„Ekki nógu illa gefinn til að átta mig ekki á því“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. maí 2024 12:01 Arnar Guðjónsson gæti verið á leið í sinn síðasta leik með Stjörnuna í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Það er bara tilhlökkun. Þetta verður verðugt verkefni, okkur hlakkar til að taka þátt í þessu. Það verður margt fólk og mikil stemning,“ segir Arnar Guðjónsson um oddaleik liðs hans Stjörnunnar við Keflavík í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld. Staðan er jöfn í einvígi liðanna, 2-2, eftir sigur Stjörnunnar í Garðabæ í síðasta leik. Það er því allt undir. „Við nálgumst þetta bara eins og aðra leiki. Þetta er tíundi leikurinn í þessari úrslitakeppni hjá okkur svo við erum komin með ákveðin takt í því hvernig við erum að vinna milli leikja og ætlum ekkert að breyta mikið út frá því,“ segir Arnar um nálgunina fyrir leik kvöldsins í Reykjanesbæ. Keflavík er deildar- og bikarmeistari og verið yfirburðalið í vetur. Er öll pressan á þeim fyrir kvöldið? „Þetta verður ekki auðvelt verkefni. Ég held ég sé ekki að ljúga því að þetta Keflavíkurlið hafi ekki tapað leik á heimavelli í vetur. Þetta er ansi verðugt verkefni sem bíður okkar í kvöld,“ „Ég held að það viti allir að það sé þannig. Þetta er lið sem er sett saman til að verða Íslandsmeistari. Þau eru með landsliðsmenn í öllum stöðum eða atvinnumenn. Þessir blaðamenn ákveða oft hvar pressan er og hvar ekki, en ég held að veðbankarnir hljóti að hafa þær líklegri til sigurs í kvöld en okkur,“ segir Arnar. Verður skrýtið að kveðja, hvenær sem það verður Arnar var þjálfari karla- og kvennaliðs Stjörnunnar í vetur en er á förum í sumar þar sem hann mun taka til starfa hjá KKÍ. Hann hefur þjálfað sinn síðasta leik með karlaliðið sem er úr keppni en tapist leikur kvöldsins verður hann sá síðasti hjá Arnari í Garðabæ. Er hann með það bak við eyrað? „Já, ég er kannski ekki með það bak við eyrað en ég er ekki nógu illa gefinn til að átta mig ekki á því. Ég fatta það alveg. Þegar að því kemur að maður hætti að vinna þarna verður það alltaf tilfinningaþrungið. Þetta eru orðin sex ár, fjögur ár með þessum stelpum. Það verður auðvitað skrýtið, bara eins og fyrir alla sem vinna einhvers staðar, þegar þú hættir á vinnustað þar sem þér finnst gaman og líður vel verður það alltaf tilfinningaþrungið,“ segir Arnar. En er þá ekki stefnan að leikurinn í kvöld verði ekki sá síðasti hjá honum með liðið? „Stefnan er bara að selja okkur dýrt, leggja okkur öll fram, njóta þess að spila í kvöld. Svo sjáum við hverju það skilar. Við erum bara að reyna að bæta okkur í körfubolta og við sjáum hvert það leiðir. Við erum ekkert að flækja þetta,“ segir Arnar. Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar er klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst hálftíma fyrir leik, klukkan 18:45. Subway-deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Staðan er jöfn í einvígi liðanna, 2-2, eftir sigur Stjörnunnar í Garðabæ í síðasta leik. Það er því allt undir. „Við nálgumst þetta bara eins og aðra leiki. Þetta er tíundi leikurinn í þessari úrslitakeppni hjá okkur svo við erum komin með ákveðin takt í því hvernig við erum að vinna milli leikja og ætlum ekkert að breyta mikið út frá því,“ segir Arnar um nálgunina fyrir leik kvöldsins í Reykjanesbæ. Keflavík er deildar- og bikarmeistari og verið yfirburðalið í vetur. Er öll pressan á þeim fyrir kvöldið? „Þetta verður ekki auðvelt verkefni. Ég held ég sé ekki að ljúga því að þetta Keflavíkurlið hafi ekki tapað leik á heimavelli í vetur. Þetta er ansi verðugt verkefni sem bíður okkar í kvöld,“ „Ég held að það viti allir að það sé þannig. Þetta er lið sem er sett saman til að verða Íslandsmeistari. Þau eru með landsliðsmenn í öllum stöðum eða atvinnumenn. Þessir blaðamenn ákveða oft hvar pressan er og hvar ekki, en ég held að veðbankarnir hljóti að hafa þær líklegri til sigurs í kvöld en okkur,“ segir Arnar. Verður skrýtið að kveðja, hvenær sem það verður Arnar var þjálfari karla- og kvennaliðs Stjörnunnar í vetur en er á förum í sumar þar sem hann mun taka til starfa hjá KKÍ. Hann hefur þjálfað sinn síðasta leik með karlaliðið sem er úr keppni en tapist leikur kvöldsins verður hann sá síðasti hjá Arnari í Garðabæ. Er hann með það bak við eyrað? „Já, ég er kannski ekki með það bak við eyrað en ég er ekki nógu illa gefinn til að átta mig ekki á því. Ég fatta það alveg. Þegar að því kemur að maður hætti að vinna þarna verður það alltaf tilfinningaþrungið. Þetta eru orðin sex ár, fjögur ár með þessum stelpum. Það verður auðvitað skrýtið, bara eins og fyrir alla sem vinna einhvers staðar, þegar þú hættir á vinnustað þar sem þér finnst gaman og líður vel verður það alltaf tilfinningaþrungið,“ segir Arnar. En er þá ekki stefnan að leikurinn í kvöld verði ekki sá síðasti hjá honum með liðið? „Stefnan er bara að selja okkur dýrt, leggja okkur öll fram, njóta þess að spila í kvöld. Svo sjáum við hverju það skilar. Við erum bara að reyna að bæta okkur í körfubolta og við sjáum hvert það leiðir. Við erum ekkert að flækja þetta,“ segir Arnar. Leikur Keflavíkur og Stjörnunnar er klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst hálftíma fyrir leik, klukkan 18:45.
Subway-deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira