrnuna eftir brotið og þar til að Smit fékk sitt annað gula spjald fyrir leiktöf þegar hann var að taka markspyrnu. Stúkan tók tímann á því atviki. Þeir sýndu líka atvikið á undan þegar Guy Smit fékk aðvörun frá Twana Khalid Ahmed dómara fyrir að tefja leikinn. Það var líka tímamælt og tók mun lengri tíma. „Hér er eins og hann dotti yfir boltanum,“ sagði Guðmundur og sýndi þegar Smit fékk aðvörunina. „Þarna heyrðist ekki múkk“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, bendir á að Smit hafi aftur gerst sekur um að tefja en þá fékk hann engin viðbrögð. „Þarna heyrðist ekki múkk. Bekkurinn segir ekki neitt. Stúkan segir ekki neitt. Það er enginn inn á vellinum sem segir eitthvað,“ sagði Atli Viðar. Dómarinn ósáttur við sjálfan sig „Svo gerist atvikið þar sem hann tekur Ásgeir niður. Það er ofboðslega auðvelt að draga þá ályktun að Twana dómari væri ósáttur við sjálfan sig vegna þess hvernig hann leysti atvikið á undan,“ sagði Atli Viðar. Hér fyrir ofan má sjá Guðmund og sérfræðingana Atla Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson ræða leiktöf Smit og gulu spjöldin. Besta deild karla Stúkan KR KA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Hollenski markvörðurinn Guy Smit var sendur snemma í sturtu í leik KA og KR eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með stuttu millibili, á 71. og 73. mínútu. „Guy Smit er að lenda í vandræðum. Það er ekki hægt að segja annað,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, í upphafi umræðunnar. Hann sýndi síðan fyrra gula spjaldið sem Smit fékk fyrir að brjóta á KA-manninum Ásgeiri Sigurgeirssyni fyrir utan teig, eftir að hafa fengið slaka sendingu til baka. KA-menn vildu fá beint rautt „Hér er hins vegar Axel [Óskar Andrésson] ofboðslega linur ætla ég að segja, þessi stóri maður. Sendingin til baka er ekki góð en Guy Smit brýtur hér klárlega af sér. Hann er mjög seinn í þetta og fær gula spjaldið. KA-menn eru ósáttir því þeir vilja meina að Guy Smit hafi átt að fá rauða spjaldið,“ sagði Guðmundur. Hann sýndi annað sjónarhorn á brotið og þar sést það vel að Finnur Tómas Pálmason, varnarmaður KR, var kominn til baka. Klippa: Stúkan: Umræða um útspörk og brottrekstur Guy Smit Þeir sýndu líka framhaldið í rauntíma, frá því að KA-menn tóku aukaspyrnuna eftir brotið og þar til að Smit fékk sitt annað gula spjald fyrir leiktöf þegar hann var að taka markspyrnu. Stúkan tók tímann á því atviki. Þeir sýndu líka atvikið á undan þegar Guy Smit fékk aðvörun frá Twana Khalid Ahmed dómara fyrir að tefja leikinn. Það var líka tímamælt og tók mun lengri tíma. „Hér er eins og hann dotti yfir boltanum,“ sagði Guðmundur og sýndi þegar Smit fékk aðvörunina. „Þarna heyrðist ekki múkk“ Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, bendir á að Smit hafi aftur gerst sekur um að tefja en þá fékk hann engin viðbrögð. „Þarna heyrðist ekki múkk. Bekkurinn segir ekki neitt. Stúkan segir ekki neitt. Það er enginn inn á vellinum sem segir eitthvað,“ sagði Atli Viðar. Dómarinn ósáttur við sjálfan sig „Svo gerist atvikið þar sem hann tekur Ásgeir niður. Það er ofboðslega auðvelt að draga þá ályktun að Twana dómari væri ósáttur við sjálfan sig vegna þess hvernig hann leysti atvikið á undan,“ sagði Atli Viðar. Hér fyrir ofan má sjá Guðmund og sérfræðingana Atla Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson ræða leiktöf Smit og gulu spjöldin.
Besta deild karla Stúkan KR KA Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira