„Þetta var bara sturlað“ Siggeir Ævarsson skrifar 8. maí 2024 21:46 Jóhann Þór hafði ástæðu til að glotta í kvöld (þó svo að myndin hafi reyndar verið tekin í síðasta leik) Vísir/Hulda Margrét Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var mættur í viðtal til Andra Más Eggertssonar eftir stórsigur á Keflavík í kvöld, 96-71. Keflvíkingar sáu eiginlega aldrei til sólar nema kannski rétt í byrjun. Aðspurður hvort þetta hefði verið besti leikurinn í einvíginu sagði Jóhann svo vera. „Að okkar hálfu klárlega. Síðustu fimm í þriðja og fyrstu fimm í fjórða bara geggjaðir. Varnarlega mjög góðir og fengum auðveldar körfur og það var bara góður taktur í þessu. Spiluðum bara mjög vel.“ Grindvíkingar virtust vera hárrétt innstilltir í kvöld, afar skilvirkir á báðum endum vallarins. „Algjörlega. Keflvíkingar taka fjórtán víti í fyrri hálfleik, skora held ég níu körfur utan af velli. Við erum tíu yfir og töluðum um það í hálfleik að halda fætinum á gjöfinni. Það var í raun það sem við lögðum upp með. Við náðum kannski ekki alveg að kýla á þetta strax til að byrja með í seinni. En bara frábær frammistaða heilt yfir í seinni hálfleik. Flottur sláttur á liðinu.“ DeAndre Kane fékk sína fjórðu villu þegar 14 mínútur voru eftir af leiknum og settist á bekknum en það virtist ekki koma Grindvíkingum á nokkurn hátt úr jafnvægi. „Alls ekki. Við bara gerðum virkilega vel á báðum endum. Sáttur með frammistöðuna og fullt af jákvæðum hlutum fyrir sunnudaginn.“ Grindvíkingar hófu fjórða leikhluta á 17-0 áhlaupinu og gerðu þá endanlega út um hann. Jóhann sagði að stemmingin í húsinu hefði átt sinn hlut í frammistöðu kvöldsins. „Varnarlega vorum við bara geggjaðir. Vorum að fá frammistöður allsstaðar frá, Breki, Julio og Arnór komu með flottar varnarframmistöður. Við spiluðum vel og okkur leið vel. Geggjuð stemming í húsinu, „þetta var bara sturlað“, kredit á fólkið sem lét sjá sig og lét vel í sér heyra. Það er eins og við höfum mikið talað um, það vilja allir vera í akkúrat þessu. Ekki bara körfuboltamenn heldur íþróttamenn á Íslandi almennt. Þetta er bara spurning um að njóta.“ Hann var beðinn um að útskýra varnarleikinn betur og svarið var einfalt. Enda er körfubolti einföld íþrótt þegar hlutirnir eru rétt framkvæmdir. „Það er bara orka í okkur. Við erum hreyfanlegir og hjálpum hver öðrum. Ef við höldum okkar við okkar prinsipp þá erum við bara fjandi erfiðir við að eiga. Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Keflvíkingar sáu eiginlega aldrei til sólar nema kannski rétt í byrjun. Aðspurður hvort þetta hefði verið besti leikurinn í einvíginu sagði Jóhann svo vera. „Að okkar hálfu klárlega. Síðustu fimm í þriðja og fyrstu fimm í fjórða bara geggjaðir. Varnarlega mjög góðir og fengum auðveldar körfur og það var bara góður taktur í þessu. Spiluðum bara mjög vel.“ Grindvíkingar virtust vera hárrétt innstilltir í kvöld, afar skilvirkir á báðum endum vallarins. „Algjörlega. Keflvíkingar taka fjórtán víti í fyrri hálfleik, skora held ég níu körfur utan af velli. Við erum tíu yfir og töluðum um það í hálfleik að halda fætinum á gjöfinni. Það var í raun það sem við lögðum upp með. Við náðum kannski ekki alveg að kýla á þetta strax til að byrja með í seinni. En bara frábær frammistaða heilt yfir í seinni hálfleik. Flottur sláttur á liðinu.“ DeAndre Kane fékk sína fjórðu villu þegar 14 mínútur voru eftir af leiknum og settist á bekknum en það virtist ekki koma Grindvíkingum á nokkurn hátt úr jafnvægi. „Alls ekki. Við bara gerðum virkilega vel á báðum endum. Sáttur með frammistöðuna og fullt af jákvæðum hlutum fyrir sunnudaginn.“ Grindvíkingar hófu fjórða leikhluta á 17-0 áhlaupinu og gerðu þá endanlega út um hann. Jóhann sagði að stemmingin í húsinu hefði átt sinn hlut í frammistöðu kvöldsins. „Varnarlega vorum við bara geggjaðir. Vorum að fá frammistöður allsstaðar frá, Breki, Julio og Arnór komu með flottar varnarframmistöður. Við spiluðum vel og okkur leið vel. Geggjuð stemming í húsinu, „þetta var bara sturlað“, kredit á fólkið sem lét sjá sig og lét vel í sér heyra. Það er eins og við höfum mikið talað um, það vilja allir vera í akkúrat þessu. Ekki bara körfuboltamenn heldur íþróttamenn á Íslandi almennt. Þetta er bara spurning um að njóta.“ Hann var beðinn um að útskýra varnarleikinn betur og svarið var einfalt. Enda er körfubolti einföld íþrótt þegar hlutirnir eru rétt framkvæmdir. „Það er bara orka í okkur. Við erum hreyfanlegir og hjálpum hver öðrum. Ef við höldum okkar við okkar prinsipp þá erum við bara fjandi erfiðir við að eiga.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira