Hækka leigu á stúdentagörðum um tvö prósent í haust Lovísa Arnardóttir skrifar 24. maí 2024 10:26 Samliggjandi stofa og eldhús í þriggja herbergja íbúð á Skógargörðum. Mynd/Félagsstofnun stúdenta Félagsstofnun stúdenta, FS, hækkar leigu á stúdentagörðunum um tvö prósent frá og með 1. september næstkomandi. Ástæða hækkunar er aukin rekstrarkostnaður og aukin viðhaldskostnaður sem ekki hefur tekist að rétta úr undanfarin ár. „Mikilvægt er að leiðrétta reksturinn og er þetta skref í átt til þess,“ segir í tilkynningu frá Félagsstofnun Stúdenta. Leiga á Stúdentagörðum er mishá eftir íbúðum. Sem dæmi er hægt að fá 16 fermetra einstaklingsherbergi á Gamla Garði við Hringbraut á 121 þúsund krónur á mánuði. Á Hótel Sögu er hægt að fá 20 fermetra stúdíó á 152 þúsund krónur. Við Eggertsgötu er hægt að fá paríbúð á 169 þúsund. Fyrir sama verð er hægt að fá tveggja herbergja fjölskylduíbúð við Eggertsgötu. Þá er einnig hægt að fá fjögurra herbergja fjölskylduíbúð á Eggertsgötu á um 237 þúsund. Með hækkuninni má gera ráð fyrir að slík íbúð hækki um fjögur þúsund krónur í leigu og einstaklingsíbúð á Gamla garði um þrjú þúsund krónur. Myndin er tekin af einstaklingsherbergi á Sögu, því sem áður var Hótel Saga. Mynd/Félagsstofnun stúdenta Á vef FS kemur fram að alls séu 1.600 leigueiningar í útleigu hjá þeim á ellefu stöðum. Um Félagsstofnun stúdenta: Félagsstofnun stúdenta (FS) er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun með sjálfstæða fjárhagsábyrgð. FS var stofnuð árið 1968 og tók formlega til starfa 1. júní sama ár. Aðild að stofnuninni eiga allir skrásettir stúdentar við Háskóla Íslands, Háskólinn og Menntamálaráðuneytið. FS er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki fyrir stúdenta við Háskóla Íslands og er aðalmarkmið að bjóða stúdentum við HÍ góða þjónustu á góðum kjörum og auka lífsgæði þeirra. Félagsstofnun stúdenta rekur Stúdentagarða, Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta, Hámu veitingasölu og Leikskóla stúdenta (Sólgarð og Mánagarð). Gildi FS eru virk samvinna, góð þjónusta, jákvæð upplifun og markviss árangur. Leigumarkaður Hagsmunir stúdenta Háskólar Efnahagsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
„Mikilvægt er að leiðrétta reksturinn og er þetta skref í átt til þess,“ segir í tilkynningu frá Félagsstofnun Stúdenta. Leiga á Stúdentagörðum er mishá eftir íbúðum. Sem dæmi er hægt að fá 16 fermetra einstaklingsherbergi á Gamla Garði við Hringbraut á 121 þúsund krónur á mánuði. Á Hótel Sögu er hægt að fá 20 fermetra stúdíó á 152 þúsund krónur. Við Eggertsgötu er hægt að fá paríbúð á 169 þúsund. Fyrir sama verð er hægt að fá tveggja herbergja fjölskylduíbúð við Eggertsgötu. Þá er einnig hægt að fá fjögurra herbergja fjölskylduíbúð á Eggertsgötu á um 237 þúsund. Með hækkuninni má gera ráð fyrir að slík íbúð hækki um fjögur þúsund krónur í leigu og einstaklingsíbúð á Gamla garði um þrjú þúsund krónur. Myndin er tekin af einstaklingsherbergi á Sögu, því sem áður var Hótel Saga. Mynd/Félagsstofnun stúdenta Á vef FS kemur fram að alls séu 1.600 leigueiningar í útleigu hjá þeim á ellefu stöðum. Um Félagsstofnun stúdenta: Félagsstofnun stúdenta (FS) er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun með sjálfstæða fjárhagsábyrgð. FS var stofnuð árið 1968 og tók formlega til starfa 1. júní sama ár. Aðild að stofnuninni eiga allir skrásettir stúdentar við Háskóla Íslands, Háskólinn og Menntamálaráðuneytið. FS er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki fyrir stúdenta við Háskóla Íslands og er aðalmarkmið að bjóða stúdentum við HÍ góða þjónustu á góðum kjörum og auka lífsgæði þeirra. Félagsstofnun stúdenta rekur Stúdentagarða, Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta, Hámu veitingasölu og Leikskóla stúdenta (Sólgarð og Mánagarð). Gildi FS eru virk samvinna, góð þjónusta, jákvæð upplifun og markviss árangur.
Leigumarkaður Hagsmunir stúdenta Háskólar Efnahagsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira