Auknar líkur á gosi sem gæti hafist án fyrirvara Árni Sæberg skrifar 13. maí 2024 11:54 Land rís stöðugt í Svartsengi. Vísir/Vilhelm Land rís í Svartsengi með sama hraða og áður. Frá 16. mars, þegar síðasta eldgos hófst, hefur land risið um tæplega tuttugu sentimetra. Kvikusöfnun heldur því áfram og auknar líkur eru á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. Gossprungur gætu opnast með mjög litlum fyrirvara, jafnvel engum. Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands segir að í fyrri kvikuhlaupum og eldgosum hafi um átta til þrettán milljónir rúmmetra bæst við í kvikuhólfið undir Svartsengi milli atburða áður en kvikan hleypur úr kvikuhólfinu yfir í Sundhnúksgígaröðina. Nú sé magn kviku sem bæst hefur við frá 16. mars komið upp fyrir efri mörkin. Vakta stöðuna vel Skjálftavirkni sé nokkuð svipuð á milli daga. Síðustu viku hafi um fimmtíu til áttatíu skjálftar mælst á sólarhring, flestir þeirra á svæðunum milli Stóra-Skógfells og Hagafells annars vegar og sunnan Þorbjarnar hins vegar. Flestir skjálftanna hafi verið undir 1,0 að stærð en stöku skjálftar nærri 2,0 að stærð hafi mælst. Merki um nýtt kvikuhlaup væru, líkt og áður, staðbundin smáskjálftahrina í og við kvikuganginn, hröðun í aflögun og þrýstingsbreytingar í borholum á svæðinu. Sólarhringsvakt Veðurstofunnar fylgist náið með virkninni. Nýjar gossprungur gætu opnast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells og hraunflæði gæti orðið sambærilegt við upphafsfasa síðustu eldgosa á svæðinu. Það gæti gerst með mjög stuttum, jafnvel engum fyrirvara. Sólstormurinn setti strik í reikninginn Í tilkynningu segir að mælingar á landrisi byggi á því að reikna út breytingar á þeim tíma sem það tekur merkið að berast frá gervitunglum sem eru á sveimi umhverfis jörðina í GPS mæla á jörðu niðri. Ef tíminn sem það tekur merkið að ferðast á milli tungls og mælis styttist, þýði það að land hefur risið. Um helgina hafi einn öflugasti segulstormur síðustu ára orðið þegar sólvindar frá stærðarinnar sólblettum á sólinni skullu á jörðinni. Síðast hafi svo sterkur segulstormur orðið þann 30. október 2003. Sterkir sólvindar sendi hlaðnar agnir inn í segulsvið jarðar, sem hafi áhrif á merkjasendingar milli GPS mæla á jörðu niðri og gervitungla. Þessi truflun hafi áhrif á ferðatíma merkisins og komi fram eins og að dregið hafi úr kvikusöfnuninni. Það sé þó ekki raunin, enda sé nýr punktur sem reiknaður var í morgun, á „eðlilegum“ stað miðað við fyrri mælingar. Truflanir vegna sólstorma hafi ekki áhrif á getu Veðurstofunnar til að vara við yfirvofandi kvikuhlaupi eða eldgosi. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesi frestast um tvær vikur Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira
Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands segir að í fyrri kvikuhlaupum og eldgosum hafi um átta til þrettán milljónir rúmmetra bæst við í kvikuhólfið undir Svartsengi milli atburða áður en kvikan hleypur úr kvikuhólfinu yfir í Sundhnúksgígaröðina. Nú sé magn kviku sem bæst hefur við frá 16. mars komið upp fyrir efri mörkin. Vakta stöðuna vel Skjálftavirkni sé nokkuð svipuð á milli daga. Síðustu viku hafi um fimmtíu til áttatíu skjálftar mælst á sólarhring, flestir þeirra á svæðunum milli Stóra-Skógfells og Hagafells annars vegar og sunnan Þorbjarnar hins vegar. Flestir skjálftanna hafi verið undir 1,0 að stærð en stöku skjálftar nærri 2,0 að stærð hafi mælst. Merki um nýtt kvikuhlaup væru, líkt og áður, staðbundin smáskjálftahrina í og við kvikuganginn, hröðun í aflögun og þrýstingsbreytingar í borholum á svæðinu. Sólarhringsvakt Veðurstofunnar fylgist náið með virkninni. Nýjar gossprungur gætu opnast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells og hraunflæði gæti orðið sambærilegt við upphafsfasa síðustu eldgosa á svæðinu. Það gæti gerst með mjög stuttum, jafnvel engum fyrirvara. Sólstormurinn setti strik í reikninginn Í tilkynningu segir að mælingar á landrisi byggi á því að reikna út breytingar á þeim tíma sem það tekur merkið að berast frá gervitunglum sem eru á sveimi umhverfis jörðina í GPS mæla á jörðu niðri. Ef tíminn sem það tekur merkið að ferðast á milli tungls og mælis styttist, þýði það að land hefur risið. Um helgina hafi einn öflugasti segulstormur síðustu ára orðið þegar sólvindar frá stærðarinnar sólblettum á sólinni skullu á jörðinni. Síðast hafi svo sterkur segulstormur orðið þann 30. október 2003. Sterkir sólvindar sendi hlaðnar agnir inn í segulsvið jarðar, sem hafi áhrif á merkjasendingar milli GPS mæla á jörðu niðri og gervitungla. Þessi truflun hafi áhrif á ferðatíma merkisins og komi fram eins og að dregið hafi úr kvikusöfnuninni. Það sé þó ekki raunin, enda sé nýr punktur sem reiknaður var í morgun, á „eðlilegum“ stað miðað við fyrri mælingar. Truflanir vegna sólstorma hafi ekki áhrif á getu Veðurstofunnar til að vara við yfirvofandi kvikuhlaupi eða eldgosi.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð í Súlunesi frestast um tvær vikur Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sjá meira