„Allt þetta umtal um hvernig hann hagar sér er orðið þreytt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. maí 2024 21:41 Jóhann Þór á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Jóhann Þór Ólafsson sagði sína menn hafa spilað hræðilega í þrjátíu mínútur í tapinu gegn Keflavík í kvöld. Hann svaraði fyrir gagnrýni á DeAndre Kane og sagðist vera orðinn þreyttur á umtalinu um sinn mann. „Mögulega er svolítið ódýrt að segja það en Keflvíkingar vildu þetta bara meira en við. Þeir voru mikið ferskari og við vorum náttúrulega hræðilegir í þrjátíu mínútur,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindvavíkur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld þegar hann ræddi við Andra Má Eggertsson. „Við vinnum ekki leik í undanúrslitum í Íslandsmóti með svona frammistöðu. Við hittum illa í gegnum allan leikinn og tókum það með okkur í vörnina. Skotin koma og fara en það er engin afsökun. Þeir bara vildu þetta meira og einhvern veginn vorum við vanstilltir að hlaupa til baka og fengum körfur í bakið. Við vorum bara slakir heilt yfir.“ Jóhann sagði að menn hefðu ekki endilega látið frammistöðuna fara í taugarnar á sér en hafi ekki náð að halda einbeitingu. „Skotin koma og fara en menn eiga erfitt með að halda sér í augnablikinu og þá getur þetta orðið erfitt eins og sást í dag fyrstu þrjátíu mínúturnar. Hrós á okkur fyrir að koma til baka og gera þetta að leik og allt það. Svekkjandi hvernig við komum stemmdir og ég bið okkar æðislega fólk innilegar afsökunar á þessu. Þetta er ekki í boði.“ „Þetta kallast keppnisskap“ Andri Már spurði Jóhann Þór út í stjörnuleikmann hans DeAndre Kane. Kane lét menn heyra það í leikhléi í upphafi leiks og hefur fengið gagnrýni fyrir viðbrögð sín við dómum og atvikum í leikjum. Jóhann Þór sagði ekki vera lélegan móral í Grindavík. „Alls ekki. Þetta kallast keppnisskap á góðri íslensku,“ sagði Jóhann og svaraði því játandi þegar hann sagði að orka Kane smitaði meira frá sér á jákvæðan hátt en neikvæðan. „Hann heldur mönnum á tánum og lætur menn taka ábyrgð. Hann er góður í því og hann, eins og ég og þú, hefur kosti og galla en kostirnir eru klárlega fleiri og talsvert fleiri. Allt þetta umtal um hvernig hann hagar sér er orðið þreytt. Hann hjálpar okkur miklu meira en hitt.“ DeAndre Kane fagnar í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Eftir erfiðan fyrri hálfleik bjuggust eflaust margir við að Grindvíkingar myndu mæta með gasið í botni í síðari hálfleik. Það gerðist ekki og munurinn fór mest upp í tuttugu og tvö stig í þriðja leikhlutanum. Jóhann sagðist ekki vita ástæðuna fyrir slakri byrjun í síðari hálfleik. „Ef ég vissi það þá hefðum við unnið þetta. Fyrstu þrjátíu mínúturnar erum við hræðilegir. Við náum aldrei takti í einu né neinu sem við reynum að gera. Lykilmenn ná ekki að sýna sitt besta og það gerist. Það er það fallega við körfubolta og íþróttir. Menn eiga „off“ daga og nú þurfum við bara að þjappa okkur saman, endurheimta eins og við getum og mæta klárir á þriðjudag.“ Þegar Grindavík var búið að minnka muninn í þrjú stig stálu þeir boltanum og Kristófer Breki Gylfason og Julio De Asisse komust tveir gegn einum varnarmanni Keflavíkur. Breki reyndi að kasta á De Asisse í loftinu í staðinn fyrir að keyra á körfuna. Sendingin misheppnaðist og Keflvíkingar svöruðu með þriggja stiga kröfu. „Það klikkaði. Breki var bara ragur og átti bara að fara í sniðskot sjálfur. Mínir menn, en Julio er með mjög langar hendur en hoppar ekkert svakalega hátt. Það sást í þessu atviki.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
„Mögulega er svolítið ódýrt að segja það en Keflvíkingar vildu þetta bara meira en við. Þeir voru mikið ferskari og við vorum náttúrulega hræðilegir í þrjátíu mínútur,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindvavíkur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld þegar hann ræddi við Andra Má Eggertsson. „Við vinnum ekki leik í undanúrslitum í Íslandsmóti með svona frammistöðu. Við hittum illa í gegnum allan leikinn og tókum það með okkur í vörnina. Skotin koma og fara en það er engin afsökun. Þeir bara vildu þetta meira og einhvern veginn vorum við vanstilltir að hlaupa til baka og fengum körfur í bakið. Við vorum bara slakir heilt yfir.“ Jóhann sagði að menn hefðu ekki endilega látið frammistöðuna fara í taugarnar á sér en hafi ekki náð að halda einbeitingu. „Skotin koma og fara en menn eiga erfitt með að halda sér í augnablikinu og þá getur þetta orðið erfitt eins og sást í dag fyrstu þrjátíu mínúturnar. Hrós á okkur fyrir að koma til baka og gera þetta að leik og allt það. Svekkjandi hvernig við komum stemmdir og ég bið okkar æðislega fólk innilegar afsökunar á þessu. Þetta er ekki í boði.“ „Þetta kallast keppnisskap“ Andri Már spurði Jóhann Þór út í stjörnuleikmann hans DeAndre Kane. Kane lét menn heyra það í leikhléi í upphafi leiks og hefur fengið gagnrýni fyrir viðbrögð sín við dómum og atvikum í leikjum. Jóhann Þór sagði ekki vera lélegan móral í Grindavík. „Alls ekki. Þetta kallast keppnisskap á góðri íslensku,“ sagði Jóhann og svaraði því játandi þegar hann sagði að orka Kane smitaði meira frá sér á jákvæðan hátt en neikvæðan. „Hann heldur mönnum á tánum og lætur menn taka ábyrgð. Hann er góður í því og hann, eins og ég og þú, hefur kosti og galla en kostirnir eru klárlega fleiri og talsvert fleiri. Allt þetta umtal um hvernig hann hagar sér er orðið þreytt. Hann hjálpar okkur miklu meira en hitt.“ DeAndre Kane fagnar í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Eftir erfiðan fyrri hálfleik bjuggust eflaust margir við að Grindvíkingar myndu mæta með gasið í botni í síðari hálfleik. Það gerðist ekki og munurinn fór mest upp í tuttugu og tvö stig í þriðja leikhlutanum. Jóhann sagðist ekki vita ástæðuna fyrir slakri byrjun í síðari hálfleik. „Ef ég vissi það þá hefðum við unnið þetta. Fyrstu þrjátíu mínúturnar erum við hræðilegir. Við náum aldrei takti í einu né neinu sem við reynum að gera. Lykilmenn ná ekki að sýna sitt besta og það gerist. Það er það fallega við körfubolta og íþróttir. Menn eiga „off“ daga og nú þurfum við bara að þjappa okkur saman, endurheimta eins og við getum og mæta klárir á þriðjudag.“ Þegar Grindavík var búið að minnka muninn í þrjú stig stálu þeir boltanum og Kristófer Breki Gylfason og Julio De Asisse komust tveir gegn einum varnarmanni Keflavíkur. Breki reyndi að kasta á De Asisse í loftinu í staðinn fyrir að keyra á körfuna. Sendingin misheppnaðist og Keflvíkingar svöruðu með þriggja stiga kröfu. „Það klikkaði. Breki var bara ragur og átti bara að fara í sniðskot sjálfur. Mínir menn, en Julio er með mjög langar hendur en hoppar ekkert svakalega hátt. Það sást í þessu atviki.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira