Keflavíkurkonur hafa aldrei tapað oddaleik á heimavelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2024 14:07 Birna Benónýsdóttir og félagar hennar í Keflavíkurliðinu eru á heimavelli í kvöld og það hefur reynst liðinu vel í oddaleikjum í úrslitakeppni. Vísir/Hulda Margrét Augun verða á Blue höllinni í Keflavík í kvöld þar sem deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur taka á móti ungu liði Stjörnunnar í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna í körfubolta. Njarðvíkurkonur unnu 3-0 sigur á Grindavík í sínu undanúrslitaeinvígi og bíða nú eftir að komast að því hverjir verða mótherjarnir í lokaúrslitunum. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.45 og Subway Körfuboltakvöld gerir síðan upp leikinn strax á eftir. Það er ekki aðeins reynslan sem er með Keflavíkurkonum í kvöld því sagan er vissulega líka með kvennaliði Keflavíkur við aðstæður sem þessar. Keflavíkurkonur hafa nefnilega aldrei tapað oddaleik á heimavelli í sögu úrslitakeppni kvenna í körfubolta. Þetta verður áttundi oddaleikur liðsins á Sunnubrautinni og allir hinir sjö hafa unnist. Þar á meðal er síðasti oddaleikur Keflavíkurkvenna á heimavelli sem var líka á móti Stjörnunni en reyndar allt öðru Stjörnuliði. Sá leikur var í undanúrslitum úrslitakeppninnar vorið 2019. Keflavík vann þann leik frekar örugglega, 85-69. Stjörnuliðið var lagt niður en svo endurvakið aftur nokkrum árum síðar. Liðið er nú byggt upp á mjög ungum leikmönnum sem hafa staðist frábærlega það risapróf í vetur að stimpla sig inn sem eitt besta lið landsins. Liðið er nýliði en komst í efri hlutan og er nú einum sigurleik frá úrslitaeinvíginu. Sex af þessum sjö oddaleikjum í Keflavík hafa verið í undanúrslitum eins og þessi í kvöld en sá sjöundi var úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn vorið 1994. Til samanburðar þá hafa karlarnir í Keflavík spilað tuttugu oddaleiki á heimavelli, unnið fimmtán þeirra og tapað fimm. Oddaleikir Keflavíkurkvenna á heimavelli í sögu úrslitakeppninnar: Undanúrslit 1993: 59-56 sigur á Grindavík Lokaúrslit 1994: 68-58 sigur á KR Undanúrslit 2004: 66-62 sigur á Grindavík Undanúrslit 2005: 79-73 sigur á ÍS Undanúrslit 2013: 78-70 sigur á Val Undanúrslit 2017: 80-64 sigur á Skallagrími Undanúrslit 2019: 85-69 sigur á Stjörnunni Undanúrslit 2024: Klukkan 19.15 í kvöld Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Njarðvíkurkonur unnu 3-0 sigur á Grindavík í sínu undanúrslitaeinvígi og bíða nú eftir að komast að því hverjir verða mótherjarnir í lokaúrslitunum. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.45 og Subway Körfuboltakvöld gerir síðan upp leikinn strax á eftir. Það er ekki aðeins reynslan sem er með Keflavíkurkonum í kvöld því sagan er vissulega líka með kvennaliði Keflavíkur við aðstæður sem þessar. Keflavíkurkonur hafa nefnilega aldrei tapað oddaleik á heimavelli í sögu úrslitakeppni kvenna í körfubolta. Þetta verður áttundi oddaleikur liðsins á Sunnubrautinni og allir hinir sjö hafa unnist. Þar á meðal er síðasti oddaleikur Keflavíkurkvenna á heimavelli sem var líka á móti Stjörnunni en reyndar allt öðru Stjörnuliði. Sá leikur var í undanúrslitum úrslitakeppninnar vorið 2019. Keflavík vann þann leik frekar örugglega, 85-69. Stjörnuliðið var lagt niður en svo endurvakið aftur nokkrum árum síðar. Liðið er nú byggt upp á mjög ungum leikmönnum sem hafa staðist frábærlega það risapróf í vetur að stimpla sig inn sem eitt besta lið landsins. Liðið er nýliði en komst í efri hlutan og er nú einum sigurleik frá úrslitaeinvíginu. Sex af þessum sjö oddaleikjum í Keflavík hafa verið í undanúrslitum eins og þessi í kvöld en sá sjöundi var úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn vorið 1994. Til samanburðar þá hafa karlarnir í Keflavík spilað tuttugu oddaleiki á heimavelli, unnið fimmtán þeirra og tapað fimm. Oddaleikir Keflavíkurkvenna á heimavelli í sögu úrslitakeppninnar: Undanúrslit 1993: 59-56 sigur á Grindavík Lokaúrslit 1994: 68-58 sigur á KR Undanúrslit 2004: 66-62 sigur á Grindavík Undanúrslit 2005: 79-73 sigur á ÍS Undanúrslit 2013: 78-70 sigur á Val Undanúrslit 2017: 80-64 sigur á Skallagrími Undanúrslit 2019: 85-69 sigur á Stjörnunni Undanúrslit 2024: Klukkan 19.15 í kvöld
Oddaleikir Keflavíkurkvenna á heimavelli í sögu úrslitakeppninnar: Undanúrslit 1993: 59-56 sigur á Grindavík Lokaúrslit 1994: 68-58 sigur á KR Undanúrslit 2004: 66-62 sigur á Grindavík Undanúrslit 2005: 79-73 sigur á ÍS Undanúrslit 2013: 78-70 sigur á Val Undanúrslit 2017: 80-64 sigur á Skallagrími Undanúrslit 2019: 85-69 sigur á Stjörnunni Undanúrslit 2024: Klukkan 19.15 í kvöld
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira