Apple biðst afsökunar á auglýsingu fyrir nýjan iPad Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2024 08:17 Sumir segja auglýsinguna endurspegja framtíðarsýn þar sem tæknin hefur komið í stað mannshandarinnar. Apple Apple hefur beðist afsökunar vegna auglýsingar sem hefur vakið mikla reiði. Um er að ræða auglýsingu fyrir nýjan iPad en hún sýnir pressu kremja ýmsa hluti á borð við bækur, hljóðfæri og aðrar táknmyndir listarinnar. Skilja má auglýsinguna sem svo að iPadinn hafi gert þessa hluti úrelta en hann birtist eins og bjargvætturinn þegar eyðileggingin er yfirstaðinn, undir orðunum „Öflugasti iPadinn er einnig sá þynnsti“. Það var Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, sem deildi auglýsingunni á Twitter þar sem hann skoraði á fólk að ímynda sér hvað væri hægt að skapa með nýja töfratækinu. Meet the new iPad Pro: the thinnest product we’ve ever created, the most advanced display we’ve ever produced, with the incredible power of the M4 chip. Just imagine all the things it’ll be used to create. pic.twitter.com/6PeGXNoKgG— Tim Cook (@tim_cook) May 7, 2024 Það var hins vegar fjarri hugum margra, sem þótti síður en svo sniðugt að gefa í skyn að listhneigð mannanna yrði fullnægt með þessari nýjustu afurð Apple. Leikarinn Hugh Grant var þeirra á meðal og sagði á Twitter að auglýsingin endurspeglaði tortímingu mennskunnar, í boði Kísildals. Þá sagði kvikmyndagerðakonan Justine Bateman að gervigreind og tæknin almennt miðuðu nú að því að eyðileggja listirnar og samfélagið almennt. Eins og fyrr segir brást Apple við gagnrýninni með því að biðjast afsökunar. Talsmaður þess sagði sköpunargáfuna innbyggða í erfðaefni fyrirtækisins og vörum þess væri ætlað að valdefla skapandi einstaklinga út um allan heim. Auglýsingin er enn á samfélagsmiðlum en fregnir herma að hún muni ekki birtast í sjónvarpi. Tækni Neytendur Menning Apple Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Skilja má auglýsinguna sem svo að iPadinn hafi gert þessa hluti úrelta en hann birtist eins og bjargvætturinn þegar eyðileggingin er yfirstaðinn, undir orðunum „Öflugasti iPadinn er einnig sá þynnsti“. Það var Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, sem deildi auglýsingunni á Twitter þar sem hann skoraði á fólk að ímynda sér hvað væri hægt að skapa með nýja töfratækinu. Meet the new iPad Pro: the thinnest product we’ve ever created, the most advanced display we’ve ever produced, with the incredible power of the M4 chip. Just imagine all the things it’ll be used to create. pic.twitter.com/6PeGXNoKgG— Tim Cook (@tim_cook) May 7, 2024 Það var hins vegar fjarri hugum margra, sem þótti síður en svo sniðugt að gefa í skyn að listhneigð mannanna yrði fullnægt með þessari nýjustu afurð Apple. Leikarinn Hugh Grant var þeirra á meðal og sagði á Twitter að auglýsingin endurspeglaði tortímingu mennskunnar, í boði Kísildals. Þá sagði kvikmyndagerðakonan Justine Bateman að gervigreind og tæknin almennt miðuðu nú að því að eyðileggja listirnar og samfélagið almennt. Eins og fyrr segir brást Apple við gagnrýninni með því að biðjast afsökunar. Talsmaður þess sagði sköpunargáfuna innbyggða í erfðaefni fyrirtækisins og vörum þess væri ætlað að valdefla skapandi einstaklinga út um allan heim. Auglýsingin er enn á samfélagsmiðlum en fregnir herma að hún muni ekki birtast í sjónvarpi.
Tækni Neytendur Menning Apple Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira