Fyrstu atkvæðin komin til flokkunar í Ráðhúsinu Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2024 12:20 Sturtað úr kjörkassa með utankjörfundaratkvæðum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Flokkun á um tuttugu og fimm þúsund utankjörfundaratkvæðum eftir kjördeildum hófst í Ráðhúsinu í Reykjavík í morgun að viðstöddum umboðsmönnum frambjóðenda. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir um sjö hundruð manns koma að kosningunum í borginni. Kjörkössum með öllum utankjörfundaratkvæðum sem greidd hafa verið á höfuðborgarsvæðinu frá því atkvæðagreiðslan hófst var ekið undir eftirliti í Ráðhús Reykjavíkur í morgun. Þeir voru síðan opnaðir á slaginu klukkan hálf tíu í votta viðurvist umboðsmanna frambjóðenda. Eva Bryndís Helgadóttir segir ferlið í kringum lýðræðislegar kosningar vera fallegt.Vísir/Vilhelm Eva Bryndís Helgadóttir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir allt fara fram samkvæmt ströngustu reglum. „Það sem er að gerast núna er forvinna, rannsóknarvinna á utankjörfundaratkvæðum. Til þess að spara tíma og koma öllum atkvæðum í réttar kjördeildir. Það þarf að yfirfara að allir fylgiseðlar séu réttir og forvinna að það sé hægt að úrskurða ef eitthvað er að. Þá þarf að úrskurða um hvort þau eru mögulega ógild eða eitthvað þess háttar,“ segir Eva Bryndís. Um það bil tuttugu og fimm þúsund atkvæði voru í kjörkössunum sem þarf að koma á sinn í yfir 90 kjördeildum í Reykjavík og fjölda kjördeilda í nágrannasveitarfélögum. Kjörsókn utankjörfundar hefur verið heldur minni í aðdraganda þessara kosninga en í forsetakosningunum árið 2020. Byrjað var á því að telja atkvæðin Þau eru í tveimur umslögum. Á ytra umslagi eru upplýsingar um kjósandann þannig að atkvæði hans rati í rétta kjördeild. Atkvæðið er síðan í ómerktu innra umsalgi þannig að tryggt sé að kosningin sé leynileg.Vísir/Vilhelm Eva Bryndís segir það mikið verkefni að halda utanum kosningar í Reykjavík. „Þetta er um sjö hundruð manna teymi sem er skipulagt eins og her. Algerlega magnað fólk sem er að stýra þessu og alveg niður allt ferlið. Þetta er bara fallegt,“ segir Eva Bryndís Helgadóttir. Við sýnum skemmtilegar myndir frá forflokkun fyrstu atkvæðanna í komandi forsetakosningum í kvöldfréttum okkar. Forsetakosningar 2024 Reykjavík Tengdar fréttir Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43 Fyrstu tölur frá Reykjavík ættu að gefa góða mynd af úrslitum Fyrstu tölur frá Reykjavík eftir forsetakosningarnar á laugardag verða ekki birtar fyrr en um miðnætti. Skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að þá verði búið að telja um sextíu prósent atkvæða sem ætti að gefa nokkuð góða mynd að úrslitunum í borginni. 28. maí 2024 19:15 Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Kjörkössum með öllum utankjörfundaratkvæðum sem greidd hafa verið á höfuðborgarsvæðinu frá því atkvæðagreiðslan hófst var ekið undir eftirliti í Ráðhús Reykjavíkur í morgun. Þeir voru síðan opnaðir á slaginu klukkan hálf tíu í votta viðurvist umboðsmanna frambjóðenda. Eva Bryndís Helgadóttir segir ferlið í kringum lýðræðislegar kosningar vera fallegt.Vísir/Vilhelm Eva Bryndís Helgadóttir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir allt fara fram samkvæmt ströngustu reglum. „Það sem er að gerast núna er forvinna, rannsóknarvinna á utankjörfundaratkvæðum. Til þess að spara tíma og koma öllum atkvæðum í réttar kjördeildir. Það þarf að yfirfara að allir fylgiseðlar séu réttir og forvinna að það sé hægt að úrskurða ef eitthvað er að. Þá þarf að úrskurða um hvort þau eru mögulega ógild eða eitthvað þess háttar,“ segir Eva Bryndís. Um það bil tuttugu og fimm þúsund atkvæði voru í kjörkössunum sem þarf að koma á sinn í yfir 90 kjördeildum í Reykjavík og fjölda kjördeilda í nágrannasveitarfélögum. Kjörsókn utankjörfundar hefur verið heldur minni í aðdraganda þessara kosninga en í forsetakosningunum árið 2020. Byrjað var á því að telja atkvæðin Þau eru í tveimur umslögum. Á ytra umslagi eru upplýsingar um kjósandann þannig að atkvæði hans rati í rétta kjördeild. Atkvæðið er síðan í ómerktu innra umsalgi þannig að tryggt sé að kosningin sé leynileg.Vísir/Vilhelm Eva Bryndís segir það mikið verkefni að halda utanum kosningar í Reykjavík. „Þetta er um sjö hundruð manna teymi sem er skipulagt eins og her. Algerlega magnað fólk sem er að stýra þessu og alveg niður allt ferlið. Þetta er bara fallegt,“ segir Eva Bryndís Helgadóttir. Við sýnum skemmtilegar myndir frá forflokkun fyrstu atkvæðanna í komandi forsetakosningum í kvöldfréttum okkar.
Forsetakosningar 2024 Reykjavík Tengdar fréttir Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43 Fyrstu tölur frá Reykjavík ættu að gefa góða mynd af úrslitum Fyrstu tölur frá Reykjavík eftir forsetakosningarnar á laugardag verða ekki birtar fyrr en um miðnætti. Skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að þá verði búið að telja um sextíu prósent atkvæða sem ætti að gefa nokkuð góða mynd að úrslitunum í borginni. 28. maí 2024 19:15 Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43
Fyrstu tölur frá Reykjavík ættu að gefa góða mynd af úrslitum Fyrstu tölur frá Reykjavík eftir forsetakosningarnar á laugardag verða ekki birtar fyrr en um miðnætti. Skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að þá verði búið að telja um sextíu prósent atkvæða sem ætti að gefa nokkuð góða mynd að úrslitunum í borginni. 28. maí 2024 19:15
Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43