Hefja árásir nærri Karkív Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2024 14:50 Þetta er meðal þeirru fyrstu mynda sem birtar hafa verið af eftirmálum fyrstu árása Rússa í Karkív í morgun. Telegram Rússneskir hermenn gerðu í morgun atlögu að vörnum Úkraínumanna nærri Karkív, í norðurhluta Úkraínu. Forsvarsmenn úkraínska hersins eru að senda liðsauka á svæðið en segja að árásin hafi verið stöðvuð. Um nokkuð skeið hefur verið talið að Rússar ætli sér að gera atlögu að borginni. Forsvarsmenn Úkraínska hersins sögðu frá því dag að árásin í morgun hefði byrjað á stórskotaliðsárásum og loftárásum á varnarlínu Úkraínumanna. Í kjölfarið hafi rússneskir hermenn á bryn- og skriðdrekum reynt að brjóta sér leið í gengum varnirnar en sú sókn hafi verið stöðvuð. Minnst tveir óbreyttir borgarar eru sagðir hafa fallið í árásunum í morgun. Ríkisstjóri Karkívhéraðs sagði í morgun að rússneskir hermenn gerðu árásir í tiltölulega fámennum hópum og væru að leita að veikleikum á vörnum Úkraínumanna á svæðinu. Seinna í dag sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, að harðir bardagar ættu sér nú stað á svæðinu norður af Karkív. Hann sagði Rússa hafa átt í undirbúningi fyrir umfangsmikla sókn í vor eða í sumar og að mögulega myndu fleiri rússneskir hermenn verða sendir til Karkív í kjölfarið, samkvæmt frétt Reuters. The aftermath: pic.twitter.com/pt7OJGjM6x— OSINTtechnical (@Osinttechnical) May 10, 2024 Heimildarmaður Reuters í úkraínska hernum segir Rússa hafa sótt um kílómetra inn í Úkraínu nærri bænum Vovchansk, en þar voru loft- og stórskotaliðsárásirnar gerðar í nótt og í morgun. Hann sagði talið að markmið Rússa væri að sækja fram um tíu kílómetra inn í Úkraínu til að mynda einhverskonar öryggissvæði. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í mars að hann vildi mynda öryggissvæði inn í Karkív-héraði, vegna árása hópa rússneskra manna inn í Rússland. Karkív er næststærsta borg Úkraínu og myndi það reynast Rússum erfitt að hernema hana. Árásin felur þó í sér að Úkraínumenn, sem eiga við manneklu að etja, þurfa að dreifa enn frekar úr hersveitum sínum. Hermenn sem sitja fastir í skotgröfum við Karkív geta ekki aðstoðað við varnir Úkraínumanna í austurhluta landsins, þar sem helstu árásir Rússa eiga sér stað og þar sem Rússar hafa sótt hægt og rólega fram á undanförnum vikum. Reknir frá Karkív 2022 Snemma í innrás Rússa í Úkraínu lögðu þeir hald á stóran hluta Karkívhéraðs og sátu um höfuðborg héraðsins, sem er einungis í um þrjátíu kílómetra fjarlægð frá landamærum Rússlands. Þeir voru þó reknir á brott frá mestöllu héraðinu síðar árið 2022. Rússar hafa verið að sækja í sig veðrið á undanförnu ári, samhliða manneklu hjá Úkraínumönnum og skorti á skotfærum. Skortur á skotfærum fyrir stórskotalið og loftvarnarkerfi hefur skipt Úkraínumenn miklu. Eftir að borgin Avdívka féll í hendur Rússa fyrr á þessu ári hafa rússneskir hermenn sótt hægt fram á nokkrum stöðum í austurhluta Úkraínu. Sóknir Rússa gefa til kynna að markmið þeirra sé að ná restinni af Dónetsk- og Lúhansk-héruðum, sem saman mynda Donbassvæðið svokallaða. Annars vegar hafa Rússar sótt fram vestur af Avdívka og hins vegar vestur af Bakmút. Helstu átakasvæðin í austurhluta landsins má sjá á meðfylgjandi kortum frá hugveitunni Institute for the study of war. 2/ Geolocated footage published on May 9 shows that Russian forces have advanced in eastern Krasnohorivka (west of Donetsk City) along Tchaikovsky Street. https://t.co/kwdmu8MOWH pic.twitter.com/9WS5MKgN6R— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) May 10, 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Selenskí bauð Bjarna á friðarfund í Sviss Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, ræddi í dag við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í síma. Þetta var fyrsta samtal þeirra síðan Bjarni tók við embætti forsætisráðherra og bauð Selenskí honum á friðarráðstefnu í Sviss í næsta mánuði. 10. maí 2024 13:48 Umfangsmestu árásir Rússa í nokkrar vikur Rússar skutu eldflaugum og flugu drónum að fjölda mikilvægra orkuinnviða í Úkraínu í nótt og í morgun í einni umfangsmestu árás þeirra í margar vikur. Árásirnar eru sagðar hafa valdið miklum skaða á orkuverum í landinu. 8. maí 2024 11:36 Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Ráðamenn í Úkraínu segja að komið hafi verið í veg fyrir ráðabrugg um að ráða Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, og aðra háttsetta embættismenn af dögum. Ráðabruggið er sagt eiga rætur í Rússlandi og þá sérstaklega hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB. 7. maí 2024 12:48 Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. 7. maí 2024 10:41 Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. 7. maí 2024 10:41 Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. 2. maí 2024 11:57 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira
Forsvarsmenn Úkraínska hersins sögðu frá því dag að árásin í morgun hefði byrjað á stórskotaliðsárásum og loftárásum á varnarlínu Úkraínumanna. Í kjölfarið hafi rússneskir hermenn á bryn- og skriðdrekum reynt að brjóta sér leið í gengum varnirnar en sú sókn hafi verið stöðvuð. Minnst tveir óbreyttir borgarar eru sagðir hafa fallið í árásunum í morgun. Ríkisstjóri Karkívhéraðs sagði í morgun að rússneskir hermenn gerðu árásir í tiltölulega fámennum hópum og væru að leita að veikleikum á vörnum Úkraínumanna á svæðinu. Seinna í dag sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, að harðir bardagar ættu sér nú stað á svæðinu norður af Karkív. Hann sagði Rússa hafa átt í undirbúningi fyrir umfangsmikla sókn í vor eða í sumar og að mögulega myndu fleiri rússneskir hermenn verða sendir til Karkív í kjölfarið, samkvæmt frétt Reuters. The aftermath: pic.twitter.com/pt7OJGjM6x— OSINTtechnical (@Osinttechnical) May 10, 2024 Heimildarmaður Reuters í úkraínska hernum segir Rússa hafa sótt um kílómetra inn í Úkraínu nærri bænum Vovchansk, en þar voru loft- og stórskotaliðsárásirnar gerðar í nótt og í morgun. Hann sagði talið að markmið Rússa væri að sækja fram um tíu kílómetra inn í Úkraínu til að mynda einhverskonar öryggissvæði. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í mars að hann vildi mynda öryggissvæði inn í Karkív-héraði, vegna árása hópa rússneskra manna inn í Rússland. Karkív er næststærsta borg Úkraínu og myndi það reynast Rússum erfitt að hernema hana. Árásin felur þó í sér að Úkraínumenn, sem eiga við manneklu að etja, þurfa að dreifa enn frekar úr hersveitum sínum. Hermenn sem sitja fastir í skotgröfum við Karkív geta ekki aðstoðað við varnir Úkraínumanna í austurhluta landsins, þar sem helstu árásir Rússa eiga sér stað og þar sem Rússar hafa sótt hægt og rólega fram á undanförnum vikum. Reknir frá Karkív 2022 Snemma í innrás Rússa í Úkraínu lögðu þeir hald á stóran hluta Karkívhéraðs og sátu um höfuðborg héraðsins, sem er einungis í um þrjátíu kílómetra fjarlægð frá landamærum Rússlands. Þeir voru þó reknir á brott frá mestöllu héraðinu síðar árið 2022. Rússar hafa verið að sækja í sig veðrið á undanförnu ári, samhliða manneklu hjá Úkraínumönnum og skorti á skotfærum. Skortur á skotfærum fyrir stórskotalið og loftvarnarkerfi hefur skipt Úkraínumenn miklu. Eftir að borgin Avdívka féll í hendur Rússa fyrr á þessu ári hafa rússneskir hermenn sótt hægt fram á nokkrum stöðum í austurhluta Úkraínu. Sóknir Rússa gefa til kynna að markmið þeirra sé að ná restinni af Dónetsk- og Lúhansk-héruðum, sem saman mynda Donbassvæðið svokallaða. Annars vegar hafa Rússar sótt fram vestur af Avdívka og hins vegar vestur af Bakmút. Helstu átakasvæðin í austurhluta landsins má sjá á meðfylgjandi kortum frá hugveitunni Institute for the study of war. 2/ Geolocated footage published on May 9 shows that Russian forces have advanced in eastern Krasnohorivka (west of Donetsk City) along Tchaikovsky Street. https://t.co/kwdmu8MOWH pic.twitter.com/9WS5MKgN6R— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) May 10, 2024
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Selenskí bauð Bjarna á friðarfund í Sviss Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, ræddi í dag við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í síma. Þetta var fyrsta samtal þeirra síðan Bjarni tók við embætti forsætisráðherra og bauð Selenskí honum á friðarráðstefnu í Sviss í næsta mánuði. 10. maí 2024 13:48 Umfangsmestu árásir Rússa í nokkrar vikur Rússar skutu eldflaugum og flugu drónum að fjölda mikilvægra orkuinnviða í Úkraínu í nótt og í morgun í einni umfangsmestu árás þeirra í margar vikur. Árásirnar eru sagðar hafa valdið miklum skaða á orkuverum í landinu. 8. maí 2024 11:36 Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Ráðamenn í Úkraínu segja að komið hafi verið í veg fyrir ráðabrugg um að ráða Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, og aðra háttsetta embættismenn af dögum. Ráðabruggið er sagt eiga rætur í Rússlandi og þá sérstaklega hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB. 7. maí 2024 12:48 Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. 7. maí 2024 10:41 Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. 7. maí 2024 10:41 Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. 2. maí 2024 11:57 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira
Selenskí bauð Bjarna á friðarfund í Sviss Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, ræddi í dag við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í síma. Þetta var fyrsta samtal þeirra síðan Bjarni tók við embætti forsætisráðherra og bauð Selenskí honum á friðarráðstefnu í Sviss í næsta mánuði. 10. maí 2024 13:48
Umfangsmestu árásir Rússa í nokkrar vikur Rússar skutu eldflaugum og flugu drónum að fjölda mikilvægra orkuinnviða í Úkraínu í nótt og í morgun í einni umfangsmestu árás þeirra í margar vikur. Árásirnar eru sagðar hafa valdið miklum skaða á orkuverum í landinu. 8. maí 2024 11:36
Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Ráðamenn í Úkraínu segja að komið hafi verið í veg fyrir ráðabrugg um að ráða Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, og aðra háttsetta embættismenn af dögum. Ráðabruggið er sagt eiga rætur í Rússlandi og þá sérstaklega hjá rússnesku leyniþjónustunni FSB. 7. maí 2024 12:48
Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. 7. maí 2024 10:41
Pútín hefur fimmta kjörtímabilið með meiri völd en áður Fimmta kjörtímabil Vladimírs Pútín í embætti forseta Rússlands hefst í dag. Hann stendur frammi fyrir sex árum í embætti til viðbótar, hið minnsta, og hafa ítök hans í Rússlandi líklega aldrei verið meiri. 7. maí 2024 10:41
Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. 2. maí 2024 11:57