Voru látin í einhvern tíma áður en lögregla fór inn Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2024 14:16 Lögreglan rannsakar nú andlát sambýlisfólks á sjötugsaldri sem fannst í heimahúsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Sambýlisfólk á sjötugsaldri hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fundu lík þess í húsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Enginn er með réttarstöðu grunaðs í tengslum við andlátin en lögreglustjóri segir að krufning eigi eftir að skýra myndina betur. Lögreglumenn fundu lík karls og konu á sjötugsaldri þegar þeir fóru inn í einbýlishús við Hlíðarveg í Bolungarvík í gærkvöldi. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var flogið vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að aðstoða við rannsóknina. Í yfirlýsingu sem lögreglan á Vestfjörðum sendi frá sér í morgun kom fram að ekkert benti til þess að saknæmur atburður hefði átt sér stað „eins og staðan er“. Helgi Jensson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir Vísi að enginn hafi stöðu grunaðs við rannsóknina. „Krufningin mun kannski leiða eitthvað annað í ljós, við vitum það ekki. Það er bara það sem gæti hugsanlega breytt þessu,“ segir hann. Líkin hafa þegar verið send suður til Reykjavíkur og segist Helgi vonast til þess að þau verið krufin strax í þessari viku. Helgi segist hvorki geta tjáð sig um hvort að áverkar hafi verið á líkum fólksins þegar þau fundust né hvort að vopn hafi fundist í húsinu á þessu stigi málsins. Hann getur þó staðfest að fólkið hafi líklega verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fóru inn í húsið. Krufning skýri mögulega frekar hvenær fólkið lést nákvæmlega. Skrýtin tilviljun þegar tvennt finnst látið Spurður að því hvers vegna tæknideildin var kölluð til aðstoðar með slíkum hraða segir Helgi ástæðuna fyrst og fremst þá að tvær manneskjur hafi fundist látnar á sama tíma. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum.Stjórnarráðið „Bara af því að það finnast tvö lík. Það er náttúrulega alvanalegt að það finnist eitt lík af öldruðu fólki í heimahúsi. Það kemur fyrir af og til og það er auðvitað rannsakað en við erum kannski alltaf að biðja um tæknideild þá ef það eru ekki neinar vísbendingar um neitt. En þegar það eru tveir þá er það dálítið skrýtin tilviljun. Þess vegna var það bara ástæða fyrir okkur að fara í alvöru rannsókn strax,“ segir lögreglustjórinn. Lögreglumál Bolungarvík Tengdar fréttir Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37 „Okkar hlutverk að halda utan um hvert annað“ Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir samfélagið í áfalli vegna andláts sambýlisfólks á sjötugsaldri í gærkvöldi. 28. maí 2024 11:10 Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. 28. maí 2024 08:47 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Lögreglumenn fundu lík karls og konu á sjötugsaldri þegar þeir fóru inn í einbýlishús við Hlíðarveg í Bolungarvík í gærkvöldi. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var flogið vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að aðstoða við rannsóknina. Í yfirlýsingu sem lögreglan á Vestfjörðum sendi frá sér í morgun kom fram að ekkert benti til þess að saknæmur atburður hefði átt sér stað „eins og staðan er“. Helgi Jensson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir Vísi að enginn hafi stöðu grunaðs við rannsóknina. „Krufningin mun kannski leiða eitthvað annað í ljós, við vitum það ekki. Það er bara það sem gæti hugsanlega breytt þessu,“ segir hann. Líkin hafa þegar verið send suður til Reykjavíkur og segist Helgi vonast til þess að þau verið krufin strax í þessari viku. Helgi segist hvorki geta tjáð sig um hvort að áverkar hafi verið á líkum fólksins þegar þau fundust né hvort að vopn hafi fundist í húsinu á þessu stigi málsins. Hann getur þó staðfest að fólkið hafi líklega verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fóru inn í húsið. Krufning skýri mögulega frekar hvenær fólkið lést nákvæmlega. Skrýtin tilviljun þegar tvennt finnst látið Spurður að því hvers vegna tæknideildin var kölluð til aðstoðar með slíkum hraða segir Helgi ástæðuna fyrst og fremst þá að tvær manneskjur hafi fundist látnar á sama tíma. Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum.Stjórnarráðið „Bara af því að það finnast tvö lík. Það er náttúrulega alvanalegt að það finnist eitt lík af öldruðu fólki í heimahúsi. Það kemur fyrir af og til og það er auðvitað rannsakað en við erum kannski alltaf að biðja um tæknideild þá ef það eru ekki neinar vísbendingar um neitt. En þegar það eru tveir þá er það dálítið skrýtin tilviljun. Þess vegna var það bara ástæða fyrir okkur að fara í alvöru rannsókn strax,“ segir lögreglustjórinn.
Lögreglumál Bolungarvík Tengdar fréttir Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37 „Okkar hlutverk að halda utan um hvert annað“ Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir samfélagið í áfalli vegna andláts sambýlisfólks á sjötugsaldri í gærkvöldi. 28. maí 2024 11:10 Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. 28. maí 2024 08:47 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37
„Okkar hlutverk að halda utan um hvert annað“ Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir samfélagið í áfalli vegna andláts sambýlisfólks á sjötugsaldri í gærkvöldi. 28. maí 2024 11:10
Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. 28. maí 2024 08:47