„Ég mæli ekki með þessu fyrir neinn mann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 08:02 Arnar Guðjónsson vann fimm titla með Stjörnunni, þrjá bikarmeistaratitla og tvo deildarmeistaratitla. Vísir/Anton Arnar Guðjónsson hætti á dögunum störfum sem þjálfari bæði karla- og kvennaliðs Stjörnunnar í körfubolta. Hann segir mistök að hafa þjálfað bæði lið en fagnar því hins vegar að vera laus við fjölmiðlana. Arnar hefur starfað hjá Stjörnunni í sex ár sem þjálfari karlaliðs félagsins og þá stýrði hann einnig kvennaliðinu síðustu tvö ár. Hann segir erfitt að stíga frá borði. „Það er það og ég held að það sé fyrir alla sem eru að skipta um starf þar sem þeim hefur liðið vel. Það er alltaf erfitt sama hvort þú ert leikskólakennari, körfuboltaþjálfari eða trukkabílstjóri,“ sagði Arnar en Valur Páll Eiríksson ræddi við hann á þessum tímamótum. Arnar var alltaf líflegur á hliðarlínunni.Vísir/Vilhelm „Ef þú ert að fara úr starfi sem þér hefur liðið vel í þá er það alltaf skrýtið skref,“ sagði Arnar. En hvað stendur upp úr eftir árin sex? „Það sem stendur upp úr eru bikarmeistaratitlar karlamegin og úrslitakeppnin í ár kvennamegin, að hafa farið í oddaleik á móti Keflavík,“ sagði Arnar. Þetta heltekur líf þitt Þrátt fyrir fínan árangur í vetur segir Arnar það hafa verið mistök að stýra báðum liðum. „Of mikið. Það voru mistök. Ég sé eftir því. Ég hefði bara átt að fara í annaðhvort. Þetta er starf sem er svolítið skrýtið. Þú ert bara bundinn af viðveru í þrjá til fjóra klukkutíma á dag en þetta heltekur líf þitt,“ sagði Arnar. „Við spiluðum leik í Garðabænum klukkan átta á föstudegi og svo var stelpuleikur klukkan þrjú á laugardegi. Vont tap hjá strákunum og svo mætir þú og það er sami dómari. Þú ert enn þá pirraður út í hann fyrir eitthvað sem hann gerði karlaleik fyrir innan við 24 tímum síðan,“ sagði Arnar. „Þú kemur bara vanstilltur inn í kvennaleikinn líka af því að þú fékkst ekki tíma til að stilla þig af. Ég mæli ekki með þessu fyrir neinn mann,“ sagði Arnar. Best að losna við ykkur Hvað mun hann sakna mest frá þjálfarastarfinu og hvað verður best að vera laus við? „Best að losna við ykkur bara án nokkurs vafa. Ég held að þetta verði síðasta viðtalið sem ég fer í í nokkur ár og að verður rosalega ljúft að þurfa ekki að eiga við ykkur lengur. Ég á eftir að sakna þess að keppa, fara út og keppa,“ sagði Arnar. Arnar hefur störf á skrifstofu Körfuknattleikssambands Íslands um næstu mánaðarmót. Hann mun þar sjá um afreksmál, félagaskipti og önnur verkefni. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Sjá meira
Arnar hefur starfað hjá Stjörnunni í sex ár sem þjálfari karlaliðs félagsins og þá stýrði hann einnig kvennaliðinu síðustu tvö ár. Hann segir erfitt að stíga frá borði. „Það er það og ég held að það sé fyrir alla sem eru að skipta um starf þar sem þeim hefur liðið vel. Það er alltaf erfitt sama hvort þú ert leikskólakennari, körfuboltaþjálfari eða trukkabílstjóri,“ sagði Arnar en Valur Páll Eiríksson ræddi við hann á þessum tímamótum. Arnar var alltaf líflegur á hliðarlínunni.Vísir/Vilhelm „Ef þú ert að fara úr starfi sem þér hefur liðið vel í þá er það alltaf skrýtið skref,“ sagði Arnar. En hvað stendur upp úr eftir árin sex? „Það sem stendur upp úr eru bikarmeistaratitlar karlamegin og úrslitakeppnin í ár kvennamegin, að hafa farið í oddaleik á móti Keflavík,“ sagði Arnar. Þetta heltekur líf þitt Þrátt fyrir fínan árangur í vetur segir Arnar það hafa verið mistök að stýra báðum liðum. „Of mikið. Það voru mistök. Ég sé eftir því. Ég hefði bara átt að fara í annaðhvort. Þetta er starf sem er svolítið skrýtið. Þú ert bara bundinn af viðveru í þrjá til fjóra klukkutíma á dag en þetta heltekur líf þitt,“ sagði Arnar. „Við spiluðum leik í Garðabænum klukkan átta á föstudegi og svo var stelpuleikur klukkan þrjú á laugardegi. Vont tap hjá strákunum og svo mætir þú og það er sami dómari. Þú ert enn þá pirraður út í hann fyrir eitthvað sem hann gerði karlaleik fyrir innan við 24 tímum síðan,“ sagði Arnar. „Þú kemur bara vanstilltur inn í kvennaleikinn líka af því að þú fékkst ekki tíma til að stilla þig af. Ég mæli ekki með þessu fyrir neinn mann,“ sagði Arnar. Best að losna við ykkur Hvað mun hann sakna mest frá þjálfarastarfinu og hvað verður best að vera laus við? „Best að losna við ykkur bara án nokkurs vafa. Ég held að þetta verði síðasta viðtalið sem ég fer í í nokkur ár og að verður rosalega ljúft að þurfa ekki að eiga við ykkur lengur. Ég á eftir að sakna þess að keppa, fara út og keppa,“ sagði Arnar. Arnar hefur störf á skrifstofu Körfuknattleikssambands Íslands um næstu mánaðarmót. Hann mun þar sjá um afreksmál, félagaskipti og önnur verkefni.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Sjá meira