Tívolíbomba hefði getað skapað stórhættu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2024 07:01 Þessi bíll fór illa í sprengingunni. Vísir/Vilhelm Lögregla hefur til rannsóknar íkveikju í iðnaðarbili við Dofrahellu í Hafnarfirði aðfaranótt þriðjudags. Tívolíbombu var kastað inn um glugga á iðnaðarbilinu þar sem gin er bruggað í miklu magni. Mildi þykir að ekki fór verr. Það var á þriðja tímanum aðfaranótt þriðjudags sem maður, sem var að störfum í Helluhverfinu í Hafnarfirði, hringdi í Neyðarlínuna eftir að gríðarlega sprenging heyrðist í hverfinu. Sprengingin barst frá iðnaðarhúsnæði við Dofrahellu þar sem töluverður eldur kviknaði við innkeysluhurðina. Frá vettvangi í Dofrahellu. Búið er að setja spónaplötur fyrir gluggana á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm Slökkviliðið var boðað á vettvang og var það til happs að menn sem voru staddir í húsnæðinu náðu að hemja eldinn með handslökkvitækjum. Því var eldur orðinn lítill þegar fyrsti slökkviliðsbíllinn mætti á vettvang. Grímur Thor Bollason, rannsóknarlögreglumaður í Hafnarfirði, segir ljóst að um íkveikju sé að ræða. Það sýni upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Á öryggismyndavél sést einn einstaklingur kasta tívolíbombu í gegnum rúðu á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm „Það er einhver sem sprengir líklegast tívolíbombu,“ segir Grímur. Skemmdir hafi þannig séð ekki orðið miklar en þær sjást ágætlega af myndunum sem fylgja fréttinni. Grímur segir að af öryggismyndavélum megi sjá einstakling reyna að kasta tívolíbombunni inn um glugga á iðnaðarbilinu. Hún hafi farið í gegn um gluggann en mætt fyrirstöðu þar fyrir innan og skotist aftur út. Spónaplötur komnar fyrir gluggana þar sem rúður sprungu.Vísir/Vilhelm Gin er framleitt í iðnaðarbilinu en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða svokallað Freyju gin sem er til sölu í Nýju Vínbúðinni. Grímur segir að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef eldurinn hefði orðið meiri og náð inn í rýmið. Þar hafi verið mikið magn af etanóli. Ljóst er að eldurinn hefði því magnast upp og orðið illviðráðanlegur. Nokkrar skemmdir eru á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm Grímur segir engan liggja undir grun. Upptökur úr öryggismyndavélum sýni holningu einstaklings en ekki sé hægt að bera kennsl á hann. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom viðkomandi hlaupandi nokkuð langa leið með sprengjuna áður en hann kastaði henni. Þá herma heimildir fréttastofu að viðkomandi hafi sjálfur verið í nokkurri hættu enda endurkastaðist tívolíbomban út úr rýminu. Grímur beinir til fólks sem hefur upplýsingar um hver hafi verið þarna á ferð eða hafi orðið vitni að atburðinum að gefa sig fram við lögreglu. Fréttastofa hefur ekki náð tali af forsvarsfólki Freyju gins. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Slökkvilið kallað út vegna sprenginga í Hafnarfirði Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á þriðja tímanum í nótt eftir að einhverskonar sprenging eða sprengingar urðu í iðnaðarhúsnæði í Helluhverfi í Hafnarfirði. 28. maí 2024 07:58 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Það var á þriðja tímanum aðfaranótt þriðjudags sem maður, sem var að störfum í Helluhverfinu í Hafnarfirði, hringdi í Neyðarlínuna eftir að gríðarlega sprenging heyrðist í hverfinu. Sprengingin barst frá iðnaðarhúsnæði við Dofrahellu þar sem töluverður eldur kviknaði við innkeysluhurðina. Frá vettvangi í Dofrahellu. Búið er að setja spónaplötur fyrir gluggana á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm Slökkviliðið var boðað á vettvang og var það til happs að menn sem voru staddir í húsnæðinu náðu að hemja eldinn með handslökkvitækjum. Því var eldur orðinn lítill þegar fyrsti slökkviliðsbíllinn mætti á vettvang. Grímur Thor Bollason, rannsóknarlögreglumaður í Hafnarfirði, segir ljóst að um íkveikju sé að ræða. Það sýni upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Á öryggismyndavél sést einn einstaklingur kasta tívolíbombu í gegnum rúðu á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm „Það er einhver sem sprengir líklegast tívolíbombu,“ segir Grímur. Skemmdir hafi þannig séð ekki orðið miklar en þær sjást ágætlega af myndunum sem fylgja fréttinni. Grímur segir að af öryggismyndavélum megi sjá einstakling reyna að kasta tívolíbombunni inn um glugga á iðnaðarbilinu. Hún hafi farið í gegn um gluggann en mætt fyrirstöðu þar fyrir innan og skotist aftur út. Spónaplötur komnar fyrir gluggana þar sem rúður sprungu.Vísir/Vilhelm Gin er framleitt í iðnaðarbilinu en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða svokallað Freyju gin sem er til sölu í Nýju Vínbúðinni. Grímur segir að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef eldurinn hefði orðið meiri og náð inn í rýmið. Þar hafi verið mikið magn af etanóli. Ljóst er að eldurinn hefði því magnast upp og orðið illviðráðanlegur. Nokkrar skemmdir eru á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm Grímur segir engan liggja undir grun. Upptökur úr öryggismyndavélum sýni holningu einstaklings en ekki sé hægt að bera kennsl á hann. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom viðkomandi hlaupandi nokkuð langa leið með sprengjuna áður en hann kastaði henni. Þá herma heimildir fréttastofu að viðkomandi hafi sjálfur verið í nokkurri hættu enda endurkastaðist tívolíbomban út úr rýminu. Grímur beinir til fólks sem hefur upplýsingar um hver hafi verið þarna á ferð eða hafi orðið vitni að atburðinum að gefa sig fram við lögreglu. Fréttastofa hefur ekki náð tali af forsvarsfólki Freyju gins. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Slökkvilið kallað út vegna sprenginga í Hafnarfirði Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á þriðja tímanum í nótt eftir að einhverskonar sprenging eða sprengingar urðu í iðnaðarhúsnæði í Helluhverfi í Hafnarfirði. 28. maí 2024 07:58 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Slökkvilið kallað út vegna sprenginga í Hafnarfirði Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á þriðja tímanum í nótt eftir að einhverskonar sprenging eða sprengingar urðu í iðnaðarhúsnæði í Helluhverfi í Hafnarfirði. 28. maí 2024 07:58