Öllu tjaldað til við opnun nýrra undirganga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. maí 2024 22:51 Börn úr Sjálandsskóla koma hjólandi í gegnum göngin. Vísir/Vésteinn Ný göng undir Arnarneshæð, sem eiga að stórbæta umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda, voru formlega tekin í gagnið í dag. Göngin voru opnuð við hátíðlega athöfn, þar sem fulltrúar Vegagerðar, Garðabæjar, Betri samgangna og Sjálandsskóla í Garðabæ klipptu á forláta borða. Með tilkomu ganganna þurfa gangandi og hjólandi ekki lengur að fara yfir umferðargötuna sem liggur á Arnarneshæð í Garðabæ, þar sem bílaumferð getur oft verið nokkuð þung. Fjöldi barna úr Sjálandsskóla var viðstaddur athöfnina, og spennan yfir nýju göngunum leyndi sér ekki, líkt og sjá má í sjónvarpsfréttinni í spilaranum hér að neðan. Þá vakti sirkusatriði ekki síðri kátínu en göngin sjálf. Bæjarfulltrúi í Garðabæ tók í sama streng og börnin, þó með örlítið meiri áherslu á samgöngubótina sem í göngunum felst, en samkvæmt næsta teljara Borgarvefsjár á Arnarnesvegi gengu tæplega 5.000 manns um stiginn sem liggur að göngunum í þessum mánuði. „Áður en þessi undirgöng komu þá urðu gangandi og hjólandi vegfarendur að fara yfir Arnarneshálsinn, yfir umferðarþunga götu. Nú er þetta komið í undirgöng og þetta er sérstaklega vel hannað með það að það er ekki mikil upphækkun í þessu. En þetta hefur aðallega með það að gera að við erum koma gangandi og hjólandi frá akandi umferð, og auka öryggi þeirra þannig,“ segir Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Hrannar Bragi Eyjólfsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ.Vísir/Einar Þá gætu göngin fljótt komist á spjöld sögunnar. „Hver veit nema að nýr forseti Íslands muni nýta sér þessa leið til þess að komast á Bessastaði 1. ágúst, þegar hann festir þar búsetu?“ Garðabær Samgöngur Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Göngin voru opnuð við hátíðlega athöfn, þar sem fulltrúar Vegagerðar, Garðabæjar, Betri samgangna og Sjálandsskóla í Garðabæ klipptu á forláta borða. Með tilkomu ganganna þurfa gangandi og hjólandi ekki lengur að fara yfir umferðargötuna sem liggur á Arnarneshæð í Garðabæ, þar sem bílaumferð getur oft verið nokkuð þung. Fjöldi barna úr Sjálandsskóla var viðstaddur athöfnina, og spennan yfir nýju göngunum leyndi sér ekki, líkt og sjá má í sjónvarpsfréttinni í spilaranum hér að neðan. Þá vakti sirkusatriði ekki síðri kátínu en göngin sjálf. Bæjarfulltrúi í Garðabæ tók í sama streng og börnin, þó með örlítið meiri áherslu á samgöngubótina sem í göngunum felst, en samkvæmt næsta teljara Borgarvefsjár á Arnarnesvegi gengu tæplega 5.000 manns um stiginn sem liggur að göngunum í þessum mánuði. „Áður en þessi undirgöng komu þá urðu gangandi og hjólandi vegfarendur að fara yfir Arnarneshálsinn, yfir umferðarþunga götu. Nú er þetta komið í undirgöng og þetta er sérstaklega vel hannað með það að það er ekki mikil upphækkun í þessu. En þetta hefur aðallega með það að gera að við erum koma gangandi og hjólandi frá akandi umferð, og auka öryggi þeirra þannig,“ segir Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Hrannar Bragi Eyjólfsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ.Vísir/Einar Þá gætu göngin fljótt komist á spjöld sögunnar. „Hver veit nema að nýr forseti Íslands muni nýta sér þessa leið til þess að komast á Bessastaði 1. ágúst, þegar hann festir þar búsetu?“
Garðabær Samgöngur Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira