Meinleysisgrey sem séu lífríkinu afar mikilvæg Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. maí 2024 21:30 Jón S. Ólafsson, vatnalíffræðingur á Hafrannsóknarstofnun. Vísir/Einar Vatnalíffræðingur segir ekkert óvenjulegt við mýflugna„faraldur“ sem herjað hefur á íbúa Vatnsendahverfis í Kópavogi undanfarna daga. Þróunin sé þvert á móti jákvæð, enda sýni hún fram á heilbrigt vistkerfi. Á hverfissíðum Vatnsendahverfis hafa undanfarna daga skapast umræður um óvenjumikið magn af flugum. Íbúar í hverfinu til áratuga hafa ekki séð annað eins og hafa sumir jafnvel lýst ástandinu sem hryllingsmynd. Brot af ummælum varðandi flugurnar á íbúasíðu VatnsendahverfisVísir/Sara Líkt og fjallað var um á Vísi í morgun hafa grunnskólabörn í hverfinu sum neitað að fara út í frímínútur og verið hvött til að taka flugnanet með sér í skólann. Ein af um hundrað tegundum mýflugna Um er að ræða svokallað rykmý af mýflugnaætt. Um hundrað tegundir af rykmýi finnst á Íslandi en Jón S. Ólafsson, vatnalíffræðingur á Hafrannsóknarstofnun, segir sennilegast að um sé að ræða svokallaða Stóra-toppflugu. Tegundin finnist ekki í miklum mæli hér á landi nema á Mývatni og við Elliðaárvatn, sem er einmitt vatnið sem Vatnsendahverfi stendur við. „Lirfur þess, sem eru eins og ormar, lifa á botninum allan veturinn. Svo púpa þær sig, breytast í púpu og svo synda púpurnar upp á yfirborðið og flugan klekkst út.“ Um leið og flugan klekkst út leitar hún á land til að vera ekki étin af kríum og fiskum. Hún lifir aðeins í nokkra daga og heldur sig til hlés þegar er rok eða rigning. Þá hefst hún við í grasi eða á húsveggjum. Þegar hlýrra og stillt er í veðri, líkt og um helgina, segir Jón viðbúið og eðlilegt að fólk verði hennar vart í meira magni. Meinlausar og mikilvægar Rykmý nær hápunkti um miðjan maí í Elliðavatni og um þremur vikum síðar á Mývatni. Jón segir vísbendingar um að gangan í ár sé með þeim stærri. Þó sé ekkert að óttast þar sem flugan sé algjörlega meinlaus. „Þær gera ekki neitt. Þær fljúga kannski í kringum þig því þú ert á þeirra svæði, en þær bíta ekki eða neitt þessháttar.“ Jón segir Elliðaárvatn næringarríkt vatn þar sem eðlilegt og jákvætt sé að rykmý klekist út í miklum mæli.Vísir/Einar Er eitthvað hægt að gera til að sporna við því að flugurnar komist inn til manns, annað en að hafa opna glugga? „Eða bara að hafa opna glugga og vera tilbúinn með ryksuguna? Ég held að það sé best.“ Hann segir flugurnar afar mikilvægar lífríkinu og íbúar hverfisins ættu raunar að gleðjast yfir magninu. „Þær skipta gífurlega miklu máli sem æti fyrir fugla og fiska, fyrir vistkerfið. Þannig að ég myndi segja að þetta sé jákvætt því það sýnir að Elliðavatn sé heilbrigt. Það er það besta. Ef það væri alveg sterílt þá væri ekkert sérstaklega gaman.“ Margar tegundir af mýflugum finnast á Íslandi, til dæmis bitmý, lúsmý og rykmý. Vísir/Einar Í lok mánaðar segir Jón hinsvegar að von sé á annarri tegund af mýflugum sem sé ekki alveg eins saklaus, nefninlega bitmýi. Kópavogur Skordýr Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Á hverfissíðum Vatnsendahverfis hafa undanfarna daga skapast umræður um óvenjumikið magn af flugum. Íbúar í hverfinu til áratuga hafa ekki séð annað eins og hafa sumir jafnvel lýst ástandinu sem hryllingsmynd. Brot af ummælum varðandi flugurnar á íbúasíðu VatnsendahverfisVísir/Sara Líkt og fjallað var um á Vísi í morgun hafa grunnskólabörn í hverfinu sum neitað að fara út í frímínútur og verið hvött til að taka flugnanet með sér í skólann. Ein af um hundrað tegundum mýflugna Um er að ræða svokallað rykmý af mýflugnaætt. Um hundrað tegundir af rykmýi finnst á Íslandi en Jón S. Ólafsson, vatnalíffræðingur á Hafrannsóknarstofnun, segir sennilegast að um sé að ræða svokallaða Stóra-toppflugu. Tegundin finnist ekki í miklum mæli hér á landi nema á Mývatni og við Elliðaárvatn, sem er einmitt vatnið sem Vatnsendahverfi stendur við. „Lirfur þess, sem eru eins og ormar, lifa á botninum allan veturinn. Svo púpa þær sig, breytast í púpu og svo synda púpurnar upp á yfirborðið og flugan klekkst út.“ Um leið og flugan klekkst út leitar hún á land til að vera ekki étin af kríum og fiskum. Hún lifir aðeins í nokkra daga og heldur sig til hlés þegar er rok eða rigning. Þá hefst hún við í grasi eða á húsveggjum. Þegar hlýrra og stillt er í veðri, líkt og um helgina, segir Jón viðbúið og eðlilegt að fólk verði hennar vart í meira magni. Meinlausar og mikilvægar Rykmý nær hápunkti um miðjan maí í Elliðavatni og um þremur vikum síðar á Mývatni. Jón segir vísbendingar um að gangan í ár sé með þeim stærri. Þó sé ekkert að óttast þar sem flugan sé algjörlega meinlaus. „Þær gera ekki neitt. Þær fljúga kannski í kringum þig því þú ert á þeirra svæði, en þær bíta ekki eða neitt þessháttar.“ Jón segir Elliðaárvatn næringarríkt vatn þar sem eðlilegt og jákvætt sé að rykmý klekist út í miklum mæli.Vísir/Einar Er eitthvað hægt að gera til að sporna við því að flugurnar komist inn til manns, annað en að hafa opna glugga? „Eða bara að hafa opna glugga og vera tilbúinn með ryksuguna? Ég held að það sé best.“ Hann segir flugurnar afar mikilvægar lífríkinu og íbúar hverfisins ættu raunar að gleðjast yfir magninu. „Þær skipta gífurlega miklu máli sem æti fyrir fugla og fiska, fyrir vistkerfið. Þannig að ég myndi segja að þetta sé jákvætt því það sýnir að Elliðavatn sé heilbrigt. Það er það besta. Ef það væri alveg sterílt þá væri ekkert sérstaklega gaman.“ Margar tegundir af mýflugum finnast á Íslandi, til dæmis bitmý, lúsmý og rykmý. Vísir/Einar Í lok mánaðar segir Jón hinsvegar að von sé á annarri tegund af mýflugum sem sé ekki alveg eins saklaus, nefninlega bitmýi.
Kópavogur Skordýr Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira