Útnefna Biden rafrænt til að koma honum örugglega á kjörseðilinn Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2024 09:19 Joe Biden kemst ekki á kjörseðilinn í Ohio að óbreyttu því landsfundur demókratar þar sem átti að útnefna hann formlega fer fram eftir að framboðsfrestur rennur út. AP/Alex Brandon Landsnefnd Demókrataflokksins undirbýr nú að útnefna Joe Biden forsetaframbjóðanda flokksins rafrænt áður en landsfundur verður haldinn í ágúst. Demókratar grípa til þessa ráðs til þess að tryggja að Biden verði á kjörseðlinum í öllum ríkjum. Bandarískir forsetaframbjóðendur eru yfirleitt útnefndir við pomp og prakt á íburðarmiklum landsfundum eftir mánaðalangt forval flokkanna. Demókratar halda sinn landsfund í Chicago í Illinois 19.-22. ágúst í ár. Það er tveimur vikum eftir að frestur til þess að staðfesta framboð rennur út í Ohio. Sama staða kom upp í Alabama en ríkisþingið þar seinkaði frestinum og ríkisstjórinn, sem er repúblikani, staðfesti þau hratt. Erfiðlegar hefur gengið að rýmka tímamörkin í Ohio þrátt fyrir að ríkisþingið þar hafi áður breytt tímamörkum fyrir frambjóðendur beggja flokka. Pattastaða er á ríkisþinginu, að sögn Washington Post. Mike DeWine, ríkisstjóri og repúblikani, boðaði til aukaþingfundar vegna stöðunnar sem verður haldinn í dag. Engu að síður óttast demókratar að annað og ótengt mál um breytingar á lögum um kosningaframlög sem DeWine setti á dagskrá fundarins eigi eftir að koma í veg fyrir að fresturinn verði rýmkaður. „Joe Biden verður á kjörseðlinum í Ohio og öllum ríkjunum fimmtíu og repúblikanar í Ohio eru sammála. En þegar til kastanna hefur komið hafa þeir látið hjá liggja að grípa til aðgerða þannig að við demókratar lendum þessari flugvél sjálfir,“ sagði Jaime Harrison, formaður landsnefndar Demókrataflokksins (DNC). Með því að útnefna forsetaframbjóðanda sinn með rafrænu nafnakalli komi demókratar í veg fyrir að repúblikanar hindri framgang lýðræðisins með vanhæfni eða pólitískum klækjum, að sögn Harrisson. Ekki er búið að ákveða hvenær útnefningin fer fram en það verður fyrir núverandi framboðsfrest í Ohio, 7. ágúst. Öll landsnefndin þarf að samþykkja fyrirkomulagið. Fyrirkomulagið er sagt verða með svipuðu sniði og árið 2020 þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar varð þess valdandi að landsfundur demókratar fór fram rafrænt, að sögn AP-fréttastofunnar. Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Bandarískir forsetaframbjóðendur eru yfirleitt útnefndir við pomp og prakt á íburðarmiklum landsfundum eftir mánaðalangt forval flokkanna. Demókratar halda sinn landsfund í Chicago í Illinois 19.-22. ágúst í ár. Það er tveimur vikum eftir að frestur til þess að staðfesta framboð rennur út í Ohio. Sama staða kom upp í Alabama en ríkisþingið þar seinkaði frestinum og ríkisstjórinn, sem er repúblikani, staðfesti þau hratt. Erfiðlegar hefur gengið að rýmka tímamörkin í Ohio þrátt fyrir að ríkisþingið þar hafi áður breytt tímamörkum fyrir frambjóðendur beggja flokka. Pattastaða er á ríkisþinginu, að sögn Washington Post. Mike DeWine, ríkisstjóri og repúblikani, boðaði til aukaþingfundar vegna stöðunnar sem verður haldinn í dag. Engu að síður óttast demókratar að annað og ótengt mál um breytingar á lögum um kosningaframlög sem DeWine setti á dagskrá fundarins eigi eftir að koma í veg fyrir að fresturinn verði rýmkaður. „Joe Biden verður á kjörseðlinum í Ohio og öllum ríkjunum fimmtíu og repúblikanar í Ohio eru sammála. En þegar til kastanna hefur komið hafa þeir látið hjá liggja að grípa til aðgerða þannig að við demókratar lendum þessari flugvél sjálfir,“ sagði Jaime Harrison, formaður landsnefndar Demókrataflokksins (DNC). Með því að útnefna forsetaframbjóðanda sinn með rafrænu nafnakalli komi demókratar í veg fyrir að repúblikanar hindri framgang lýðræðisins með vanhæfni eða pólitískum klækjum, að sögn Harrisson. Ekki er búið að ákveða hvenær útnefningin fer fram en það verður fyrir núverandi framboðsfrest í Ohio, 7. ágúst. Öll landsnefndin þarf að samþykkja fyrirkomulagið. Fyrirkomulagið er sagt verða með svipuðu sniði og árið 2020 þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar varð þess valdandi að landsfundur demókratar fór fram rafrænt, að sögn AP-fréttastofunnar.
Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira