Að leysa vandann með quick fix Guðbrandur Einarsson skrifar 9. maí 2024 07:01 Nú liggur það fyrir að Seðlabankinn lækkar ekki vexti í þetta sinn þrátt fyrir að verðbólga sé komin í 6%. Okkur er því áfram boðið upp á 9,25% stýrivexti. Þetta þýðir að fólk mun halda áfram að greiða 11-12% vexti af lánum sínum, 13% af bílalánum og 17% af yfirdráttarlánum. Raunvextir á sumum þessara lánaforma eru því orðnir 11%. Lágvaxtalandið Ísland Þegar Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í 0,75% í mars 2021 var verðbólga yfir 4%. Þetta kom sér vel fyrir suma flokka í aðdraganda síðustu kosninga sem keyrðu sína kosningabaráttu undir kjörorðinu lágvaxtalandið Ísland. Þegar maður spyr um ástæðu þess að raunvextir hafi verið gerðir neikvæðir þá hefur svarið verið alltaf verið á þann veg að það þurfti að sprauta lífi í íslenskt atvinnulíf. Niðurstaðan af því varð hins vegar sú, eins og hjá fíklinum sem þurfti quick fix, að allt fór í bál og brand. Það er svo ríkt í okkur að leysa allt með quick fixi. Nú þurfa raunvextir hins vegar að vera háir – og svo háir að enginn getur hreyft sig og hengingarólin herðist áfram um háls þeirra sem skulda. Öfug kaupmáttaraukning kjarasamninga Síðustu kjarasamningar voru undirritaðir með það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum. Það gefur augaleið að það að semja um 3,5% hækkun launa í 6% verðbólgu og vöxtum upp á 11-12% þýðir í raun kaupmáttarrýrnun hjá öllum þeim sem fengu þessa almennu hækkun. Fjármálastofnanir eru farnar að spá því að verðbólga haldist óbreytt út árið og því er enginn hvati fyrir Seðlabankann að lækka vexti á næstunni, enda hefur Seðlabankinn það eina markmið að koma verðbólgunni niður í 2,5% markmiðið. Niðurstaðan alltaf sú sama Ríkisstjórnin hefur réttlætt mikla verðbólgu með miklum hagvexti. Gott og vel. Nú hefur það hins vegar snúist við og spáð er litlum hagvexti. Samt er verðbólgan of há til að hægt sé að hreyfa við stýrivöxtum. Áfram búum við hér á Íslandi við mikla verðbólgu meðan í Danmörku er hún komin niður fyrir 1%. En við höldum samt áfram og vonumst eftir annarri niðurstöðu næst án þess að skoða þá undirliggjandi þætti sem valda þessum óstöðugleika á Íslandi. Við þurfum viðhorfsbreytingu og þurfum að viðurkenna að kerfisbreytinga er þörf hér á landi.Annars höldum við bara áfram rétt eins og fíkillinn að kaupa okkur quick fix og við ættum að vita svo vel hvernig það endar. Við höfum gert það svo oft. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Guðbrandur Einarsson Viðreisn Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur það fyrir að Seðlabankinn lækkar ekki vexti í þetta sinn þrátt fyrir að verðbólga sé komin í 6%. Okkur er því áfram boðið upp á 9,25% stýrivexti. Þetta þýðir að fólk mun halda áfram að greiða 11-12% vexti af lánum sínum, 13% af bílalánum og 17% af yfirdráttarlánum. Raunvextir á sumum þessara lánaforma eru því orðnir 11%. Lágvaxtalandið Ísland Þegar Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í 0,75% í mars 2021 var verðbólga yfir 4%. Þetta kom sér vel fyrir suma flokka í aðdraganda síðustu kosninga sem keyrðu sína kosningabaráttu undir kjörorðinu lágvaxtalandið Ísland. Þegar maður spyr um ástæðu þess að raunvextir hafi verið gerðir neikvæðir þá hefur svarið verið alltaf verið á þann veg að það þurfti að sprauta lífi í íslenskt atvinnulíf. Niðurstaðan af því varð hins vegar sú, eins og hjá fíklinum sem þurfti quick fix, að allt fór í bál og brand. Það er svo ríkt í okkur að leysa allt með quick fixi. Nú þurfa raunvextir hins vegar að vera háir – og svo háir að enginn getur hreyft sig og hengingarólin herðist áfram um háls þeirra sem skulda. Öfug kaupmáttaraukning kjarasamninga Síðustu kjarasamningar voru undirritaðir með það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum. Það gefur augaleið að það að semja um 3,5% hækkun launa í 6% verðbólgu og vöxtum upp á 11-12% þýðir í raun kaupmáttarrýrnun hjá öllum þeim sem fengu þessa almennu hækkun. Fjármálastofnanir eru farnar að spá því að verðbólga haldist óbreytt út árið og því er enginn hvati fyrir Seðlabankann að lækka vexti á næstunni, enda hefur Seðlabankinn það eina markmið að koma verðbólgunni niður í 2,5% markmiðið. Niðurstaðan alltaf sú sama Ríkisstjórnin hefur réttlætt mikla verðbólgu með miklum hagvexti. Gott og vel. Nú hefur það hins vegar snúist við og spáð er litlum hagvexti. Samt er verðbólgan of há til að hægt sé að hreyfa við stýrivöxtum. Áfram búum við hér á Íslandi við mikla verðbólgu meðan í Danmörku er hún komin niður fyrir 1%. En við höldum samt áfram og vonumst eftir annarri niðurstöðu næst án þess að skoða þá undirliggjandi þætti sem valda þessum óstöðugleika á Íslandi. Við þurfum viðhorfsbreytingu og þurfum að viðurkenna að kerfisbreytinga er þörf hér á landi.Annars höldum við bara áfram rétt eins og fíkillinn að kaupa okkur quick fix og við ættum að vita svo vel hvernig það endar. Við höfum gert það svo oft. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar