Kristófer Acox: „Fokkin passion“ Árni Jóhannsson skrifar 14. maí 2024 22:22 Kristófer Acox gargar af gleði Vísir / Anton Brink Kristófer Acox var skiljanlega mjög sáttur það að vera kominn í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Hann átti svakalegt sóknarfráköst í lok leiksins sem hafði mikil áhrif í því að Valur vann á endanum þriggja stiga sigur, 85-82, eftir að gestirnir virtust með unninn leik í höndunum í 4. leikhluta. Kristófer Acox var rifinn út úr stemningunni eins og hann komst sjálfur að orði í viðtal við Andra Má Eggertsson sem spurði hann hvernig í ósköpunum hann væri búinn að drösla þessu laskaða Valsliði í úrslit þetta árið. „Fokkin passion,“ sagði Kristófer og þurfti að taka smá stund til að taka allt saman inn. „Eftir allt sem viðerum búin að ganga í gegnum þá er ég svo ótrúlega stoltur af þessu liði. Við töluðum um það að við værum komnir svona langt fyrir leik og afhverju ættum við að hætta núna.“ Valsmenn voru 11 stigum undir þegar um fimm mínútur voru eftir og tekið var leikhlé. Hann var spurður að því hvað hafi gerst svo? „Þú sagðir það. Það voru fimm mínútur eftir og það er svo rosalega mikill tími í körfuboltaleik. Við ákváðum að loksins spila, afsakið orðbragðið, einhverja fokkin vörn. Komum okkur saman og þetta er það sem góð lið gera. Þetta er það sem Íslandsmeistaraefni gera, við náðum að líma saman vörnina síðustu mínúturnar.“ Kristófer eins og áður sagði náði rosalega stóru sóknarfrákasti þegar fáar sekúndur voru eftir. Hann var beðinn að lýsa því. „Kiddi er búinn að bjarga mér svo oft í vetur að ég ákvað að redda honum svona einu sinni. Hann er okkar öruggasta og besta vítaskytta og það er langbest að hafa hann á línunni. Það kom reyndar á óvart að hann hafi klikkað á báðum. Það kom held ég Njarðvíkingum líka á óvart þannig að það steig hann enginn út og svo bjargaði hann okkur hérna í lokin.“ „Ég er hrikalega þakklátur fyrir að geta komið og þriðja árið í röð verið í úrslitum um þennan fallega titil“, sagði Kristófer alveg að lokum áður en hann hljóp og fagnaði með liðinu sínu. Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 85-82 | Ótrúlegur endir skilaði Val í úrstlit Íslandsmótsins Valur mun mæta Grindavík í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn með 85-82 sigri á Njarðvík í kvöld í oddaleiknum. Þeir læstu kofanum seinni hluta fjórða leikhlutans þegar þeir voru 11 stigum undir og sneru taflinu við. 14. maí 2024 19:31 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Kristófer Acox var rifinn út úr stemningunni eins og hann komst sjálfur að orði í viðtal við Andra Má Eggertsson sem spurði hann hvernig í ósköpunum hann væri búinn að drösla þessu laskaða Valsliði í úrslit þetta árið. „Fokkin passion,“ sagði Kristófer og þurfti að taka smá stund til að taka allt saman inn. „Eftir allt sem viðerum búin að ganga í gegnum þá er ég svo ótrúlega stoltur af þessu liði. Við töluðum um það að við værum komnir svona langt fyrir leik og afhverju ættum við að hætta núna.“ Valsmenn voru 11 stigum undir þegar um fimm mínútur voru eftir og tekið var leikhlé. Hann var spurður að því hvað hafi gerst svo? „Þú sagðir það. Það voru fimm mínútur eftir og það er svo rosalega mikill tími í körfuboltaleik. Við ákváðum að loksins spila, afsakið orðbragðið, einhverja fokkin vörn. Komum okkur saman og þetta er það sem góð lið gera. Þetta er það sem Íslandsmeistaraefni gera, við náðum að líma saman vörnina síðustu mínúturnar.“ Kristófer eins og áður sagði náði rosalega stóru sóknarfrákasti þegar fáar sekúndur voru eftir. Hann var beðinn að lýsa því. „Kiddi er búinn að bjarga mér svo oft í vetur að ég ákvað að redda honum svona einu sinni. Hann er okkar öruggasta og besta vítaskytta og það er langbest að hafa hann á línunni. Það kom reyndar á óvart að hann hafi klikkað á báðum. Það kom held ég Njarðvíkingum líka á óvart þannig að það steig hann enginn út og svo bjargaði hann okkur hérna í lokin.“ „Ég er hrikalega þakklátur fyrir að geta komið og þriðja árið í röð verið í úrslitum um þennan fallega titil“, sagði Kristófer alveg að lokum áður en hann hljóp og fagnaði með liðinu sínu.
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 85-82 | Ótrúlegur endir skilaði Val í úrstlit Íslandsmótsins Valur mun mæta Grindavík í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn með 85-82 sigri á Njarðvík í kvöld í oddaleiknum. Þeir læstu kofanum seinni hluta fjórða leikhlutans þegar þeir voru 11 stigum undir og sneru taflinu við. 14. maí 2024 19:31 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Leik lokið: Valur - Njarðvík 85-82 | Ótrúlegur endir skilaði Val í úrstlit Íslandsmótsins Valur mun mæta Grindavík í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn með 85-82 sigri á Njarðvík í kvöld í oddaleiknum. Þeir læstu kofanum seinni hluta fjórða leikhlutans þegar þeir voru 11 stigum undir og sneru taflinu við. 14. maí 2024 19:31