Reykjavíkurborg svíkur íbúa Laugardals Grétar Már Axelsson skrifar 15. maí 2024 10:01 Reykjavíkurborg hyggst ganga á bak eigin loforða um að framtíðaruppbygging skólastarfs í Laugardal verði á grundvelli farsælu skólanna okkar og óbreyttum hverfisbrag. Þegar borgaryfirvöld ákváðu á haustmánuðum 2022 að ganga í takt með íbúum hverfisins fögnuðu fulltrúar meirihlutans eftir „þverpólitískt samráð við hagaðila, stjórnendur, starfsmenn, foreldra og börn“. Í kjölfarið hafa borgaryfirvöld dregið íbúa hverfisins á asnaeyrum í tæp tvö ár á meðan þeir biðu eftir framgangi mála. Ítrekuðum óskum um upplýsingar varðandi stöðu og þróun mála var mætt með ærandi þögn. Svik borgarinnar við íbúa Laugardals og starfsmenn skóla hverfisins voru opinberuð á fundi Skóla- og frístundaráðs (SFR) mánudaginn 13. maí þegar ráðið ákvað að falla frá fyrri ákvörðun og snúa sér að sviðsmynd sem hverfið hafnaði þegar rúmlega 1.000 manns undirrituðu áskorunina „Stöndum vörð um skólana í Dalnum“. Fyrirvaralaus u-beygja borgarinnar er ísköld gusa og kemur þvert ofan á niðurstöðu alls samráðs sem átt hefur sér stað. Það er von að fólk spyrji sig: má þetta bara? Borgin hefur vanhirt að viðhalda húsnæði skólanna um áratuga skeið. Stefna sem er algjörlega gjaldþrota. Börnin okkar og starfsmenn skólanna þurfa að sækja nám og vinnu í heilsuspillandi húsnæði. Svör um endurbætur og viðgerðir eru þokukennd og óáþreifanleg. Það er hægt að gera svo margfalt betur. Skýrslan sem lögð er til grundvallar svikamyllu borgarinnar vekur upp fleiri spurningar en svör og sýnir að ekkert hefur verið gert til að undirbúa og hefja framkvæmdir við stækkun og viðhald skólanna. Borgaryfirvöld ætluðu augljóslega aldrei að standa við þessa pólitísku ákvörðun og opinbera svikin með þessari skýrslu. Málið er rekið aftur um tvö ár og endurnýjað samtal boðað eins og að það sé eðlileg málsmeðferð eða framkoma við kjósendur, íbúa og starfsmenn í hverfinu. Rök um breyttar forsendur vegna viðhaldsþarfar og þjóðarhallar halda engu vatni. Í skýrslunni er ekki horft á stóru myndina og eftir stendur æpandi skortur á heildstæðri áætlun um framkvæmdir, forgangsröðun, tímalínu og upplýsingar um það hvar skóli barnanna okkar fær aðsetur þegar loksins verður ráðist í bráðnauðsynlegar endurbætur. Það er morgunljóst að borgaryfirvöld ætluðu aldrei að framkvæma neitt af því sem ákveðið hafði verið, ekkert hefur verið gert til að undirbúa framkvæmdir. Borgaryfirvöld eru grímulaust að snúa baki við óskum íbúanna og henda öllu samráði út í veður og vind. Svikin eru stór og vonbrigðin eru mikil. Samtal borgarinnar við íbúa Laugardals er brotið, vantraustið verðskuldað og vanvirðing borgaryfirvalda við hverfið áþreifanleg. Höfundur er gjaldkeri foreldrafélags Laugarnesskóla og fulltrúi foreldrafélaga í íbúaráði Laugardals. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Grunnskólar Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hyggst ganga á bak eigin loforða um að framtíðaruppbygging skólastarfs í Laugardal verði á grundvelli farsælu skólanna okkar og óbreyttum hverfisbrag. Þegar borgaryfirvöld ákváðu á haustmánuðum 2022 að ganga í takt með íbúum hverfisins fögnuðu fulltrúar meirihlutans eftir „þverpólitískt samráð við hagaðila, stjórnendur, starfsmenn, foreldra og börn“. Í kjölfarið hafa borgaryfirvöld dregið íbúa hverfisins á asnaeyrum í tæp tvö ár á meðan þeir biðu eftir framgangi mála. Ítrekuðum óskum um upplýsingar varðandi stöðu og þróun mála var mætt með ærandi þögn. Svik borgarinnar við íbúa Laugardals og starfsmenn skóla hverfisins voru opinberuð á fundi Skóla- og frístundaráðs (SFR) mánudaginn 13. maí þegar ráðið ákvað að falla frá fyrri ákvörðun og snúa sér að sviðsmynd sem hverfið hafnaði þegar rúmlega 1.000 manns undirrituðu áskorunina „Stöndum vörð um skólana í Dalnum“. Fyrirvaralaus u-beygja borgarinnar er ísköld gusa og kemur þvert ofan á niðurstöðu alls samráðs sem átt hefur sér stað. Það er von að fólk spyrji sig: má þetta bara? Borgin hefur vanhirt að viðhalda húsnæði skólanna um áratuga skeið. Stefna sem er algjörlega gjaldþrota. Börnin okkar og starfsmenn skólanna þurfa að sækja nám og vinnu í heilsuspillandi húsnæði. Svör um endurbætur og viðgerðir eru þokukennd og óáþreifanleg. Það er hægt að gera svo margfalt betur. Skýrslan sem lögð er til grundvallar svikamyllu borgarinnar vekur upp fleiri spurningar en svör og sýnir að ekkert hefur verið gert til að undirbúa og hefja framkvæmdir við stækkun og viðhald skólanna. Borgaryfirvöld ætluðu augljóslega aldrei að standa við þessa pólitísku ákvörðun og opinbera svikin með þessari skýrslu. Málið er rekið aftur um tvö ár og endurnýjað samtal boðað eins og að það sé eðlileg málsmeðferð eða framkoma við kjósendur, íbúa og starfsmenn í hverfinu. Rök um breyttar forsendur vegna viðhaldsþarfar og þjóðarhallar halda engu vatni. Í skýrslunni er ekki horft á stóru myndina og eftir stendur æpandi skortur á heildstæðri áætlun um framkvæmdir, forgangsröðun, tímalínu og upplýsingar um það hvar skóli barnanna okkar fær aðsetur þegar loksins verður ráðist í bráðnauðsynlegar endurbætur. Það er morgunljóst að borgaryfirvöld ætluðu aldrei að framkvæma neitt af því sem ákveðið hafði verið, ekkert hefur verið gert til að undirbúa framkvæmdir. Borgaryfirvöld eru grímulaust að snúa baki við óskum íbúanna og henda öllu samráði út í veður og vind. Svikin eru stór og vonbrigðin eru mikil. Samtal borgarinnar við íbúa Laugardals er brotið, vantraustið verðskuldað og vanvirðing borgaryfirvalda við hverfið áþreifanleg. Höfundur er gjaldkeri foreldrafélags Laugarnesskóla og fulltrúi foreldrafélaga í íbúaráði Laugardals.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun