„Sigur yrði stórt skref í áttina að betri hlutum“ Aron Guðmundsson skrifar 31. maí 2024 16:32 Kolbeinn Kristinsson, atvinnumaður í hnefaleikum, er klár í átök. Hann mætir Finnanum Mika MIelonen í átta lotu bardaga annað kvöld Vísir/Sigurjón Ólason Kolbeinn Kristinsson, þungavigtarkappi og atvinnumaður okkar í hnefaleikum, á fyrir höndum mikilvægan bardaga á sínum taplausa atvinnumannaferli til þessa annað kvöld. Eftir fádæma óheppni og niðurfellda bardaga vegna meiðsla er Kolbeinn klár í slaginn á ný. Sigur annað kvöld hefur þá burði að koma atvinnumannaferli hans á næsta stig. „Öll vinnan er búin. Heyið er komið í hlöðuna. Núna þarf maður bara að komast heill í bardagann,“ segir Kolbeinn sem mætir Finnanum Mika Mielonen í nágrenni Helsinki annað kvöld. „Það verður frábært að fá loksins að berjast. Loksins að fá að ganga inn í hringinn. Fá að gera það sem að maður hefur undirbúið sig svo lengi fyrir. Ég er í rauninni búinn að vera æfa í hálft ár fyrir einn bardaga. Þetta verður frábært.“ Kolbeinn hefur nefnilegast verið óvenju óheppinn upp á síðkastið. Hann átti að berjast í byrjun desember á síðasta ári en tíu dögum fyrir þann bardaga braut hann bein í baugfingri. Hann var síðan kominn með annan bardaga í upphafi mars á þessu ári en viti menn þá braut hann bein í öðrum fingri. Hann er búinn að jafna sig af þeim meiðslum og nú er aðeins rétt rúmur sólarhringur í bardaga hans um Baltic Boxing Union beltið í þungavigtarflokki gegn Finnanum Mika Mielonen. „Ég er búinn að kynna mér hann aðeins. Mika slær fast og er harður af sér. Stór og þykkur. Hann er þó ekki að vinna hlutina á sama hraða og ég. Slær ekki eins mikið frá sér. Við nýtum okkur það bara gegn honum. Ég sá bardagann fyrir mér þannig að ég nái að keyra hraðann vel upp. Held bardaganum á því tempói sem að Mika ræður erfiðlega við. Slæ meira en hann ræður við að boxa á. Hann á endanum sprengir sig og þá klára ég hann.“ Undirbúningurinn hefur gengið vel. Vísir/Sigurjón Ólason „Ég hef verið að passa það að ég sé heill heilsu. Verið að fínstilla allar æfingar hjá mér eftir því sem að líður nær bardaganum. Satt best að segja líður mér bara mjög vel. Auðvitað, í ljósi þess hvernig farið hefur hjá mér fyrir síðustu tvo skipulögðu bardaga hjá mér, hef ég verið að passa mig aðeins meira en vanalega. Það fyrsta sem ég sagði eftir hvert sparr var „ég braut mig ekki“ núna er maður kominn inn fyrir þröskuldinn. Engin erfið vinna eftir í undirbúningnum. Núna er það bara bardaginn.“ Sigur hefur mikið að segja Sigur í bardaganum, hvað þá öruggur sigur, getur haft mikið að segja um framhaldið á atvinnumannaferli Kolbeins sem er enn ósigraður. Kolbeinn Kristinsson hefur unnið alla bardaga sína sem atvinnumaður.Beggi Dan „Sigur yrði stórt skref í áttina að betri hlutum. Með sigri yrði ég búinn að koma mínu nafni á meðal efstu áttatíu hnefaleikakappa á heimslista þungavigtarinnar. Ég reikna það þá þannig að vera tveimur til þremur sigrum frá stærstu bardögunum í heimi. Það er takmarkið. Það sem að ég vil og hef verið að stefna að í gegnum minn feril. Að gera atlögu að heimsmeistaratitli. Það er það sem að ég vil.“ Hvernig sérðu bardagann fara? „Ef að ég geri allt rétt þá klárast þessi bardagi áður en að loturnar átta renna sitt skeið.“ Hægt verður að nálgast streymi af bardagakvöldinu hér. Áætlað er að Kolbeinn og Mika berjist klukkan 17:40 að íslenskum tíma. Box Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Sjá meira
„Öll vinnan er búin. Heyið er komið í hlöðuna. Núna þarf maður bara að komast heill í bardagann,“ segir Kolbeinn sem mætir Finnanum Mika Mielonen í nágrenni Helsinki annað kvöld. „Það verður frábært að fá loksins að berjast. Loksins að fá að ganga inn í hringinn. Fá að gera það sem að maður hefur undirbúið sig svo lengi fyrir. Ég er í rauninni búinn að vera æfa í hálft ár fyrir einn bardaga. Þetta verður frábært.“ Kolbeinn hefur nefnilegast verið óvenju óheppinn upp á síðkastið. Hann átti að berjast í byrjun desember á síðasta ári en tíu dögum fyrir þann bardaga braut hann bein í baugfingri. Hann var síðan kominn með annan bardaga í upphafi mars á þessu ári en viti menn þá braut hann bein í öðrum fingri. Hann er búinn að jafna sig af þeim meiðslum og nú er aðeins rétt rúmur sólarhringur í bardaga hans um Baltic Boxing Union beltið í þungavigtarflokki gegn Finnanum Mika Mielonen. „Ég er búinn að kynna mér hann aðeins. Mika slær fast og er harður af sér. Stór og þykkur. Hann er þó ekki að vinna hlutina á sama hraða og ég. Slær ekki eins mikið frá sér. Við nýtum okkur það bara gegn honum. Ég sá bardagann fyrir mér þannig að ég nái að keyra hraðann vel upp. Held bardaganum á því tempói sem að Mika ræður erfiðlega við. Slæ meira en hann ræður við að boxa á. Hann á endanum sprengir sig og þá klára ég hann.“ Undirbúningurinn hefur gengið vel. Vísir/Sigurjón Ólason „Ég hef verið að passa það að ég sé heill heilsu. Verið að fínstilla allar æfingar hjá mér eftir því sem að líður nær bardaganum. Satt best að segja líður mér bara mjög vel. Auðvitað, í ljósi þess hvernig farið hefur hjá mér fyrir síðustu tvo skipulögðu bardaga hjá mér, hef ég verið að passa mig aðeins meira en vanalega. Það fyrsta sem ég sagði eftir hvert sparr var „ég braut mig ekki“ núna er maður kominn inn fyrir þröskuldinn. Engin erfið vinna eftir í undirbúningnum. Núna er það bara bardaginn.“ Sigur hefur mikið að segja Sigur í bardaganum, hvað þá öruggur sigur, getur haft mikið að segja um framhaldið á atvinnumannaferli Kolbeins sem er enn ósigraður. Kolbeinn Kristinsson hefur unnið alla bardaga sína sem atvinnumaður.Beggi Dan „Sigur yrði stórt skref í áttina að betri hlutum. Með sigri yrði ég búinn að koma mínu nafni á meðal efstu áttatíu hnefaleikakappa á heimslista þungavigtarinnar. Ég reikna það þá þannig að vera tveimur til þremur sigrum frá stærstu bardögunum í heimi. Það er takmarkið. Það sem að ég vil og hef verið að stefna að í gegnum minn feril. Að gera atlögu að heimsmeistaratitli. Það er það sem að ég vil.“ Hvernig sérðu bardagann fara? „Ef að ég geri allt rétt þá klárast þessi bardagi áður en að loturnar átta renna sitt skeið.“ Hægt verður að nálgast streymi af bardagakvöldinu hér. Áætlað er að Kolbeinn og Mika berjist klukkan 17:40 að íslenskum tíma.
Box Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Sjá meira