Tamningakona sýknuð af bótakröfu vegna reiðslyss Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2024 19:03 Slysið átti sér stað í gerði við hesthús árið 2018. Ekki kemur fram í dómnum hvar slysið varð. Myndin er frá Kópavogi og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti sýknu tamningakonu af skaðabótakröfu ungrar konu sem slasaðist alvarlega í reiðslysi þegar hún var unglingur. Unga konan missti hluta af nýra og hefur glímt við aðrar líkamlegar og andlegar afleiðingar eftir slysið. Slysið átti sér stað í júní árið 2018 þegar ungan konan var sextán ára gömul. Þegar hún fór á hest í eigu tamningakonunnar tók hann á rás með hrekkjum. Ungu konunni tókst að halda sér á baki um stund en á endanum snarstoppaði hesturinn þannig að hún flaug af baki og lenti með síðuna á stálgrindargerði. Stúlkan lá á gjörgæsludeild þar sem fylgst var með lífsmörkum hennar í tvo sólarhringa og dvaldi á sjúkrahúsi í rúman hálfan mánuð eftir slysið. Hún missti að minnsta kosti þriðjung af vinstra nýra og hlaut áverka á hrygg. Þá var hún greind með áfallastreitu og kvíða í kjölfar slyssins. Hún stefndi tamningakonunni til greiðslu skaðabóta á þeim forsendum að sem eiganda hrossins bæri hún ábyrgð á líkamstjóni hennar. Eigandi hestsins hefði sýnt af sér saknæma hegðun með því að fela ólögráða barni það hættulega verk að fara á bak hestinum sem unga konan byggði á að hefði verið lítil taminn og þekktur fyrir að vera hrekkjóttur. Hún hafi ekki viljað fara á bak hestinum. Mikil aðstöðumaður hafi verið á henni og eiganda hestsins sem var tamningakona með áralanga reynslu. Ekki sannað að hesturinn hefði verið lítið taminn Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði tamningakonuna í desember 2022 en báðir aðilar áfrýjuðu til Landsréttar. Landsréttur taldi ekki sannað að hesturinn hefði verið lítið taminn. Vitni sem bar um að augljóst hefði hrossið hefði verið lítið eða ekkert tamið hefði ekki þekkt hestinn fyrir slysið og ekki haft forsendur til þess að fullyrða neitt um tamningu hans. Þá taldi rétturinn ekki sannað það sem unga konan byggði á henni hefði verið skylt að hreyfa hestinn samkvæmt samkomulagi við tamningakonuna um að hún tæki að sér að hreyfa hesta í eigu tamningakonunnar gegn því að fá að halda eigin hest í hesthúsi hennar. Tamningakonan hafnaði því að slíkt samkomulag hefði verið til staðar og að hún hefði skipað ungu konunni að hreyfa hestinn daginn sem slysið varð. Því staðfesti Landsréttur sýknudóminn úr héraði, þar á meðal um málskostnað og gjafsóknarkostnað ungu konunnar. Málskostnaður í Landsrétti var felldur niður og ríkissjóður greiðir gjafsókn ungu konunnar, eina milljón króna. Hestar Dómsmál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Slysið átti sér stað í júní árið 2018 þegar ungan konan var sextán ára gömul. Þegar hún fór á hest í eigu tamningakonunnar tók hann á rás með hrekkjum. Ungu konunni tókst að halda sér á baki um stund en á endanum snarstoppaði hesturinn þannig að hún flaug af baki og lenti með síðuna á stálgrindargerði. Stúlkan lá á gjörgæsludeild þar sem fylgst var með lífsmörkum hennar í tvo sólarhringa og dvaldi á sjúkrahúsi í rúman hálfan mánuð eftir slysið. Hún missti að minnsta kosti þriðjung af vinstra nýra og hlaut áverka á hrygg. Þá var hún greind með áfallastreitu og kvíða í kjölfar slyssins. Hún stefndi tamningakonunni til greiðslu skaðabóta á þeim forsendum að sem eiganda hrossins bæri hún ábyrgð á líkamstjóni hennar. Eigandi hestsins hefði sýnt af sér saknæma hegðun með því að fela ólögráða barni það hættulega verk að fara á bak hestinum sem unga konan byggði á að hefði verið lítil taminn og þekktur fyrir að vera hrekkjóttur. Hún hafi ekki viljað fara á bak hestinum. Mikil aðstöðumaður hafi verið á henni og eiganda hestsins sem var tamningakona með áralanga reynslu. Ekki sannað að hesturinn hefði verið lítið taminn Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði tamningakonuna í desember 2022 en báðir aðilar áfrýjuðu til Landsréttar. Landsréttur taldi ekki sannað að hesturinn hefði verið lítið taminn. Vitni sem bar um að augljóst hefði hrossið hefði verið lítið eða ekkert tamið hefði ekki þekkt hestinn fyrir slysið og ekki haft forsendur til þess að fullyrða neitt um tamningu hans. Þá taldi rétturinn ekki sannað það sem unga konan byggði á henni hefði verið skylt að hreyfa hestinn samkvæmt samkomulagi við tamningakonuna um að hún tæki að sér að hreyfa hesta í eigu tamningakonunnar gegn því að fá að halda eigin hest í hesthúsi hennar. Tamningakonan hafnaði því að slíkt samkomulag hefði verið til staðar og að hún hefði skipað ungu konunni að hreyfa hestinn daginn sem slysið varð. Því staðfesti Landsréttur sýknudóminn úr héraði, þar á meðal um málskostnað og gjafsóknarkostnað ungu konunnar. Málskostnaður í Landsrétti var felldur niður og ríkissjóður greiðir gjafsókn ungu konunnar, eina milljón króna.
Hestar Dómsmál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira