Höfða mál gegn hundrað lögregluþjónum vegna árásarinnar í Uvalde Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2024 21:00 Nokkrir af fjölskyldumeðlimum þeirra sem dóu í árásinni í Uvalde árið 2022. Þau tilkynnti samkomulag sem gert var við forsvarsmenn borgarinnar og að þau ætluðu að höfða mál gegn 92 lögregluþjónum. AP/Eric Gay Foreldrar og fjölskyldumeðlimir nítján af 21 sem skotin voru til bana í grunnskóla í Uvalde í Texas árið 2022, ætla að höfða mál gegn nærri því hundrað lögregluþjónum á vegum Texas-ríkis sem komu að viðbrögðum yfirvalda við árásinni. Nítján börn og tveir kennarar voru skotnir til bana í árásinni en viðbrögð lögreglunnar hafa verið harðlega gagnrýnd úr öllum áttum frá því árásin átti sér stað. Fjölskyldumeðlimirnir barnanna hafa einnig gert samkomulag við borgina þar sem þau fá tvær milljónir dala og forsvarsmenn borgarinnar hafa heitið því að bæta staðla og þjálfun lögreglunnar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Nærri því tvö ár eru liðin frá því táningur ruddist þungvopnaður inn í skólann Robb-skólann í Uvalde og skaut nítján börn og tvo kennara til bana. Ekki liggur fyrir hvort umræddir fjölskyldumeðlimir sem hafa höfðað mál séu eingöngu foreldrar barnanna sem dóu í árásinni eða hvort fjölskyldumeðlimir kennaranna koma einnig að málinu. Vel á fjórða hundruð lögregluþjóna, frá ýmsum löggæsluembættum, mættu á vettvang en biðu í rúmlega sjötíu mínútur áður en þeir réðust til atlögu gegn árásarmanninum. Á þeim tíma voru börn sem þóttust vera dáin í skólastofunum tveimur þar sem árásarmaðurinn var að hringja í Neyðarlínuna og biðja um aðstoð. Þá birtu starfsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna skýrslu í janúar þar sem fram kom að fjöldi mistaka hefðu verið gerð af lögreglu í kjölfar árásarinnar. Fyrr á þessu ári var svokallaður ákærudómstóll skipaður í Texas, vegna rannsóknar sem endar mögulega á því að embættismenn og lögregluþjónar sem komu að viðbrögðunum við árásinni verði ákærðir. Yfirmaður almannavarna í Texas hefur meðal annars lýst viðbrögðunum sem „ömurlegu klúðri“ og sagt að lögregluþjónar hefðu átt að fella árásarmanninn um leið og þeir mættu á vettvang. Sjá einnig: Hefðu átt að stoppa byssumanninn eftir þrjár mínútur Í lögsókn fjölskyldnanna segir að lögregluþjónar á vegum Texas-ríkis hafi ekki fylgt starfsreglum sínum vegna skotárása. Kennarar og nemendur hafi gert það, með því að læsa hurðum, slökkva ljós og fela sig og þess vegna hafi þau setið föst í skólanum að bíða eftir lögregluþjónum sem voru ekki á leiðinni. AP hefur eftir einum lögmanni fjölskyldnanna að lögregluþjónarnir hafi svikið fjölskyldurnar og fórnarlömb árásarmannsins. Ríkislögregla Texas hafi haft alla burði til að bregðast fljótt við en það hafi ekki verið gert. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Fjölskyldumeðlimirnir barnanna hafa einnig gert samkomulag við borgina þar sem þau fá tvær milljónir dala og forsvarsmenn borgarinnar hafa heitið því að bæta staðla og þjálfun lögreglunnar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Nærri því tvö ár eru liðin frá því táningur ruddist þungvopnaður inn í skólann Robb-skólann í Uvalde og skaut nítján börn og tvo kennara til bana. Ekki liggur fyrir hvort umræddir fjölskyldumeðlimir sem hafa höfðað mál séu eingöngu foreldrar barnanna sem dóu í árásinni eða hvort fjölskyldumeðlimir kennaranna koma einnig að málinu. Vel á fjórða hundruð lögregluþjóna, frá ýmsum löggæsluembættum, mættu á vettvang en biðu í rúmlega sjötíu mínútur áður en þeir réðust til atlögu gegn árásarmanninum. Á þeim tíma voru börn sem þóttust vera dáin í skólastofunum tveimur þar sem árásarmaðurinn var að hringja í Neyðarlínuna og biðja um aðstoð. Þá birtu starfsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna skýrslu í janúar þar sem fram kom að fjöldi mistaka hefðu verið gerð af lögreglu í kjölfar árásarinnar. Fyrr á þessu ári var svokallaður ákærudómstóll skipaður í Texas, vegna rannsóknar sem endar mögulega á því að embættismenn og lögregluþjónar sem komu að viðbrögðunum við árásinni verði ákærðir. Yfirmaður almannavarna í Texas hefur meðal annars lýst viðbrögðunum sem „ömurlegu klúðri“ og sagt að lögregluþjónar hefðu átt að fella árásarmanninn um leið og þeir mættu á vettvang. Sjá einnig: Hefðu átt að stoppa byssumanninn eftir þrjár mínútur Í lögsókn fjölskyldnanna segir að lögregluþjónar á vegum Texas-ríkis hafi ekki fylgt starfsreglum sínum vegna skotárása. Kennarar og nemendur hafi gert það, með því að læsa hurðum, slökkva ljós og fela sig og þess vegna hafi þau setið föst í skólanum að bíða eftir lögregluþjónum sem voru ekki á leiðinni. AP hefur eftir einum lögmanni fjölskyldnanna að lögregluþjónarnir hafi svikið fjölskyldurnar og fórnarlömb árásarmannsins. Ríkislögregla Texas hafi haft alla burði til að bregðast fljótt við en það hafi ekki verið gert.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira